Öldin - 01.02.1894, Blaðsíða 8
24
ÖLDIN.
ir við ok víkinga; Jieir|þurfa bara geð-
góða, auðsveipa unglinga, sem þeim veiti
hægt að temja við skap sitt og háttu.
Þcgar borgin nh er alrupluð, tckr hver
sigrandi víkingr maurungling milli tanna
sér, sem hann leggr svo vægt að byrði
sinni, að hann meiðir hana ekki hið
minnsta, og býzt nú ailr herinn til heim-
ferðar. Þcir af víkingum, sem engan
ungan maur fá til heimflutnings, taka í
kjapt sér misþyrmda skrokka fallinna ó-
vina sinna til að alast á, þegar heim er
komið. N’ú [leggi'3 allr herinn, hlaðinn
herfangi, af stað, og er herskaralestin
stundum enda 130 feta löng, og kemr
hún til borgar sinnar í sigrhrósi og með
allri fylkingaskipun enni sömu eins og
þegar í lciðangrinn var lagt.
Undir eins og ungu maurarnir, rifnir
að heiman frá foreldrum og ættingjum,
lenda í liíbýlum ræningja sínna, taka
þrælarnir, sem fyrir eru, við þeim, og
veita þeim hina nákvæmustu lijúkrun
sem hugsast getr. Þeir bera þeim óspart
fæðu, hreinsa, þá og funsa upp og verma
líkami þeirra, sem innkulsa urðu við
flutninginn að heiman í beru lofti.
I þessum þrælaveldum lýkr nú ann-
ars máli þannig að sigrvegarar og þrælar
skifta um sæti, því hinir fyrri hafa engan
hug né dug til neins, nema að sigra.
Þegar Eauðr er búinn [að [koma fyrir
heima herfangi sínu, leitar hann sér órof-
innar Iiressingar eftir hernað og bardaga
í unaði letinnar ; á þessu verðr hann brátt
úttaugaðr og gengr þá ræninginn geðlaus
undir ok bandingja sinna. Svo algjör-
lega er nú líf þeirra undir þrælunum kom-
ið, að, skyldi einhver koma og ræna þá
öllum þrælunum, þá yrði þess ckki langt
að bíða, að alt ríkið dæi út í aðgjörðaleysi
og hallæri.
Þessir ræningjar, þótt fullir sé ofsa og
ákafa þegar ræna skal, hafa viðbjóð og
hatr á allri heimilisvinnu. Þeir vilja ekk-
ert og kunna ekkert nema að herjast,
Þeir hafa ekki vit á að reisa né ganga frá
híbýlum sínum, þeir kunna ekki að ala
upp afkvæmi sitt; hvorttveggja þessara
stai’fa fela þeir þrælum sínum. Nú ber
það við,[að bústaðr þessa kynflokks verðr
of gamall til þess, að vera byggilegr, eða
þar verðr of þröngbýlt sökum fjölgunar
svo allir íbúar verðabið leita burt og fá sér
nýjan bústað. Þessu stórmáli ráða þræl-
amir alveg einir til lykta og framkvæma
flutninginn. Eauðr er nú sokkinn í svo
vonlausa leti að hin mesta skömm er að.
Hver þræll verðr nú að taka milli tanna
sér einn hinna “útlifuðu” húsbænda sinna
og rogast með hann til hins nýja bústaðar,
rétt eins og köttr ber í munni sér kettling
lieim í bæli sitt.
Huber var forvitni að komast fyrir
það, að hve miklu leyti víkingar þessir
ættu þrælum sínum líf og tilveru að
þakka, og gekk bráðum úr öllum skugga
um það, að ef höfðingjarnir vora látnir
einir um sína reiðu, voru þeir svo ósjálf-
bjarga, þó alls nægtum væri hlaðið upp í
kringum þá, að þeim var ekki einusinni
lífs mögulegt að ganga sór að björg sjálf-
ir. Huber lokaði inni 30 af þessum vík-
ingum með næga fæðu hjá sér, en engan
þræl, og sá að þeir hýmdu í algjörðu lyst-
arleysi og óeirð, og það enda þó hann
legði hjá þeim þeirra eigin unga til að
örfa þá til afskiftascmi og vinnu. Enginn
bærði sig til starfs og allir hefðu þeir
heldr dáið úr liungri enn að leggja á sig
fyrirhöfnina að éta einir sér eða sjálfir,
Margir voru þegar dánir, þegar Huber
datt í hug að reyna, hvernig færi, ef hann
nú gæfl þessu dauðans og dugleysins
lieimili cinn þræl. Enn ekki var hann
fyrr kominn inn meðal dáinna og deyj-
andi enn hann tók til með mestu rögg að
mata þá sem dauðvona voru og hjúlcra
ungunum mcð hinni mjúkustu nákvæmni.
Þessi eini þræll frelsaði líf alls þessa dauð-
vona hyskis.
Enginn hlutr virðist geta verið ótrú-