Öldin - 01.02.1894, Side 9

Öldin - 01.02.1894, Side 9
ÖLDIN. 25 egri enn það, sem nú heflr v'erið frá sagt. Enn satt er það, og hafa náttúrufræðingar aflað sér sönnunar fyrir f>ví með hinum nákvæmustu og samvizkusömustu rann- sóknum, svo sem hinn mikli höfundr nátt- úrasögu mauranna (Huber) og síðar þeir F. Smith og Darwin í Englandi. Mikill munr er á því hve auðgert er að gjöra maura að þrælum. Sumar teg- undir mjög smárra maura, svo sem guli maurinn, hjóða rauð byrginn óragar, og þó Gulr sé miklu ósterkari enn Rauðr, hræðir hann Rauð, því hann er svo víg- lega einarðr. Hugrekkið bætir honum upp burðaleysið. Því er það, að rauði maurinn, hinn ófyrirleitnasti þræla-smali sem vér þekkjum, ber aldrei vdð að reyna einu sinni að ræna bygð gula maursins, því hann veit af reynslu, að gulr berzt og sézt ekki fyrir, til að verja heimili sitt, ættingja og frelsi. Þetta er staðföst reynsla; enda varð Smith forviða að finna fáliða smáríki þessara hraustu gulmaura undir steini fast hjá stórbygð liinna rauðu þræla-smala. Þeir nutu þar ekki einung- is virðingar hinna voldugu óvina sinna, heldr hræddu þá enda með því, að þeir bára sig svo víglega. Maurar, sem við þræla-rán lifa, hafa það þó ekki eingöngu að lífs atvinnu. Þeir fara oft á víð og dreif út um land og klifra grös og plöntur til að færa þaðan í bú sitt hinar svonefndu blaðlýs, grænflygi, “aphides”. Þær eru mauranna búsmali, mjólkr-kýr þeirra, geitr þeirra; mundi þó fæstum í hug detta, að maurar væri kynslóð er við hjarðlíf ælist. Enn til alls ber eitthvað. Maurar þekkja ekkert sæl- gæti betra enn hinn dísæta vökva sem smitar út úr tveimr ofrlitlum spenum sem blaðlúsin hefir aftast á bakinu. Vér sjá- nm þá oft í dreifum um blöð á plöntum tifandi frá einni blaðlús til annarar og sjúgandi hina sætu spena. Enn stundum fara þeir að heiifian með þrælum sínum og sækja blaðlýsnar og “setja þær inn” heima hjá sér, til þess að geta mjólkað þær í tómi, og þar ala þeir þær alveg á sama hátt eins og menn ala kýr í fjósi. “Auðr maurabús”, segirHuber, “fer alveg eftir því, hvað þar eru margar blaðlýs á fóðrum”. Huber komst eftr því, að vegna þess, að maurar eru svo sólgnir í þessa sætu blaðlúsa-mjólk og cru alt af á ferðinni eft- ir henni, grafa þeir [sér laungöng neðan jarðar heinmn frá búi sínu og til urtanna, sem eru hagar þessara smá-kúa, svo að þeir vcrði því síðr fyrir ferðaglöp er þeir fara að sækja hinn dýra drykk. Stundum fer fyrirhyggja þeirra og búvit enn lengra, og það svo, að ótrúlegt er. Til þess að blaðlýsnar mjólki því betr, láta maurarnir þær njóta hinna grænu haga sinna á plönt- unum sem þær eru vanar að lialda til á, og byggja þar, úr hinni fínustu mold sem þeir finna, dálítil fjós handa þessum ey- litlu kúm sínum og geyma þær þar og ganga þar að þeim og mjólka þær. IIu- ber fann mörg af þcssum undraverðu fjós- um maura ; svo engin ástæða er til að efa að það sé satt, sem sá maðr staðhæfir. Ekki hcimta maurar ávalt þenna sykrsafa frá öðrum skepnum; sumir þeirra fá ærinn forða af honum hjá sjálfum sór. Þetta á sér stað sérstaklega hjá hunangs- maurnum. Þessi einkennilegu kvikindi eiga hcima í Mexico og búa í göngum sem þau grafa sér út neðan-svarðar. Á viss- um tímum verðr kviðhluti sumra þeirra hnatt- cða pillu-myndaðr, gagnsær og fullr sykr-efnis, og svo stór, að hann jafn- ast við lítið kirsiber. Af því að þessi safl er svo ágætr á bragðið, cr það algengt, þar sem þessir maurar hittast í mergð, að konur og börn gjöri sér atvinnu úr því, að grafa til híbýla þeirra og tína þá eins og ber til að selja síðan. Er þá safa-berið sniðið frá skorkvikindinu og borið á borð fyrir eftirmeti; og Þykir mesta sælgæti. Við ber það, að maurar berjast, heyja maurskæða bardaga, út úr engu öðru, er

x

Öldin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Öldin
https://timarit.is/publication/147

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.