Öldin - 01.02.1894, Qupperneq 12

Öldin - 01.02.1894, Qupperneq 12
28 ÖLDIN. ein tang mannfélagsins titrar fyrir hinni komandi reynslu, er allir þeir sem á jörðu húa, skulu prófast og koma úr þcirri raun, endrleystir. Vér erum að hyrja bylt- ingu þá, sem mun reyna til þrautar á allt núverandi trúarlegt og horgaralegt fyrir- komulag sem mun reyna á vizku og hetjudug hinna göfugustu og hugrökkustu manna. Það dugar ekki að neita því að hylting þessi sé á leiðinni og ekki heldr að segja að hún sé frá djöflinum. Bylting- ar, jafnvel í sinum tryltustu myndum eru- verkanir guðlegs anda í eldþrungnum fóllum flóðs og fjöru mannlegs lífs. Skað- ræðismennimir eða mannflokkarnir á hverri öld og hjá hverri þjóð eru þcir sem til hagsmuna fyrir einhverja trú- flokka eða pólitíska flokka segja að ekki sé hægt að vinna hót á rangiætinu, sem um er verið að kvarta, sem segja að eigin- gimin, ranglætið og ójöfnuðrinn á kjörum manna sé eðlilegt og nauðsynlegt fyrir framför og viðhaldi menningar heimsins; þeir sem segja að hugmyndir manna um réttlætið geti elcki orðið fullkomnari og hreinni cn cinmitt mennirnir, sem leiða hörmungar og reiði yfir heiminn. En þeir sem reyna að hefja á æðra stig hug- myndir og fyrirkomulag mannfélagsins með hugsjónum meiri sannleika og fyllra réttlætis, eru ekki að eyðileggja, heldr hyggja upp. Þeir búa drottni veginn til endrlausnar mannlífsins. 011 þessi mannfélagsspurning snýst um það, hvort mögulegt só eða ekki, að hinda auðmagnið lögum. Vinnan ætti að hera ávöxt í dagfari, í siðferðislegri fram för allra þeirra, sem vinna. Þegar mað- urinn fór fyrst að nota jörðina, þá gaf guð honum náttúruna til afnota. Öll auðæfi eru óekta, sem menn ekki afla sér með erviði. Auðæfl millíónaeigandans og fjárplógsmannsins Goulds sýndu fá- tækt mannfélagsins. Iíver einn dollar, sem hann græddi, gerði mannfélagið þeiin mun fátækara. I þessum heimi eru nægtir af i » •. öllu fyrir hvern og einn, ef mögulegt væri að skiftaþessum nægtumréttvíslegamanna á milli. Það verður að leysa stjórriirnar frá því, að tilhiðja eignina, eða stjórna rnönn- um á prangaravísu. Mannfélagshylting þessi veldur því,að aldamót þessi verða hin þýðingarmestu í myndun nýrrar stefnu síðan Kristur var krossfestur, og hún hrópar hátt, að nú skuli menn sýna sig sem sannarlega kristna menn”. Þessar tilvitnanir gefa oss hugmynd um andann í riti þessu. Vér flnnum það, að höfundurinn er göfugur, réttlátur mað- ur með spádómsgáfu. Þó að ég sé ekki fyllilega í samræmi við skoðanir hans all- ar, þá sé ég þó, að hann yfir höfuð herst í flokki hinna mörgu millíðna jarðar. Ilann er djarfur maður, sem talar úr flokki aft- urhaldsmanna í kyrkjunni, en talar þó þannig, að margir þeir, sem alt til þessa hafa látið sig málið litlu skifta, munu vaka og flnna til þess, að hróp hans um réttlæti er kall guðs til hins bezta í sjálfum þeim. Málstaður alþýðu er nú betur kom- inn en nokkru sinni fyr. Sól hins nýja lýðveldis er í uppgöngu. Spámenn hinna nýrri tíma, hagfræðingarnir, sem hafa sam- vizku og liugrekki til þess að rekja út í ystu æsar mannfélagsspurninguna; vísinda- mennirnir, er verja kröftum sínum til þess að rannsaka þetta, án þess að vera háðir auðvaldi eða fjötraðir í hlekkjum gamallar vcnju; sögu-höfundarnir hinir cinlægu, sem elska mannltynið, og in göfugustu skáld vor, — allir þessir menn heyra ópið, er hljómar um allan hinn mentaða heim, eftir hærra og veglegra lögmáli í hagfræðislegu tilliti. í lýðveldishugmyndum þjóðanna heflr ýmist verið flóð eða fjara öldum sam- an, en einlægt hefir lýðveldishugmyndin meir og meir nálgast hugsjón frelsisins, réttlætisins og bróðurlegs kærleika, og nú á þessum seinustu árurn aldarinnar, hefir hugmynd þessi orðið sterkari en nokkru sinni áður, og hak við hana og knýjandi

x

Öldin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Öldin
https://timarit.is/publication/147

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.