Öldin - 01.02.1894, Blaðsíða 14
30
ÖLDIN.
og að hnyta í aðra af eigingirni. Hafðu
fyrir auguna þér dæmi hinna miklu og
góðu. Láttu ekki blindast aí því, sem ofan
á flýtur, og gerðu það sem rétt er, hvað
sem menn segja.”
Ekkert er göf'ugra til í heiminum, en
drenglyndi, mannúð og góð verk. Sála sú,
sem fylgir stigum dygðarinnar, er eins og
hið eilífa vor, því að hún er hrein og hress-
andi, talandi og auðug og skaðar engan.
Leitastu eftir að ná samþykki þíns innra
manns. Reyndu að sýna fegurð þína fyr-
ir guði. Reyndu að vcra hreinn fyrir
sjálfum þér og hrcinn fyrir guði, og þegar
vondar hugsanir ásækja þig, þá skaltu rísa
upp og ganga á fund hinna göfugu og góðu.
Lifðu eftir dæmi þeirra, livort sem þú liefir
dæmi þessi meðal hinna lifa.ndi eða dauðu.
Líttu á Sókrates og sjáðu live algerlcga
hann heflr náð valdi yfir freistingunni.
Hugsaðu út í það, hve dýrðlegur liafl verið
sigur hans yflr sjálfum sér. Það sem þú
ekki átt að gera máttu ekki einu sinni
hugsa um.
Ótöluleg dæmi önnur mætti til týna,
til þess að hrekja þessar skoðanir próf.
Herrons. Ég legg áherslu á þetta, því að
það ríður svo fjarska mikið á því, að öll
trúfræði og kreddu-guðfræði, sem æfinlega
vekur upp hölvun og beiskju og hatur, sé
útilokuð frá öllum framfara-hreyfingum, er
eiga að styrkja og efla hið sanna borgara-
lega lýðveldi. Það er mjög áríðandi, að
vér munum vel eftir því, að það er ekki
sá, sem kallar “herra ! herra !” heldur sá,
sem gerir guðs vilja, sem getur vonast eft-
ir velþóknun guðs. 0g vér getum aldrei
of oft lagt hugsandi mönnum það á hjarta,
að margar af hinum óttalegustu ofsóknum,
sem svívirða sögu mannkynsins, spretta
einmitt af þeirri einlægu sannfæringu trú-
fræðinganna og guðsmannanna, að þeir
væru að framkvæma vilja guðs. En þá
koma oss til hugar orð Mr. Ilenry Lea.
Hann segir :
“Hin voðalega grimd og villimanna-
ákafl, sem í margar aldir olli mannkyninu
ósegjanlegrar bölvunar í Krists nafni, segja
heimspekingar að sé sprottin af kenning-
unni um frelsun hinna “útvöldu” að eins,
því samkvæmt þeirri kenningu álitu þcir,
sem völdin höfðu, það fyllilega rétt, að
meiða og pinda þá, sem “náðinni” veittu
mótstöðu, þeim sjálfum til góðs, og til að
varna þeim frá að leiða aðrar sálir í glötun.
Það er engum efa bundið, að hinir gæf-
lyndustu menn, hinir mestu gáfumenn, með
göfugum hugmyndum og heitum ákafa
fyrir réttlætinu, játandi trú þá, sem grund-
völluð var á kærleikanum og Kristi, voru
algcrlega miskunarlausir þegar ræða var
um eina eður aðra tegund “vantrúarinnar,”
og voru þess albúnir að merja hana í sund-
ur hversu miklar kvalir sem það kostaði.
Þessum ófrelsis-anda verða menn að
sporna á móti hvar sem hann kemur fram,
og oss er óhætt að segja það, að ef ltyrkjan
er ekki reiðubúin til að vinna að því, að
lyfta upp mannkyninu með öllum þeim,
sem trúa á bróðurbandið manna í millum
svo heitt að þeir vilji sýna það í verkinu—
þá mun hún aldrei geta dregið til sín þess’
ar millíónir verkamanna, sem hún heflr
hrundið frá sér með því, að láta s'g engu
varða hróp þeirra um réttlæti. Eg hefi
vakið athygli á þessum bletti á þessu göf-
uga verki, ekki fyrir það að hann sýni and-
ann í ritinu, heldur sökum þess, að hann
snertir stórvægilegt lífsspursmál, sem menn
aldrei geta lagt of mikla áherslu á. Vér
getum aldrei sameinað hina siðferðislegu
krafta og gert þá að ósigrandi her, með
hinni göfugu “gullnu reglu” sem herópi, ef
útiloka skal alla hina játningarlausu kristnu
siðlxitamenn. Kreddutrúfræðin verður að
útilokast ef' menn eiga að gera sér von um
borgaralega framför.
Meðal vina [minna. á ég menn, hina
göfugustu, sem ég nokkru sinni hefi séð,
karla og konur, sem eru fult eins heitir
fyrir réttlætinu eins og próf. Herron. En
þeir myndu útilokast úr flokkinum ef ein