Öldin - 01.02.1894, Page 16
32
ÖLDIN.
glampinn af eldum þeirra ekki sýndi þeim
hvar óvinur var á gægjum. Eftir að hafa
þannig farið í hring umhvcrfls búðir Svart-
íætlinga, sá dyrfskufífl þetta loksins hvar
hyrgi Brúns var, og var þá mikið fengið.
Þá var næst að setja á sig hvar byrgið var,
og svo að komast þangað inn. Hann var
bæði hugrakkur og ráðagóður þessi erki-
þjófur, og hann ásetti sér líka að láta alla
Hrefningja-lndíána komast að skýlausum
sannleika í því efni.
Um miðnætti næstu nótt á eftir tók
þjófurinn hest og reið beinustu leið til búða
Svartfætlinga. Þegar hann nálgaðist þær
svo, að hófdunur mundi mega heyra, fór
hann af baki og slepti hestinum, en gekk
og skreið á víxl alt að búðunum, þar sem
alt var kyrt og hljótt, og eldar allir slokkn-
aðir. En þá var eftir að komast inn um
þrefaldan búða-hring, áður en hann kæmist
að byrgi Brúns. Hundar eru æfinlega eins
og sandur á sjávarströnd umhverfls og inn-
anum búðir Indíána og af öllum hundum
eru Indíánahundar minst gef'nir fyrir að
taka með þögn á móti ókunnum manni.
Það var þess vegna tvöfóld hætta fólgin 1
því að rjúfa þessa byrgja-skjaldborg, en
ekki var vasklegt að renna þegar á hólm-
inn var komið. Þjófurinn (ég sé eftir að
mér gleymdist að spyrja um nafn hans)
lagði í þessa ægilegu göngu, og komst á
sínum tíma að byrgi Brúns, svo að enginn
rakki hafði orðið var við hann, hvað þá
heldur nokkur maður.
Einsogmönnum er kunnugt, eru Indí-
ána-tjöldin, eða byrgin, þannig gerð, að
spírumar, sem skinnin cða birkibörkurinn
eru þanin utan yfir, eru fléttaðar saman í
toppinn, og er skilinn eftir þaklaus allbreið-
ur blettur nærri toppnum fyrir reyk og
gufu að ganga út uin, og er strax þar, við
efri rönd húðanna, svo breitt bil milli spír-
anna, að léttklæddur maður getur auðveld-
lega farið þar út og inn. Þjófurinn sá fljótt,
að ekki var um að gera að opna dymar
eða að rista húðirnar, svo að varðmennirn-
ir heyrðu ekki til hans. Litaðist hann nú
um og sá hvar voru börar eða grindur, er
Indíánar nota til aðflutninga í stað vagna.
Hann tók börurnar og reisti upp með byrg-
inu og fór svo upp eitir þeim. Það var
glæfraför, en til mikils var að vinna; hann
komst klakklaust upp á toppinn. Þar
beygði hann sig niður og horf'ði inn og eft-
ir litla stund sá hann, þó myrkt væri, hvar
Brúnn stóð. Dróg hann þá sveðju beitta úr
belti sínu og með liana í hendinni stökk
hann inn á milli spíranna, og svo vel hafði
hann mælt hæð og afstöðu, að hann lcom
niðhr á bak Brúns, öldungiseinsogefhann
hefði hlauþíð á bak honum á sléttri grund.
Um leið og hann seig niður á bak gæðings-
ins, rétti hann f'ram hendina, er hélt nökt-
um hnífnum, og risti í einni svipan ólina,
sem Brúnn var bundinn með, rétt framan
við snoppuna. Jafnframt knúði hann síð-
ur hans með hælunum, og Brúnn tókst á
loft og hentist út að húðvegg byrgisins, er
þjófurinn með einu höggi risti frá ofan-
verðu og niður í gegn, en Brúnn hentist út
um raufina. Hófadynurinn og skrjáfið í
húðinni, er hnífurinn risti hana og hestur-
inn stökk út, vakti bæði varðmennina og
alla hundana. En þetta reið af svo fljótt,
að varðmennimir höfðu ekki áttað sig, og
voru ekki komnir á fætur til fulls, þegar
þjófurinn mitt á milli búðanna æpti stríðsóp
Hrefningja-Indíána. Það voða-óp va-kti
sofendur í búðunum, og þrifu “stríðsmcnn”
þá fljótt til vopna, en er út kom, var alt
kyrt, ekkert að sjá og ekkert að heyra,
nema hófadunur, sem scm óðum voru að
deyja út í náttmyrkrinu og fjarlægðinni,
og æðisgangur varðmannanna, sem nú
voru komnir að raun um, að Brúnn var
farinn.
Þjófurinn hugdjarfi reið alt hvað af
tók út í myrkrið, og hló dátt, er hann heyrði
harmagrátinn í búðum Svartfætlinga, ó-
stjórnleg óp karla og kvenna, skothríð og
spangól hundanna, er gjarnan vildu “vera
með” og taka þátt í sorg húsbændanna —
alt blandaðist saman í eitt harmagráts-óp,
en sakaði þjófinn ekki. ffrúnn var kominn
langt út fyrir skotmark Svartfætlinga og
þjófurinn haíinn á hæsta stig í metum
Hrefningja, sem sniðugasti og djarfasti
þjófurinn uppi á þeim tíma. Frá þessum
tíma áttu Iírefningjar en ekki Svartfætl-
ingar bezta hestinn á sléttlendinu í Vestur-
Canada. Svartfætlingar báru harin sinn í
hljóði eftir fyrstu skorpuna,en hugðu óspart
til hefnda.
JSFJSÍI: De. M. Halldóesson • Líkbrennsla.
Maurarnir (úr L’Univers). — Hróp
spámannsins til kyrkjunnar (þýtt
úr Abena). — Djarfur þjófur (þýð-
ing).
Eitstjóri: Eggekt Jóhansson.
Útgefandi: Hke. Pktg. & Publ. Co.