Öldin - 01.06.1894, Blaðsíða 2
82
ÖLDIN.
þossu dæmi má geta þess, að bekkinautur
þessarar stúlku, önnur ung stúlka, er veikl-
uð á sama hátt, svo að hún hnígur í ómeg-
in eftir geðshræring, jafnvcl eftir skcmtun
í samsæti. Svo heilsulaus var hún orðin,
að hún mátti hætta við alt nám.
Ef opinbert tjón er svona títt, hve al-
ment mun þá ekki hið smærra, en engu
síður skaðloga, tjón ? Mismunurinn cr ó-
efað eins og einn á móti sex. Þar scm eitt
tilfelli er þnnnig öllum sýnilegt, eru þau
sjálfsagt sex, sem af því stafa, en scm síð-
ur verða rakin að réttu rótinni—sjúkdóm-
ar, sem eru liuldir, en sem smádragast sam-
an. Þegar þeirra er gætt, eru þcir taldir
að eiga rót sína að rekja til þessa cða liins,
eða ef til vill, kendir upprunalega vcikri
byggingu. Dæmi eru til, cr sýna greini-
lcga livernig vexti er lcipt úr líkamanum,
hvernig eyðslusýki eða tæring fcstir sér
rætur, og hvernig hin almcnna heilabólga
orsakast af of kappsamri vinnu. Hversu
almenn þessi bilun er, sézt greinilcga á sí-
feldum lasleik embættismanna og þeirra,
er stunda andlega vinnu og þurfa að vinna
af kappi. Hvað áhrif ofmikillar áreynslu
óharðnaðra ungmenna geta gert að verk-
um, er auðráðið af áhrifunum á fullaldra
menn. Unglingarnir þola ekki eins mikla
hörku, eins mikla áreynslu, andlega eða
líkamlega, eins og íullorðnir menn; það er
nokkuð sem allir viðurkenna. Þvi þá ekki
að viðurkenna, að andlega áreynslan, sem
af þeim er heimtuð, sé óhæfilcg, þcgar
sams konar áreynsla, tiltölulega ekki ögn
meiri, ef eins mikil, þreytir um of krafta
fullorðinna manna ?
Það er undarlegt hve litið menn hugsa
um hættuna af ofmiklum lærdómi ungling-
anna, eins og þó menn alment óttast of
mikla andlega áreynslu barna. Flestir
foreldrar cru komnir til mcðvitundar um,
hve skaðlegt er að kenna mjög ungum
bömum mikið, og hvervctna má heyra að-
finningar við þá, sem leytast við að troða
námsgrcinum í lítil börn. Og efltir því
sem þekkingin er Ijósari á því, hvað af
sliku hlýzt, eftir því er óttinn mciri. Því
til sönnunar getum vér bent á nafnfrægan
prófessor í sálarfræði, sem sagði við oss, að
hann ætlaði ekkiað láta litla drenginn sinn
læra sro mikið sem eina lexíu fyr en hann
væri átta ára gamall. En þó nú það sé
öllum meira og minna Ijóst, livað of
sncmmbær upplýsing er skaðleg, þá vakir
það ekki fyrir nema fáum, að sami sann-
leikurinn gildir jafnt á öllu aldurskeiðinu,
að ofmikil áreynsla sýnir sig ætíð annað-
tveggja í veiklaðri líkamsbygging eða í
rýru andlcgu atgervi, eða jafnvel í dauða
á unga aldri. Þó er enginn hlutur vísari
en að þcssu cr þannig varið. Það eru fast-
ákveðnar rcglur fyrir því, í hvaða röð og
með livað miklum hraða hæfileikar manns-
ins cru tilhúnir að taka á móti nýrri grein
þekkingar. Ef lærdómurinn er sniðinn
samkvæmt þcim lögum, þá er alt í góðu
lagi, cf ckki, þá er háskinn vls. Þá cr hin-
um fíngcrðu skilningsfærum ofþjakað mcð
flóknum námsgreinum. Og þó takast
megi að láta unglinginn skilja námsgrein-
ina með sífeldri strenging allra andlegra
tauga, þá verður útkoman ein og hin sama
— tjón meira en tilsvarandi því góða, er
sú þekking hefir í för með sér.
Náttúran er vandlátur bókhaldari.
Heimti maður af henni meira en hún er fús
til að láta af hcndi rakna, til einhverra sér-
stakra starfa, þá jafnar hún æfinlega reikn-
inginn með því að taka frá manni tilsvar-
andi skerf úr einhverjum öðram sjóði.
Láti máður hana aftur á móti sjálfráða, en
leggur fram óunnin efni í réttri röð og í
réttum mæli, á hinu ýmsa aldurstímabili, til
líkamsvaxtar og andlegs þroska, þá fram-
leiðir hún á sínum tíma hraustan og vel
gerðan mann. Hcimti maður of bráðan
þroska fyrir einhvern hluta nrannsins, læt-
ur hún það að vísu eftir en með mótmælum
En til þess að geta gert’ það aukaverk
neyðist hún til að sleppa öðru og meir árlð-
andl verki. Menn mega ckki glcyma því