Öldin - 01.06.1894, Blaðsíða 10
90
ÖLDIN.
og venja er til á morgunvökunni þegar
alt er með feldu. Nokkrir af skipverjum
sváfu þá enn undir þiljum niðri; œðsti
stýrimaðurinn var þó á rjátli og liafði
sveipað að sér hollenzkum feldi; reikaði
hann aftur og fram í lvftingunni; sá sem
stýrði stóð kyrr á sínum stað, sá sem gætti
leiðar sat upp í reiðanum og horfði þaðan
þegjandi; á framþiljum sást skipsmaður,
sem var að festa reipisenda, og annar, sem
fágaði fallbyssumar, því að bráðum skyldi
heilsa kastalanum Krosshólma með skot-
um. Sú stjórn, sem nú tíðkast á herskip-
um, var þá ekki kunn; voru þá hvorki til
einkennisklæði né nokkur þessi merki-orð
og ótal yíirboðarareglur, sem nú gengur
nálega úr hófl. Herskip voru þá í fáum
greinum fr&breytt .kaupskipum, nema að
stærðinni til, vopnaburðinum og fjölda yf-
ir og undirgefinna manna. Og þegar nú
þess er gætt, að þá fékkst á slcipum hvorki
brennivín né kaffi til morgunhressingar,
en af Hollendingum höfðu menn þá lært
að tyggja tóbak I því skyni—er hægt að
skilja, að sjólífið á Maríu Eleónóru var all
ólíkt því, sem nú tíðkast á samskonar
skipum, sem iiún var.
Ut við hinn grænfarfaða aftur-h&stokk
lyftingarinnar stóðu konur tvær og höfðu
vafið svörtum ullarhettum um höfuð sín.
Onnur þeirra var lág vexti, og sást I elli-
iegt og lirukkótt andlit undir hettunni;
hún hafði grá augu og nokkuð flóttaleg og
var öll vandlega sveipuð þvkkum og fóðr-
uðum möttli úr Nurnbergardúki. Hin
konan var há, beinvaxin og grönn, og var
I nærskorinni k&pu úr svörtu flöjeli, fóðr-
aðri með dýrum skinnum. Hún hallaðist
út á borðstokkinn og starði með hugsandi
raunasvip á bárurnar, sem fram lijá fóru
og á hið gljáandi kjðlvatn skipsins. Ekki
sást I andlit hennar frá þilfarinu, en hcfði
menn getað séð mynd hennar I skuggsjá
aldanna, hefði þar mátt sjá undur-fríða,
en fölleita, ásjónu og þar á tvö kolsvört og
tindrandi augu með því bliki, sem bar af
skini hins bjarta hafflatar.
“Heilaga María!” kallaði gamla kon-
an og talaði beina og hreina flat-þýzku,
“hvenær skyldi þessum hörmungum linna
sem þeir heilögu hata lagt á oss sakir vorra
synda ? Seg mér, jungfrú, I hvei’t hérað
hcimsins erum við nú lcomnar ? Mér finst
eins og væri heilt ár liðið síðan við sigld-
um frá Strælu, og slðan við kvöddum villi-
mannabælið Stokkhólm, hefi ég ekki fylgt
dagatölunni. Hvern morgun þegar ég rls
upp, les ég mér sjö Maríuvei’s og sjö Pater-
nostra (faðirvor), eins og sá æi’uverði faðir
Hieronymus hefir sagt okkur að gcra til
varðveizlu móti forvnjunx og fitonskrafti.
Það er ekki hægt að segja nema vei’öldin
sé á cnda þcgar minst varir, úr því við er-
um kornnar svo langt út úr himxi lxeilögu
sanntrúuðu kyrkju og frá kristnum mönn-
um. Þetta haf ætlar aldi’ei að taka enda
— ó hvað það lxaf er andstyggilegt! Þá
þykir mér vænna um blessað Main-fljótið,
sem rann svo rólega fram hjá litla turix-
glugganum okkar I Wurzborg. Segið mér,
jungfrú litla, skyldi það ekki vera heims-
endinn, þarna scm hafið bcr við himininn,
svo að við máske séum að sigla mcð öllurn
seglum beint inn I hreinsunareldinn ?”
Hin liáa og granna stúlka I flöjelskáp-
unni hlustaði, að sýndist, lítið á orðmælgi
fósti’u sinnar. Hennar döklcu, tindrandi
augu undir svörtu augnahárunum horfðxx
draumfögur á haflötinn, eins og ætluðu
þau að lesa I bárunx hans þýðing liennar
hugskotsdi’auma. Og I því nú að stöku
undiralda cftir gamla storrna ólgaði og
svall innaix um smákvikurnar og skipinu
hallaði svo að öldustokkurinn kysti sævar-
flötinn og skuggsjármynd meyjarinnar
kom næi’ri henni sjálfri, brá angurblíðu og
þó metnaðai’fullu brosi á honnar fríða og
fölva andlit; varir hennar bærðust og það
var sem hún hvíslaði svo cnginn heyi’ði að
ölduixxxm slnum dýpstu hugsununx:
‘;J>að cr cinungis hið stóra og hdtign-
arfulla i líjxnu, sem verðsJiuidar að vera
elsJictð ! ”