Öldin - 01.06.1894, Blaðsíða 13

Öldin - 01.06.1894, Blaðsíða 13
ÖLDIN. 93 ara lækur við fætur mína. Ef ég ber sorg í lijarta, þá segi ég : von ! og vonin kem- ur óðara aftur. Og ef mér leiðist eftir ást- kæruni vini, nefni ég hann á nafn, þá sténdur hann hjá mér. Finnland er ágæt- island, só það eins og þú ímyhdar þér það. Því enda þótt við byggjum í helli milli villidýranna og undir eilífum snjó, mynd- urn við líta livor til annarar og segja: fósturjörð ! þá mýndum við í sömu svipan sitja og haldast í hendur á bökkum Main- fljótsins í skugga linditrésins, þar sem við svo oftlega sátum þegar ég var barn, og næturgalar átthaga okkar mundu dilla okkur með þeirra sæta söngklið, sem á, fyrri dögum”. Dóróþea sneri sér undan með óíund. Briggskipið stefnði nú inn um skerin, svcif fvrst liægt og seint fram hjá útskerjunum, og stóðu mörg þeirra iiátt upp úr sjó í þá daga, sem nú eru sí- felt huldar söltum bárum. “Hvað lieitir hið langa skógi vaxna land á vinstri hönd ?” spurði Ilegína þann sem hjá hcnni stóð við stýrið. ■ “Það heitir Úlfey’', svaraði maður- inn. “Þar heyrið þér nú, góðan mín”, sagði Dóróþea, “Úlfey ! það er fyrsta ör- nefnið, sem fyrir okkar, verður & Finn- landi, 'og af því sjáum við, hvað í vænd- um er”. Skipið beygði nú í norður, stefndi milli Langaskers og Sundalands, beygði svo aftur austur á, fór fram hjá Brandey, gekli rakleitt yfir grunn það, scm nú stemmir stiga fyrir stórskipum og lokar fyrir innleiðina, og sveif loks inn á höfn- ina við bæinn Vasa, sem þá var ágæta góð, og heilsaði Krosshólms virkisveggjum mcð sextán skotum. BÓNDIXX, BOKGAEINN OG DáTINN. Þegar hinn stórauðugi Aron Bertila steig upp I hina ríkmannlegu kerru sína og ætlaði á einum degi að afljúka ferð sinni til Vasa, skyldi það vera sáttarmerki milli þeirra feðgina, að Emma fékk að fara mcð lionum og sitja við hlið hans; skyldi hún kaupa síld og humal og nokkr- ar kryddtegundir, svo sem ingifer og kan- elbörk, sem hinir velmegandi bændur voru þá teknir að brúka. Hvort um sig þeirra feðgina átti sérstakt erindi fyrir sig, en hvorugt sagði það öðru, en það var að því leyti hið sama, sem Itæði þráðu, að fá sér fréttir frá Þýzkalandi. Larson hafði á meðan á liendi hina venjulegu stjórn og eftirlit heima. Þetta bar til beint á þeim tíma þcgar Gústaf stóð , beint andspænis Wallenstein hjá Nurnberg. Þurf'ti þá liðsmanna við rneir en nokkru sinni áður, enda ritaði Ox- enstjarna bréf eftir bréf til þcss menn skyldi flýta fyrir styrktarsvcitum að lieim- an. Þó að sláttur og uppskera stæði þá 'sem hæst, olli ófriðurinn, sem líka þurfti að slá og uppskera, að fjöldi ungra útboðs- liða úr héruðunum umhverfis streymdi til Vasa; skyldi lið það óðara flytjast sjóveg til Stokkhólms og þaðan jafnharðan áleið- is móti herskörum Wallcnsteins á Þýzka- landi. Á þeim tímum voru heræfingar allar miklu óbrotnari en nú gjörist; aðal- vandinn var að iicnna að gæta rétt stöðu sinnar í fylkingu, vaða beint sem horfði móti óvinunum, höggva hart og skjóta beint, og það höfðu Austurbotnungar þeg- ar áður numið við selvciðar sínar. Og þar sem þessu var þannig varið, er auð- skiljanlegt að margir þcirra bændasona, sem þá bjuggust að heiman, náðu nógu snemma til að falla með konungi sínum á orustuvellinum hjá Luzen. Bærinn Vasa var þá 20 ára gamall og miklu minni um- máls en nú; var það bæði að hann var þá svo ungur, enda stöðvuðu Krosshólms konungsjarðir útfærslu lians að sunnan- verðu. Umhverfls gömlu kyrkjuna Must- asari og nálægt Stóralangstræti norðan- megin, voru nokkrar húsaraðir;. það voru

x

Öldin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldin
https://timarit.is/publication/147

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.