Öldin - 01.06.1895, Blaðsíða 2

Öldin - 01.06.1895, Blaðsíða 2
82 ÖLDIN. Eu^stórláta Hildi, sem Högna var gift, Nam Héðinn í brottu og flýði; Þeir hittust og börðust um Niflunga-nift I nauðugu, þrotlausu stríði. Þeim nálægt á daginn sat Hildur á hól Og horfði á kappana falla ; Hvert kveld sá þá veltast, er víðir fal sól, I valköstum blóðuga alla. I dögun, er ljósgeislar lýstu í dal Og lituðu fjallstinda rauða, Þá óð hún sem náttförul vofa’ yfir val Og vakti upp náina dauða. Sú orustan drápvæg ei dvínar um öld, Né Dagur og Nótt meðan liflr ; Þeir herjast um daga, og deyja hvert kvöld, Uns dragast þá heimsslitin yfir ! * * * I Mannheimi Framsókn og Fastheldni svo Sér fylkir að Hjaðninga-vígum, Og ósjálfrátt bróðir þar bróður sinn vo — Svo berjumst við allir, og hnígum ! Og trygðrofi og friðspillir Framsóknin er, Til fóstbræðralags kann ei geyma ; Með skuldalið bæði og fé hinnar fer I fjarlæga, ókunna heima. En Fastheldnin eirir ei ólög þau við, I eftirför heldur að berjast — Svo víkkar út heimur og hugsjóna-mið Að Hjaðningar sækjast 03 verjast. Og orustu-völlurinn veröldin er, Eins vítt eins og hugurinn flýgur ; En stríðsdagur liðsmanna liðinn er hver, I leik þeim, er kynslóðin hnígur ! Og drotningin Náttúra viknar ei við Og vorkennir hetjunum eigi; Að aftni þó fallið sé alt þeirra lið Er orusta hafin með degi. Sú hólmgangan drápvæg ei dvínar um öld, Né Dagur og Nótt meðan lifir ; Þeir berjast um daga, en deyja hvert kvöld, Uns dragast þá heimsslitin yfir. En heyr þú mig, vinur, hví hikar þú við ? Til hersveita lúðrarnir kalla ! Þú berst með Högna’, ef hann á þitt lið, Með Héðni þó ég eigi’ að falla. Ætternis-stapi. I kotinu undu þau ættmennin þar, Sá útkjálkinn hrjóstugi jörð þeirra var Og genginn í erfðir frá ómuna-tíð, Því enginn það kunni fyr eða síð, Úr sögnum þeim samhengi skapa Sem gengu um forfeður fyrstu, né hvað Af farsæld og landskostum átt hefði stað I öndverðu’ á Ætternis-stapa. Fyrir mannsöldrum fáum, það Sumra var sögn Þá sveit hefði skapað in ginnhelga Rögn. En til vóru hinir, sem héldu það ýkt ; Menn hegndu þeim samt fyrir ódæði slíkt, Og nefndu þá glópa og gapa. Þó höfðu þeir mjög lengi “haldið þann stað,” Því hrúgur af mannsbeinum sönnuðu það, Sem umkringdu Ætternis stapa. Við fátækling var ekki fólkið þar blítt, Við förumenn matsárt og gestrisið litt; Þó gengu þar aðrir af göflum og dygð, Ef gestur kom ókunnur þangað í bygð Sem vel kunni valdsmenn að apa ; Þá dreymdi um kóngsríki, lukku og laun Svo langt úti í heimi — það minni var raun En umbæta Ætternis-stapa. I landareign þeirra var hamar einn hár Með hengiflug — niðrundir lcoldimmar gjár, Og öllum, sem nefndu þeir óþarfamenn Þeir ofan þar steyptu ; og sumum varð enn Þar út af í ógáti’ að hrapa. Og oft var það siður, í einhvern ef fauk Og ef hann varð þreyttur við lífdaga-hnauk, Þá stökk hann af Ætternis-stapa. Með köflum varð fólk þar svo fárlega trylt Að fylkingum heilum þar niður var bylt, Og tilofnið oftastnær ásailni var — Um ýmsa var sagt, að þeir týndu sór þar A gönuleið sjálfskapar-glapa. En hver sem að var þar á vist með þeim lýð Varð viljugur nauðugur ganga um síð Af stall fyrir ætternis-stapa. Og margt var í sveit þeirri masað og þvætt, En mest var af öllu samt bai'ist og þrætt Um þenna inn geigvæna getgátu-heim í gljúfrunum niðri, sem tæki við þeim Sem o’ní þeir áttu að hrapa. Því einn þóttist heyra þar inndælan söng, En öðrum fanst stunur og kvala-hljóð löng Sér óma frá Ætternis-stapa. Og sumum fanst helzt að það hjálpaði’ í þraufc Að hendur þeir legðu í bænrækið skaut;

x

Öldin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldin
https://timarit.is/publication/147

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.