Öldin - 01.06.1895, Blaðsíða 15

Öldin - 01.06.1895, Blaðsíða 15
ÖLDIN. 95 stórsjóa, er öllum smáfdrum mundi granda. Og hvað getur verið betur viðeigandi en það, að svipur af skipi í björtu báli birtist sjómönnum til viðvörunar ? En hvemig á þá að gera grein fyrir þessari undarlegu sjón ? Hver er orsök hennar ? Ég heíi heyrt margar tilraunir gerðar að ráða þessa gátu, en til þessa hefir engin þeirra reynst viðunanleg, að þvi er mör er kunnugt. Að ijósið eða eldurinn sö gas, sem einhvern vegin kviknar í og sem svo fellur með öldunum á meðan það er að brenna, og að sérstakt ásigkomulag loftsins framleiði það, eða verki á það, það er nokk- uð, sem margir munu fúsir viðurkenna sennilegt. En hvers vegna skyldí gas- bruni sá birtast í skipsmynd og í mynd manna, sem æða aftur og fram í eldinum ? Þetta er þó svo, ef framburði skynsamra manna í því efni er treystandi. Það er leyndai dómurinn, ogsem mér finst að sein- legt verði að opinbera. Hér ber og þeirra vandræða að geta, að skip þetta eða, skipssvipur leyíir enga rannsókn, Hvað eftir annað liafa hinir og þessir gert tilraunir að nálgast það í smá- bátum, en árangurslaust. Eétt í því, er menn hugðu að tilraunin mundi hepnast, hvarf Ijósið og myndin, en kom svo von bráðar í Ijós aftur, þá ef til vill eins langt aftur undan bátnum, eins og það var áður langt framundan honum. Eftir að hafa séð þetta ijós í fyrsta sinn, er mönnum gjarnt á að liggja vak- andi fyrstu tvær, þrjár nætur og grufia. Þá er næsta stig að ganga á bókasafnið og leita í öilum skræðum, sem nokkuð segja um eðlisfræði. Allir skapa sér svo ein- hverja hugmynd og framsetja svo sem i'áðning gátunnar, en sé athugað hve mörg e/-orð sögumaðurinn hefir við hendina, er afsakandi þó maður ætli að hann sjálfur frúi ekki eins óbifanlega á uppgötvun sína, eins og hann virðist heimta að áheyrend- Urnir geri. Eftir að hafa hlustað á þess kyns hug- myndir og uppástungur, er enginn hlutur hugðnæmari, en að snúa sér til hinna hversdagslegu,saklausu Akadiu-fiskimanna og hevra hvernig þeir ráða þessa gátu, livað þeir segja um uppruna “flug-ljóssins.” Út- skýring þeirra er cins víst ekki sú rétta, cn meðal þess fólks er hún þó viðtekin sem sannlcikur, og hún er, þegar alt kemur til alls, ekki mikið ólíklegri en eru margar tilgátur þeim mentaðri manna. Þeirra út- skýring segi ég nú öldungis eins og ég heyrði hana af vörum gamals sjómanns : “Fyrir 100 árum, eða um það bil, þeg- ar strendur fjarðarins fyrst voru að byggj- ast, var bátshöfn heil af fiskimönnum rnyrt á sjó úti. Fyrst um sinn hugðu menn að bátnum hefði livolft í sjógangi og menn- irnir allir druknað. En eftir nokkra daga fóru lík þeirra að reka á land, og sást þá gerla, af því hve likamarnir voru meiddir og marðir, að voðaglæpur hafði verið fram- inn, að þcir höfðu verið myrtir. Voru þá nokkrir duggarar grunaðir, og bar það til, að um það leyti sem morðið var framið, höf'ðu þeir einnig verið á fcrð um fjörðinn. Nokkru síðar reyndist tilgátan rétt, því munir ýmsir, sem liinir myrfu menn áttu, fundust í föggum þessara manna. Á þcim dögum náði armur réttvísinn- ar ekki eins langt eins og nú á tímum og fólk ekki eins fljótt að bregða við og segja til. Af því leiddi, að morðingjarnir voru látnir óáreittir, látnir halda uppi- sigling- um sínum eins og þeir hefðu ekkert til saka unnið. En blóð þessara saklausu Akadiu-fiskimanna hrópaði í himininn, og liið himneska réttlæti gat ekki liðið að slík- ur glæpur væri látinn óhegndur. Þegar duggarar þessir einn góðan veð- urdag, mörgum árum seinna, voru staddir úti á firðinum á iniðinu sama, er morðið var framið á, skall á þá ofsaveður. Þeir réðu ekki við neitt, en dugguna hrakti undan veðrinu og upp að klettum á landi. Það er enginn aftur kominn að segja, en ætlað er, að í æðinu sem kom á skipverja,

x

Öldin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Öldin
https://timarit.is/publication/147

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.