Öldin - 01.06.1895, Blaðsíða 13
ÖLDIN.
93
var heilsulaus aumingi, sem enginn strák-
ur vildi nýta fyrir konu. Þrátt fyrir það
að Skeijungur var nú, fyrir allar þessar
byltingar, orðinn stórríkur maður, breytti
hann um tíma í engu út af fornri venju
sinni, en hélt áfram að ganga út í skóg og
vera þar á veiðum alla daga.
Leið þannig tíminn. Einu sinni kall-
aði Skeljungur á fóstru sína og gekk með
henni niður í fjöru, að öðrum birkibátnum
stóra, sem liann hafði frá Indíána-höfðingj-
anum. Fór hann þá í kápu gerða af margs
konar sjófuglahömum og spurði svo fóstru
sína: “Ertu ánægð með mig í þessari
kápu ?” Svaraði hún því einu, að í bátn-
uin hlytu að vera enn fallegri kápur. Fór
hann j>á í eina eftir aðra, en fóstru hans
þótti ekkert í neina þeirra varið. Að lykt-
um fór hann í eina gerða af hömum “hum-
ming”-fugla, og leizt þá kerlin'gu svo vel á
hann, að hún hrópaði upp yfir sig: “Þarna
er kápan, sem óg er ánægð með ! I henni
máttu til að vera æfinlega þegar þú ferð í
heilagfiskisveiðar, svo að allir menn megi
sjá live fallegur maður þú ert.” Svaraði
þá Skeljungur: “Þú hefir sannarlega kjör-
ið réttu kápuna, fóstra, en nú verð ég að
yíirgefa þig og taka mór bústað á fjallinu
Natu — á vesturströndinni — því þar þarf
óg að búa. Þar verð ég framvegis um all-
an aldur,.og þú einnig skalt um allan ald-
ur til vera, en búa í þínu eigin yndislega
húsi. Á þennan liátt vcrðum við ætíð
hvort öðru nálæg, þó framvegis megum við
aldrei sjást. Eg vil leitast við að gera
Hiönnum gott og við það verk skalt þú
■vera mín önnur hönd. Þegar skýin yfir
fjallstoppunum sjást í margskonar litmynd-
Urn á vetrardaginn, þá er þíið vísbending
frá mér. Þá skalt þú standa úti fyrir húsi
Þínu og veifa kápu þinni yfir höfði þér.
Skai þá hægiir og hlýr vindur standa af
fjallinu Natu og færa börnum jarðar blíð—
viðri og árgæzku. Þeim er þá óhætt að
^ggja á sjó út til fisktekju og hungur og
tlcyð skal ckki heimsækja býli þeirra.”
0g Skeljungm' kvaddi fóstru sína og
sveif burt, til síns nýja bústaðar.
í sambandi við þetta má geta þeirrar
Indíánasögu, að nálægt liæsta tindinum á
fjallinu Natu, sé gjá svo mikil, að sé steini
velt ofan í hana, heyri maður ekki þegar
hann kemur við botninn. Og sannleikur
er það, að oft sjást skýslæður í öllum litum
regnbogans eins og leika sér yíir tindum
fjallsins.
A hinum löngu vetrarkvöldum, þegar
Indíánarnir sitja í hvirfingu umhverfis eld-
inn í kofum sínum, og stytta sér stundir
með því að rifja upp gamlar munnmæla-
sögur þjóðar sinnar, gleyma þeir sjaldan
að segja söguna af flóðinu, og söguna af
drengnum, scm fæddist af sjóskelinni, á-
samt sögunni af fósturmóður hans. En úti
fellur regnið i stórstraumum á meðan, og
beljandi suðaustan stormur bylur á þekj-
unni og hristir og skekur hina grönnu viði
í hrcisum þeirra.
Töfraskiþið.
Eftir Lorraine
lí Toronto Globe.]
líeint norður undan Nýju Brúnsvík
og nokkurs konar landamerki þess og (Jue-
bec-fylkis, er fjörður sá, er nefndur er:
Baie des Chaleur. Naf'n þetta fékk fjörð-
urinn að sögn vegna hins mikla hita, er
þar var, þegar fjörðurinn fyrst fanst. I
virkilegleikanum er Baie des Chaleurs
samt engin sérleg hitastöð. Miklu fremur
er fjörðurinn réttnefndur undrafjörður, því
þar úir og grúir af munnmælasögum um
sjóskrfmsli, skriðljós og undraverðar vatns-
uppsprettur. Jafnvel Akadiu* fiskimenn-
*) Aoadia nefndu frumbyggjar Nova
Scotia, (franskir menn) skaga þann allan, og
helzt Acadiu-nafnið við fransk-canadiska
menn af þeim ættstofni.