Öldin - 01.09.1895, Page 8

Öldin - 01.09.1895, Page 8
136 ÖLDIN. kallaður fyrir hinn volduga konung, er beið viðtalsins í innri höllinni. Faraó hatði tekið þessurn listfenga þjóni sínum eins og blíðasti, bezti vinur. 0g Sanehat hafði heilsað Faraó og hásæti hans eins og venjan bauð, með því, að krjúpa niður og láta lófa og cnni hvíla á gólflnu. bannig lá hann lengi á höndum og enni frammi íyrir hinum volduga drottni, er drembileg- ur sat í sínu gullsmelta fíiabeins-hásæti. Iiann dyrfðist ekki svo mikið sem iyftá augum sínum, fyr en æðstu valdsmennirn- ir gengu fram og reistu liann á fætur, með léttum og liprum átökum. Samtímis byrj- uðu hirðmeyjarnar að slá hörpustrengi sína og syngja, lágt en þýðlega, óðinn um “konungsvininn: “011 störf þín blessist, allra landa herra ! Ilmsætan anda veiti nösum þínum Pta; Guöinnan Nub skrýði ár þín með dýrð ! Veit þjóni þínuin Sanebat sanngirnis örð, Sem hibýli smíðar handa guðnnum, Hús fyrir kvenfólk þitt og hirzlur fyrir fjár- sjóð þinn.” Á meðan söngurinn stóð yflr, rcistu embættismennirnir Sanehat á fætur, að boði konungs. Að söngnum loknum, bauð Rha- mpsinitus konungur þeim að festa kraga úr gulli um háls honum og smyrja höfuð hans í ilmsætri olíu og, bætti hann við : “Látið hann ekkert óttast. Ilann er lconunglegur vinur, í flokki minna útvöldu. Færið hon- um gómsæta fæðu og svalandi drykki, og færið honum sæti úr marglitum, samfeld- um trjátegundum, að hann megi sitja og að ég megi tala við hann í liöll minni.’’ Svo hafði konungur talað við Sanehat lengi og alvarlega, ráðfært sig við hann um bygging mikilfenglegra mustera, sem hann hafði í huga að byggja, auk ýmsra framúrskarandi skrauthýsa, cr hann vildi láta hugsa sér og síðar koma upp. 0g Sanehat hafði þá opinberað fyrir Rhamp- sinitusi uppdrátt sinn af fyrsta pyramidan- um, er þessi þjóðhagi hafði hugsað sér og Cheops síðar lér byggja. Ilugmynd hans, er hann skýrði fyrir konungi, var sú, að byggja líkhellir mikinn og tignarlegan fyrir konunginn á sandinum slétta á eyði- mörkinni. Þennan líkhellir skyldi nefna Kha, er þýðir (upp)-“risan,” og þar skyldi Faraó livíla framliðinn í friði og óhultur, til þess tima að sál lians þarfnaðist líkam- ans á ný. Fullgerður skyldi steinstöpull þessi hinn mikli vera fjögur hundruð sjötíu og sex fet á hæð, og hvíla á grunni sjö- liundruð sextíu og fjögra feta á hvern veg. Og í sjálfu sér skyldi þessi bygging inni- halda alla leyndardóma bæði reiknings- fræðirnar og stjörnufræðinnar. Innst í hjarta sínu átti þetta steinafjall, gert af mannahöndum, að geyma um allan aldur, svo enginn maður fyndi, Sarkophagus* (steinlíkkistu) konungsins. Undir kalk- stejnshólflnu, er geyma átti Sarkopliagus konungsins, skyldi steinn mikill leika á möndli, og falla svo í öll gróp, þegar hann A^æri látinn falla, að enginn maður fyndi innganginn í líkhellirinn sjálfan. Sanehat sýndi konungi uppdrætti af vinnuvélum, er lyft gætu steinbáknunum upp á vegginaog í þau skörð, cr hver um sig átti að fylla, og yflr höfuð sýndi hann hvernig þessi ógnastöpull yrði bygður alt frá grunni og til efsta lagsins á toppinum. Hann sýndi ennfremur hvað mikið þyrfti af næp- um og lauk handa starfsmönnunum öllum. En þetta voru alt framtíðarstörf og þó kon- unginum litist mæta vel á þessar fyrirætl- anir allar hvarflaði þó liugur lians jafn- harðan að fjárhirzluimi miklu, sem áföst var við höllina og sem nú var svo nærri því fuliger. Það var þar inni, sem átti að saí'na í eitt og geyma auðæfin öll, er áttu að borga fyrir öll þcssi stórkostlegu fram- *) Sarkophágus þýðir eiginlega : kjöt- æta, en að það nafn var viðtekiö á líkkistum úr steini, er sprottið af þeirri trú forn-Grikkja að ákveðin, mjúk og lin kalksteinstegund, ef holuð út fyrir líkkistu, eyddi holdi öllu af bein- unum. Síðar var nafnið viðtokið á öllum lík- kistum úr steini, án tillits til þess, hver stein- tegundin var. Þýb.

x

Öldin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Öldin
https://timarit.is/publication/147

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.