Öldin - 01.09.1895, Side 10
>38
ÖLDIN.
tuti mannþröngina og dansmeyjar konungs
snngu hetjukvæði um “vin Faraós.”
En “ekki er alt sem sýnist.” Um nótt-
ina, um þær mundir er hani gelur fyrst,
vaknaði Sanehat við óbærilegar kvalir.
Dauðasvitinn stóð kaldur á enni hans. Lík-
ami hans stirðnaði ýmist eins og í hörku
frosti eða hann sjóðhitnaði eins og hefði
honum verið steypt í Amenti eldhaflð.
Hann sá gjörla, að æfískeiðið var þegar
runnið, og kallaði því fyrir sig konu sína,
Rud-Didet, og mælti:
“Hjarta Faraós er harðara en rauð-
granitgrjótið í námum eyðimerkurinnar.
Vinar-atlot hans eru banvænni en stingur
hnngraðra snáka. í vinardrykkinn heflr
hann í kvöld iátið eitur sem engin meðul
geta yfirbugað. Kalla þú syni mína báða
hingað og vert þú nærstödd sjálf, því ég
dey í nótt, en fyrst þarf ég að segja nokk-
nð, sem enginn má heyra nema þið mæðg-
in.”
Þeir bræður, Setnan og Hemti, voru
skylduræknir og hlýddu boðinu. Stóðu
þeir, ásamt móður sinni, framan við rúm
hins deyjandi byggingameistara, á mcðan
hann í veikum rómi, er sífelt varð lægri og
óskýrai, talaði þessum orðum : “Synir
mínir, og þú Rud-Didet, móðir sona minna.
Faraó heflr ekki viljað að nokkur maður
vissi um leyndardóma fjárhirslunnar, nema
hann sjálfur og óvinur vor túlkahöfðinginn
I nótt heflr hann tekið líf mitt með eitur-
blöndnum drykk. Sannlega hafði ég við
þessu búist og þess vegna búið svo um, að
þegar ég er niðurstiginn til Amenti, verða
anðæfl konungsins yðar auðæfl. Minnist
þú þess, Setnan, að ég bauð þér að meitla
gróp í purpurasteininn. Tel þú eilefu áln-
ir* frá hendi standmyndarinnar við hornið
©g muntu þá sjá róslita granithellu í veggn-
*) í fornritum Stendur Cubits (af latn-
eska orðinu Cvbitun) og þýðir eiyinleya fram-
handleggur, frá ölnboga og fram á löngutang-
argóm. Cubits-lengdin var því mismunandi
eftii- armlengd mannsins. Þýð.
um, er horfir við skipaskurðinum, og hreyf-
ist hún ef á hana er þrýst þannig, að tveir
þriðju hlutar hennar séu fyrir neðan hend-
ina. Um leið og hún hreyfist losnar um
purpurasteininn og hann snýst á möndli
sínum. Er þá op í veggnum og getið þið
farið þar út og inn að vild. Eftir að ég
er dauður, mun túlkahöfðinginn verða
blíðmáll en treystið honum ekki. Þegar,
tíminn kemur, skuluð þið ekki hika við að
ganga í fjárhirslu konungs og gcra yður
ríka af auðæfum hans, því fyrir þau heflr
hann í nótt rænt mig lífinu.”
Að svo mæltu andaðist Sanehat og var
hann smurður að egyfskum sið. Sál hans
fló burtu að leíta “reir-akranna,” en með
múmíu hans voru í kistuna lagðir kapítul-
úr “bók hinna dánu,” til að vísa honum
veg' þangað sem guðinnan Haþor útbýtir
brauði og vatni dauðans, en þeir, sem þess
noyta, eiga heimting á að fá flutning með
ferjunni, er flytur anda framliðinna manna
yflr á strandir annars heims. Að fengnum
aðgangi að ferjunni, þurfti andi hins dána
að svara “spurningum bátsins,” þessum: -
“Seg mér nafn mitt ?” sagði mastrið, og
þurfti þá farþeginn að svara: “Vcgvísir
hinnar miklu guðinnu er nafn þitt.” Þá
spurði seglráin: “Hvað heiti ég?” og
andinn hlaut að svara: “Hryggbein hins
himneska Jackals* Úapúaitú, er nafn þitt.”
Spurði þá karfan: “Hvað er mitt nafn ?”
og var hið rétta svar: “Hálsinn á Amsit,
barni Horusar.” Þá vildi og seglið fá að
heyra sitt hulinsnafn og þeirri spurningu
einnig varð hinn framliðni að svara, þann-
ig: “Hneta er nafn þitt, hin stjörnum
prýdda.” Þessi svör öll kunni Sanehat, og
fékk því tálmunarlausa ferð yflr að aðal-
bóli andanna.
Konu hans og sonum í Memphis gekk
miður sóknin. Faraóa lét fólk hans af-
skiftalaust og fátækt og ncið svarf að þeim
húsfreyju, Rud-Didet, og sonum liennar.
*) Jackal er dýrategund náskyld hundi.
Þvn.