Kvennablaðið - 01.01.1897, Page 4
4
ungu stúlku til samfylgdar á lífsleiðinni.
Hann sá að hún þarfnaðist kærleika, feg-
urðar og samræmis, og hann vissi, að
hennar rjetti staður í lífinu væri hjarta
hans og faðmur. Hann vildi hafa lagt
lífið í sölurnar til að mega bjóða henni
það allt saman — en hann var samvizku-
samur og óeigingjarn maður, og að því
skapi sem hún varð blómlegri og glað-
ari, varð hann fölari og hljóðari.
Báðir bræðurnir höfðu aliztupp sam-
an, og þótt þeir væru ekki líkir, samdi
þeim vel. Þeir höfðu snemmatekið sitt
lífsstarfið hvor, en jafnan hafði sá yngri
vægt til í öllu, og því hafði samlyndið
aldrei haggazt. Eldri bróðirinn var bæði
æstur í lund og þó hviklyndur, en sá
yngri elskaði hann samt. Nú fyrst kom
hik á hann. Ætli Signý gæti nú orðið
ánægð sem kona bróður hans, ef hann
slepti að hugsa um hana? Hann þekkti
hana ekki vel. Ef til vill geymdi hún
minningu heitmanns síns dýpra í hjarta
sínu enn hann hafði hugsað. Þau höfðu
aldrei minnzt á bróður hans sín á milli.
Hann hafði ráðið með sjálfum sjer að
gjöra ekkert til að hafa áhrif á sam-
komulag þeirra. Svo var enn þá eitt
sem hann hafði á samvizkunni. Hann
andvarpaði að hugsa til þess.
Yorið kom, og með því þetta ein-
kennilega vorloft og vortilfinningar, sem
titra milli vonar og ótta, undarlegrar ó-
þreyju og ástæðulausrar gleði — þegar
við getum setið og stutt hönd undir kinn
langa tíma án þess að vita, hvað tíma
eða sjálíum okkur líður, þegar við á
fögrum kyrrum kvöldum finnum hina al-
ríkjandi kyrrð svo glöggt, að lækjarnið-
urinn lætur í eyrum okkar eins og þungt
andvarp, okkur finnst að okkur vanti
margt, sem við getum ekki gefið nafn,
langi eitthvað burtu, langt burtu, ef til vill
að hverfa út í loftið eða að samlagast
alheiminum, þegar tárin koma okkur í
augu, án þess við vitum af hverju. —
Rjettu mjer hönd þína, jeg veit þú skil-
ur mig, gamla æskuvina mín.
Svona lá á Signýju einn síðari
hluta dags, þegar hún sat hjá gömlu frú
S., sem alltjend vissi alla skapaða hluti,
sem við höfðu borið, báru við, eða mundu
bera við í öllum heimsins áttum.
Hún tók varla ettir tali hinnar mál-
liðugu frúar. Það lá svo undarlega á
henni; henni fanst hún myndi fara að
gráta hvenær sem vera skyldi.
„Heyrðu góða mín!“ sagði frúin allt
í einu. Hvemig gengur það með ráða-
haginn þarna heima hjá ykkur. Ætli
hann geri alvöru úr því?“
Signý hrökk við, hætti að horfa út á
sjóinn, og leit spyrjandi á hina skraf-
hreifnu gömlu konu.
„Varðveiti mig, enn hvað hún er sak-
leysisleg“, sagði frúin og hló. „Þekkir
þú ekki Margrjetu Durant, foreldralausu
stúlkuna sem er hjá kapteini T. í . ... vík,
lagleg stúlka, þó jeg geti nú aldreisjeð,
að hún sje svo falleg eins og þeir láta?
Auðvitað hefir hún dúfuaugun sín“.
„Það er svo“, sagði Signý heldur
dræmt, „jeg hefi einu sinni sjeð hana
hjá tengdamóður minni. Hún er elsku-
leg stúlka að sjá, en lítur veiklulega út“.
„Jæja, það er ekkert undarlegt.
Hún fær líklega tæringu af sorg. Ojæja,
afsakaðu mig barnið mitt, þótt það sje