Kvennablaðið - 01.01.1897, Side 5

Kvennablaðið - 01.01.1897, Side 5
5 hann mágur þinn sem jeg tala um, en hann hefir ekki breytt rjett við hana. Jeg er sannfœrð um, að hann hefir sagt eitthvað við hana, og hún auminginn, henni þykir óttalega vænt um hann. Hann gamli A. tók hana til sín meðan hann lifði, og var hún hjá þeim þangað til fyrir ári síðan, og víst var það hans vilji, að hún væri þar alltaf. En jeg skifti mjer ekkert um það. Jú, jeg er að furða mig á, ef ekkert verður af því, því hann hefir aldrei sjezt gefa annari stúlku auga“. Hin málliðuga frú hefði getað haldið lengi áfram. En Signýju sortnaði fyrir augum, og orðin ljetu í eyrum hennar eins og fossniður. Hún var nærri því alveik og köldum svita sló út um hana. „Jeg held jeg megi halda af stað“, stamaði hún loks upp. „Mig langar útí vorloftið“. „Varðveiti mig, Signý litla; já, þú ert föl og veikluleg. Yertu blessuð og sæl og velkomin aftur, þegar þú vilt“. Signý gekk hvíldarlaust langan tíma úti milll klettanna, án þess að hugsa eiginlega um nokkurn skapaðan hlut. En hún gekk áfram þangað til hálfdimmt var orðið, þá sneri hún heim og gekk þegar beint inn í herbergi sitt. En þar var svo kalt og tómlegt, svo hún fór of- an til föður síns. Hann var ekki heima. Óþreyja hennar varð æ meiri. Hún gat ekki verið kyr og fór því yfir til tengda- móður sinnar. Gamla konan sat svo róleg í hæg- indastólnum sínum við gluggann og horfði út í kveldrökkrið. Signý ýtti skemli til hennar, settist á hann við fætur gömlu konunnar og lagði höfuð sitt á knje hennar. Gamla konan klappaði henni blíðlega á vangann og sagði: „Jeg sit hjerna og rifja upp fyrir mjer gamlar endurminningar, barnið mitt gott. Drottinn stjórnar dásamlega öllum okkar vegum, þegar við gjörum okkur ánægð með það“. Signýju varð ljettara um hjartaræt- urnar. Þó gat hún ekki stillt sig um að segja: „Hófir nokkurn tíma staðið til að hann Eiríkur ætti hana fröken Durant“. Frú A. leit hálfhissa upp og sagði: „Það er svo, þú hefir þá heyrt það. Já, við höfum sannarlega viljað það í mörg ár. En jeg skil ekki í Eiríki. Hún er sú eina stúlka, sem hann hefir veitt nokkurt athygli, en þó er jeghræddum, að það sje ekkert enn milli þeirra. 1 vor, þegar hún fór hjeðan, talaði jeg við hann um þetta, því aumingja stúlkunni þykir mjög vænt um hann. En hann var fár og færðist undan því. Hann sagði seinast: ,Látum það bíða svona‘ “. Signýju setti hljóða. Það kveld skildi hún fyrst hjarta sitt. Hún hugsaði og rannsakaði sjálfa sig. En hvernig sem hugsanirnar snerust milli kærleikans og skyldunnar, snerust þær þó jafnan um það sama. Að lokum var hún orðin dauðþreytt. Eitt kveld, þegar þannig lá á henni, sat hún ein í vinnustofu tengdamóður sinnar. Hún heyrði að komið var inn í fremra herbergið. Hún fór að skjálfa. Eiríkur kom inn og settist hjá henni. Hvorugt þeirra talaði neitt. Húnvar

x

Kvennablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.