Kvennablaðið - 01.01.1897, Blaðsíða 6

Kvennablaðið - 01.01.1897, Blaðsíða 6
6 svo dauðþreytt af þessu sálarstríði sínu, að hún gat ekki stillt sig, heldur fór að gráta og studdi höndum sínum fyrir andlit sjer ofan í gluggakistuna. „Ástkæra Signý, líttu upp og segðu mjer hvað að þjer gengur. Rómurinn titraði, og hann lagði hendurnar hægt og innilega utan um hana. Ó, hvað hann hefði feginn viljað segja meira, en jafnvel á þeirri stundu þekkti hann skyldu sína Henni fannst snöggvast sorgin sjatna, og hún verða gagntekin af sælum tilíinn- ingum. Hún dró sig hægt úr faðmi hans og þagði. En svo gat hún ekki stillt sig lengur og gráturinn varð enn sárari og ákafari. Hún studdri ískaldri hend- inni ofan á hendur hans og sagði: „Jeg á svo bágt. Ó, að guð gæíi að jeg dæi“. Hann þrýsti hönd hennar, laut niður að henni og sagði: „Ertu ófarsæl út af hringnum þínum? Ó, segðu mjer allt!“ „Já, ójá“, sagði hún í hálfum hljóð- um. Hún heyrði hann andvarpa þungt og sárt. Þau þögðu bæði lengi; loks leit hún upp hálfhrædd. Augu þeirra mætt- ust. Þau sögðu allt; þau gátu ekki annað. „Allt okkar á milli verður að vera hreint og útgjört“, sagði hann lágt og blíðlega. Þau töluðu saman um allt. Þar var ekkert ras fyrir ráð fram. Þau vildu vita hvað þau gjörðu. „Jeg hefi lofað trúnaði mínum“, sagði hún. „En getur þú gjört aðra sæla, þegar þú ert sjálf ófarsæl“, sagði hann. Hún titraði og sagði lágt: „En hún Margrjet?“ Hann laut höfðinu niður. Hún leit í augu hans og sagði: „Heíir þú sagt nokkuð við hana ?“ „Já — og nei, eftir því sem það er skilið. Jeg kendi í brjósti um hana; jeg var hugsunarlaus, því jeg hafði aldrei elskað. Jeg sagði við hana, að hún mundi einhvern tíma sjálf eignast heim- ili, og þrýsti um leið hönd hennar. Signý var orðin náföl og sagði hægt: „Það er nóg. Þetta færi með hana. Það er gömul ást“. (Framh.) -----— Hannyrðir. Nátttreyjupoki. Þennan fallega nátttreyju- poka, sem hjer er lýst, má búa til úr silki, last- ing eða Ijerefti. Poki, sem jeg hefi sjeð, var gjörður úr crémegulu „satin“ (í stað þess mætti hafa crémegult „angola") og þunnt flðnel var haft í millifóður. Pokinn var fóðraður með Ijósrauðu „lasting11 og rykktur strimill úr sama efni lagð- ur utan með, en það verður að sauma strim- ilinn á áður enn pokinn er fóðraður. Bins fallegt er að hafa „blúndu“ utan með, en það er ekki eins líflegt. Lokið leggst ofan á pokann í odda, eins og á brjefsumslagi, og í það má sauma fall- egt fangamark með ijósrauðum silkitvinna. í hvert horn er saumaður silkiborði, hjer um bil 1V2 þuml. á breidd, í 2 hornin ljósrauður og 2 hornin crémegulurogbundinnsamanítvær laglegar „slauf- ur“. Hafamápokannúrýmsuöðru efni,t. d. rauðu flaueli með hvítum strimli eða „blúndum“ utan með, hvítum eða créme-gulum „slaufum“ í horn- unum og hvítu eða créme-gulu fangamarki í lokinu. Tveir skápar saman annan fyrir bækur, hinn fyrir ýmislegt annað. Þá má búa til úr vínköss-

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.