Kvennablaðið - 28.01.1902, Blaðsíða 3

Kvennablaðið - 28.01.1902, Blaðsíða 3
KVENNABLAÐIÐ' 3 bæta vilja hagi og siðgæði lægstu stéttanna, og því hafa einstöku menn tekið höndum saman við bæjarstjórnir og helztu vinnuveit- endur og stofnað vinnuheimili, þar scm fá- tæk börn og unglingar geta fengið hæli og atvinnu á daginn, og þannig frelsast frá iðju- leysi, glæpum og illum félagsskap á götun- um og í skúmaskotum lastanna, en fá í stað- inn húsnæði, hita, kenslu, atvinnu og um- gengni við gott og heiðarlegt fólk, sem hef- ir tekið sér það lífsstarf, að leitast við að gera nýta borgara og heiðarlega menn úr fáfróðum og illa uppöldum börnum, og stund- um jafnvel þeim, sem hafa verið að stíga fyrstu sporin á glæpaveginum. Danir hafa þannig sín vinnuheimili, Svíar sínar vinnu- stofur og Norðmtnn eru sömuleiðis að byrja á að safna fé til þeirra. Allir kannast þeir við, að hér sé um nauðsynjamál að ræða. Við íslendingar erum of fámennir til þess, að eiga stórar og fjölmennar borgir. Auðvitað er Reykjavík orðin tiltölulega stór bær, þótt íbúatalan sé líklega ekki fullar 7 þúsundir. En þegar borgir eru búnar að fá um 6000 íbúa, er það alment viðurkent, að þá fari að koma borgarbragur á bæjarlífið, með kostum sínum og ókostum. Þá fari menn að hætta að þekkja hvorir aðra, og geta lifað og látið eftir vild sinni, að miklu leyti, án þess að almenningur taki eftir, ef þeir eru ekki í þeirri stöðu, sem mikið þarf að bera á. Þótt höfuðstaður vor sé nú ekki stærri eða fólksfleiri en þetta, þá er þó farið, að bóla hér á ýmsum borgarbrag. Götulíf ung- j linganna eykst stórum, og slæpingskapur þeirra í búðum og á öðrum aðgengilegum stöðum. Þetta er líka eðlilegt. Hér er að- eins einn barnaskóli, enginn unglingaskóli og engin atvinnustofnun, sem þeir geta komist ! að, svo allur sá urmull af atvinnulausum dreng- j jum, fermdum og ófermdum, getur eiginlega ekkert af sér gert annað, en vera á götum úti. Þar safnast Hka venjulega saman allur sorinn úr borgunum, og þá er auðséð hvaða hætta börnum og unglingum er búin af slík- um félagsskap. Þar kynnast þeir óregluseggj- um, drykkjurútum og ýmsum öðrum bófum, sem oft tæla unglingana til að taka þátt < ýmsum ólifnaði og glæpum með sér. Eg veit að flestar mæður geta ekki horft á börn og unglinga lenda f ógæfu og glæpum, an þess að óska að þær gætu gert eitthvað til að leiðbeina þeim á réttan veg, og hlynna að þeim. Eg er viss um, að flest- um heiðarlegum foreldrum finst það eitt af hinu sárasta böli, þótt það snerti þá ekki sjálfa persónulega, og því vilja allir góðir menn, sem hugsa nokkuð um framtíð lýðs og lands, leggja alla sína krafta og fyrir- hyggju fram til þess, að útvega börnunum og unglingunum sem bezta og nytsamasta fræðslu f öllu því, sem miðar til þess, að gera þá að gagnlegum og heiðarlegum mönn- um í borgaralegu félagi. í stórborgunum erlendis, þar sem mann- fjöldinn er svo mikill og mismunur á auð og ástæðum, þar eru mörg börn og unglingar. sem svo að segja alast upp úti á götunum og strætunum Það eru börn fatæklinga, óreglumanna og glæpamanna. Þau eiga oft- ast annaðhvort ilt eða ekkert heimili, og stræti borgarinflar og skúmaskot verður þeirra eig- inlega heimili. Þar komast þeir í kynni við verstu úrþvætti borgarinnar, og þá er leiðin opin til glæpa og glötunar Þetta stóra mein eru menn nú farnir að leitast við að lækna. Þeir hafa fundið, að það sem þessi börn og unglingar þörfnuðust fyrst og fremst væri gott heimili, þar sem þeir gætu lært vinnu og fengið nóga vinnu. Því hafa verið stofnuð og er verið að stofna vinnuheitnili, þar sem börnin geta verið á daginn, og fengið að læra vinnu, og þar sem þeim svo er útveguð vinna. Þegar þau hafa svo lært ýmisleg störf, þá standa þeim fleiri vegir opnir til að vinna fyrir sér á heiðar- legan hátt. Og ef mögulegt væri, að frelsa æskulýðinn frá eymd og spillingu, þá eru framtíðarvonirnar orðnar meiri um farsæld og framfarir mannkynsins. Þótt Reykjavík og aðrir stærri kaup- staðir vorir séu nú varla nefnandi f saman- burði við stórar borgir erlendis, þá er þó því miður farið að brydda hér á ýmsum göll- um borganna.

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.