Kvennablaðið - 28.01.1902, Blaðsíða 5

Kvennablaðið - 28.01.1902, Blaðsíða 5
KVENNABLAÐIÐ 5 »Elsku Haraldur, fyrirgefðu mér! Þú getur ekki ímyndað þér hvað eg er sórgbitin og ráða- laus, þegar eg hugsa um, að með þessu hugsun- arlausa þvaðri hafi eg verið orsök til þess, að þú missir atvinnu þína«. »Svo illa fer það nú aldrei vona eg, þó það væri nú yfir höfuð ekki það versta. Getur þú skilið, Elsa, hvemig mér verður við, að sá mað- ur, sem alla æfi hafi veiið velgjörðamaður minn og sem eg met mest af ölllim, skuli vera svo til- finnanlega og ástæðulaust meiddur af sjálfrikon- unni minni?«. »Æ, Haraldur, heldur þú að eg finni ekki sárt til þess og skilji alt þetta? Þú getitr ekki sjálfur dæmt það harðara en eg. En segðu mér nú hvað eg á að taka til bragðs? »Ekkert fyrst um sinn, sjá hverju fram vind- ur og — — —« »Láta mér verða þetta að kenningu meðan eg lifi«, bætti hún við. Jú, Haraldar, það getur þú reitt þig á«. Næstu dagana var Haraldur stöðugt önnum kafinn nteð verksmiðjueigandanum að yfirlíta bækurnar og reikningana. Þeir unnu allan lið- langan daginn, og ungu dömurnar máttu eiga sig sjálfar. Elsa var altaf milli vonar og ótta. Hún gat ekki gleymt hinum óheppilegu sant- fundum í vagnklefanum. Hún hefði fegin viljað að Haraldur hefði fært það aftur í tal; en hann sýndist gersamlega að hafa gleymt því; að minsta kosti hafði hann ekki minst á það síðan fyrsta kvöldið, þegar hún skriftaði fyrir honum. Veðrið var Uka grátt og hráslagalegt, Cecilia var ekki í góðu skapi, og Elsa var ekki hin venjulega glaðværa j húsmóðir. Einhver þungi hvfldi yfir heimilinu. Seinni hluta 4. dagsins var loksins komið gott veður og sólskin. Elsa hafði farið út að finna vefara, en gekk aftur heim í gegnum garðinn og þar rakst hún af hendingu á mann sinn. Þau höfðu einmitt rétt sezt niður á bekk, þegar þau sáu verksmiðjueigandann, sem kom gangandi, og stefndi beint til þeirra. »Haraldur«, sagði Elsa og stökk upp. »Hvað á eg nú að taka til bragðs? A eg að fleygja mér fyrir fætur honum og biðja hann fyrirgefn- ingar? Heyrirðu ekki? Segðu mér hvað eg á að gera«. »Þú átt náttúrlega ekki að fara að eins og bjáni, heldur láta eins og ekkert sé um að vera«. og þegar verksmiðjueigandinn kom nálægt, þá stóð Haraldur upp, tók í hönd konunni sinni og samkynti honum hana. Elsa blóðroðnaði. Þótt hún hetði átt að vinna sér til lífs, þá gat hún ekki gert að því; hún hneigði sig fyrir honum án þess að Ifta 11 pp. En hann sýndist ekki að vita til að hann hefði séð hana áður, en heilsaði henni kurteislega og vingjarnlega, og sagðist vissulega ekki hafa látið svona marga daga lfða, áður en hann hefði heils- að konu Haralds vinar síns, ef hann hefði ekki haft svo mikið að gera. Þau settust nú öll þrjú niður á bekkinn, og verksmiðjueigandinn talaði glaðlega við þau. Að stundarkorni liðnu gengu þau öll í mesta bróð- erni saman heim að húsinu, og Elsa samþykti orð Haralds með sjálfri sér að gamli maðurinn væri mesti heiðursmaður í framkomu. Þegar þau voru komin upp á tröppurnar, tók hann kurteis- lega ofan fyrir frú Elsu, sagði það vera leitt, að hann þyrfti enn þá 2—3 daga að taka Harald frá henni, en bráðum væri alt klappað og klárt, og þá skyldi hún fá hann aftur. Kvöldið eftir kom Haraldur mjög glaðlegtir út í veröndina, þar sem þær stallsystur voru og sagði að nú væru allar annir uin garð gengn- ar. verksmiðjueigandinn færi á öðrum degi, og að hann hefði nú boðið þeim öllum þremur til miðdagsverðar á morgun. »Og nú verð eg að biðja dömurnar« bætti hann við, »að gera sig svo fallegar og hugfangandi og þeim er unnt. Eink- um verður þú Elsa að gera hvað þú getur til að vera elskuverð. Mundu eftir hvað mikið þú þarft að bæta«. Elsa hafði megnasta hjartslátt, þegar hún daginn eftir, klukkan 4, kom með manni sfnum og frænku inni í sal verksmiðjueigandans. Húsbónd- inn kom á móti henni í salsdyrunum, klæddur skraut- legum samkvæmisbúningi, heilsaði kurteislega, og bauð henni handlegginn, til að leiða hana inn að borðinu, þar sem hann setti hana sér til hægri handar, en Haraldur og Cecilia settust beint á móti. Miðdagurinn var ágætur, maturinn var góður, vínin af beztu tegund, og húsbóndinn hinn allra viðkunnanlegasti. Elsa, sem í fyrstu var ekki með sjálfri sér, fór bráðum að ná sér, af þvf verksmiðjueigandinn var svo nærgætinn, og

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.