Kvennablaðið - 28.01.1902, Page 4

Kvennablaðið - 28.01.1902, Page 4
4 KVENNABLAÐIÐ. Iðjulausii unglingar og börn, sem mest halda til á götunum er ekkert fágæti hér í bæn- um. Sorglegasta dæmið upp á það er félag það af ófermdum drengjum, sem nýlega hefir orðið hér uppvíst að þjófnaði, og jafnvel fleiri óknyttum. Grátlegt er að vitaað börn skuli rata í þvílíka ógæfu. Hér sannast sem oft- ar, að „iðjuleysi er allra lasta móðir". Hefði þessum börnum verið frá upphafi haldið til vinnu, þá mundu þau nú ekki hafa verið kom- in svo afvega. Eina þótin við þessum vandræðum væri það, að kenna börnunum og unglingunum vinnu, og útvega þeim hana. Og þar sem heimilin vanrækja það, eða eru þess ekki umkomin, þá verður bæjarfélagið, eða hið op- inbera að taka f taumana, og til þess ættu sem flestir að hjálpa. Hér þarf að koma á fót vinnuheimili fyrir börn, sem kennir þeim allskonar vinnu, og útvegar þeim sem eldri eru vinnu. Þessi vinnustofnun þarf að vera í sambandi við ýmsa vinnuveitendur bæjar- ins, og ætti bæjarstjórninni að vera innan- handar að fá þvf framgengt. Eg býst nú ekki við, að þótt,þessu sé hreyft lauslega á pappfrnum, þá verði ekki hlaupið að því, að framkvæma það. En geta þá konur bæjarins ekki hjálpað neitt til, að flýta fyrir þessu máli. Eg skil ekki að nokkr- um hugsandi körlum eða konum geti stað- ið á sama að sjá þá hættu, sem vofir yfir börnum þeim og unglingum, sem lítið eða ekkert aðhald hafa heima hjá sér, og þá hættu, sem stafar af því, að önnur börn kom- ast í kynni og félagsskap við þau. Getur nokkurri konu og móður verið sama, að nokkurt barn lendi í eymd vg volæðif Get- um við ekki myndað félagsskap og samskot í því skyni, að hrynda þessu áfram, Og gert alt, sem f voru valdi stendur, til að vekja á- huga bæjarmanna fyrir þessu mali? Fransk- ur málsháttur segir: „guð vill það, sem kon- urnar vilja“. Leggjumst þvf samhuga á eitt, og reynum að gera eitthvað fyrir veslings af vegaleiddu börnin, til þess að þau geti feng- ið tækifæri, að komast á réttari leið, og fyr- ir börn sem vantar umhyggju og forsjón góðra heimila, og því er hætta á, að ef til ' vill lendi í sömu villunni. Reynum að vekja áhuga manna vorra, feðra og bræðra á þessu velferðar máli, og hættum ekki fyr en eitt- hvað er gert, til að bæta úr þessu vandkvæði. Samfylgdarmaður frú Elsu. Þýtt. (Niðurlag). LSA mín, elsku litla konan mín, hvað gengur að þér? Reyndu að stilla þig. | Nei, nei, gráttu ekki svona, Klsa mín •, þú gerir mig hræddan. Eg hefi aldrei séð þig svona fyrri«. »Ó, Haraldur, Haraldur, getur þú fyrirgefið mér, ef eg hefi gert okkur bæði ógæfusöm með mínu gálatisa tali«. Og nú sagði hún honum frá, hvernig hún hefði hitt frænku sína í vagn- klefanum, um litla gráklædda karlinn, og hvað hún hefði sagt um verksmiðjueigandann. »Já, það er eins og eg hefi altaf sagt, Elsa mín, að þú lærir aldrei að binda fyrir munninn á þér fyrr en þú hefir talað höfuðið alveg afþér. Hvað varðar þig um verksmiðjueigandann, og hvað veiztu eiginlega um hann? Hvað kemur það þér við, hvort hann býr í tveimur eða tutt- ugu herbergjum, eða þótt það væri ekki nema hálft herbergi ? Hefir hann ekki rétt til að lifa eins og honum sýnist, án þess að þú þtirfir að skifta þér af því, og úthrópa það fyrir þeirn öll- um? Og hvað viðvíkur þessum fátæka ættingja, sem þú átt við, sjálfsagt lautenantinn, sem á syst- urdóttur verksmiðjueigandans, þá get eg fullviss- að þig um, að þeir fá miklu meiri hjálp, en nokk- urn grunar. En þau eru svo vanþakklát, heimtu- frek og eyðslusöm, að þeim er ekki við hjálpandi. Líklega hefir þú fengið þessar upplýsingar þínar úr þeirri átt. Þú veizt Elsa, hvað eg elska og virði þenna mann, og hvað mikla ástæðu eg hefi til þess. Eg hefi sagt þér, að þegar foreidrar rnínir dóu, þá spurði enginn eftir mér. Hinir svoköll- uðu vinir og frændur aumkuðu mig, en enginn þeirra vildi hjálpa veslings munaðarlausa drengn- um. Þá kom hann, hinn gamli, hálfgleymdi æskuvinur föður míns, hann hvorki mærðaði né aumkvaði, en hann lét verkin tala. Honum má eg þakka hvað eg er nú, og fyrir alt. Og svo skalt þú Elsa, konan mín, tala svona um hann við ókunnugt fólk. Það er meira en sárt«.

x

Kvennablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.