Kvennablaðið - 28.01.1902, Blaðsíða 8

Kvennablaðið - 28.01.1902, Blaðsíða 8
8 KVENNABLAÐIÐ Eldhúsbálkur. Fisksúpa er el;ki í niiklu dálæti hjá mörgum. Mönnum þykir hún venjulega kraftlítil og hafa lít- ið næringargildi, og er það reyndar satt eins og hún er venjulega soðin. En ef kjötið væri ekki soðið nema 15 mín.—klst,—þá mundi kjötsúpan líka verða kraftlítil. En fiskur og kjöt eru ( rauninni samskonar matur og hafa sama næringargildi, því má fiskur og kjöt hafa sömu meðferð ! ýmsum mat- artilbúningi. Sjóða má góða kröftuga súpu af allskonar fiski ef hann er soðinn nógu lengi, þangað til alt er soðið í mauk á c. 2 klst. Af því þá er ekki hægt að nota fiskinn sjálfan, þá er bezt að sjóða ódýrustu fiskteg- undirnar sem fást, og það er oft síld og upsi, og af þeim verður súpan efalaust kröftugust. Vel skol- að selleri með rótum og blöðum er ágætt (fisksúpu af því það gerir svo þægilegt bragð. Ef það fæst ekki, þá er dálítill vöndur af persille, gulrót og rótar lausu selleri gott. Gott er líka að sjóða kjötbein með, eða láta lítið eitt af kjötseyði saman við. En þó það sé ekki látið, þá verður fisksúpan mjög lík kjötsúpu á bragð. í þessa súpu þarf ekki að bæta rjóma, eggjum o. fl., en hræra að eins Ktið af smjöri og hveiti saman, og þynna það út með fisksoðinu þangað til súpan er orðin hæfileg. Borin á borð með sundurskornum rauðum og gulum rótum og saxaðri pétursselja eða soðnum eplaskffum. Af því síld og ufsi gera súouna dekkri en ann- ar fiskur, þá verður hún fallegri að búa hana til eins og „forloren skildpadde“-súpu. Brúna smjör og mjöl ( potti, og þynna síðan á venjuiegan hátt með fisk- soðinu. örlttið af steyttum „ka)enne”-pipar og Ktið eitt af heimatilbúnu rhabarbervíni (eða sherry) er sett saman við. Súpan er borin á borð með sundurskornum hvítum rófum, nudlum, makkarónum eða harðsoðnum eggjum. Enginn trúir að þessi súpa sé úr fisksoði; hún er svo ótrúlega Kk kjöt- súpu, og flestum karlmönnum fellur hún mjög vel, og munu ekki kalla hana neitt léttmeti. Húsmæð- ur mega óhræddar brúka hana eins og góðan og ódýran kraftmat, og brúka slíkt fisksoð sem kjötsoð í ýmsar sósur o. fl. „Kaalfa-fllett". Stykkin eru skorin einsog í boeuf, svo eru þau barin með hnalli, fleskbitum eða bit- um af feitu sauðakjöti smeygt með grófri nál hér og hvar inn í, og síðan brúnað eins og boeuf, en Uuklaust. Lifur steikt eins og fngl. Til þess er kálfa- lifur bezt. Lifrin er afvötnuð í 3 klst. og látin svo snöggvast komast ( suðu, tekin upp og smáfleskbit- um stungið hér og hvar inn í hana, brúnist í smjöri eða annari feiti, helt svo á hana litlu af súr- um rjóma, salti og heitu vatni, og soðin svo í potti undir hlemmi í 2 kl.st. Borin á borð skorin í sneið- ar. Sósan er jöfnuð með vatni og hveiti. Húnverð- ur mjög lík rjúpnasósu. Ódýrustu vefnaðarvörur fást hjá undirskrifuðum, svo sem tilbúin kar I m a n nsföt, yfirfrakkar, jakkar, kjólatau, svuntutau, prjón-nærföt fyrir börn og fullorðna, sirs, léreft allskonar, fatatau alls- konar, enskt vaðmál, klæði. Verðlisti yfir vefnaðarvörur sendist ókeypis hverjum þeim sem óskar. Reykjavík, Vesturgötu 4. Björn Kristjánsson. Útgefandi: Bríet Bjarnhóðinsdóttir. GlasgoM’4>rentsmiðjan.

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.