Kvennablaðið - 28.01.1902, Síða 7

Kvennablaðið - 28.01.1902, Síða 7
KVENNABLAÐIÐ . 7 í litlu kitrunni hennnr var ekki nógu bjart. Það var eitthvað þýttognijúkt við hana, en þó þreytu- legt, og þegar hún leit upp og lauktil fulls upp augunum, eins og hann hafði stöku sinnum séð hana gera, þá var eitthvað svo raunalegt, löng- unarfult og þó svo hlýtt í þeim. Hún var alveg einstæðingur, og hafði ekkert að treysta á nema hæfileika sína og vinnu. Stundum á kvöldin í rökkrinu, þegar enginn hlustaði á, þá var hún vön að leika á píanóið, svo raunalega og eins og með allri sinni sál. Eða þá hún söng með hreinni og hjómlagurri rödd, hálflágt, smálög og vísuparta, sem hún bjó til við lögin. Einu sinni kom Anton heim, að klæða sig í kveldboð, sem hann átti að vera í. Hann natn staðar í anddyrinu, sem lá inn að borðsalnum, þar sem píanóið stóð, hlustaði og varð alveg hrif- inn. Hann var hvorki músikalskur eða viðkvæm- ur, en hinn angurblíði, tilfinningarfulli hljóðfæra- sláttur, ásamt fegurð og hreimleika söngsins, vakti allar hans beztu tilfinningar. Aldrei fyrri hafði hann fundið skyldu og rétt þess sterka til að vernda þá, sem veikburða væru. »Aumingja litli fuglsunginn*, hugsaði hann með sér, »hún þarf vernd og hlýindi og það skal eg gefa henni«. Blómið, sem vanmegnast af þurk og af rniklu sólskini, reisir ekki höfuðið fljótara upp á stöngli sínum f hressandi regnskúr, heldurenElín blómstr- aði upp við kærleikans endurlífgandi sólskin. Hann hafði elskað hana, og sajt henni það. Að hún hefði elskað hann frá fyrsta augnabliki, ' það hafði hann grunað, — það hafði líklega vak- ið hans ást. Nú hélt hann, að hann hefði lengi elskað hana, og þau jöguðust stundum í gamni svo lítið út af því. Það var eins og hún hefði hækkað talsvert. Eða var það bara feimnin, sem var farin, svo hún leit djarflega bæði á hann og aðra, augu hennarleiftruðu, munnurinn hló og hreyfingarn- ar voru orðnar fjörlegar. Hann kallaði hana nú ýmist Titiönu eða fjiglsungann. Þegar hún lék á hljóðfærið þá röðuðusttón- arnir undir fínu fingrunum á henni, og hljóm- uðu alt öðru vísi en áður, ýmist fagnandi með 1 sterkum akkorðum eða veik tilfinningalög. Hann sat fyrir aftan hana, án þess að hafa gaman af ntúsikinni, en honum var ánægja að sjá hendurnar leika á nótunum. Stundum lyfti hann upp vinstri hendinni, sem bar hringinn hans og kysti hana, eða últjliðnum, sem hann þreyttist ! ekki á að skoða. Hún söng með fullkominni silfurhreinni röddu, miklu óhræddari en áður, án þess að hugsa utn, hvort nokkur heyrði það. Feimnin og hræðslan var fokin burtu af lífsgleð- innar sólvermandi hita. En um brúðkaup var ekki að ræða fyr en hann fékk launahækkun, og það varð nú bráðum, hélt hann. Stundum fékk hann slika brettnandi löngun til að taka hana 1 faðminn, og bera hana eins og fjöður eða laufblað 1 svolítið hreiður, þar setn þau skyldu búa saman, tvö ein, aðskilin frá um- heiminum. Hún var vön að ganga út til að mæta hon- um. þegar hann kom af skrifstofunni, og þá voru þau vön að ganga saman langt út úr bænum til að tala saman í einrúmi, og endaði það jafnan með kossum. Honum var umhugað um, að hún væri skraut- lega klædd, og smájöguðust þau út af því. Hún vildi ekki taka við öllum hans dýru gjöfum, og bað hann að geyma það heldur f bú- ið þeirra. »Eg verð svo aldrei hvort sem er ein af heldra fólkinu«, sagði hún. »Við fáum nú að sjá það«, sagði hann gam- ansamlega. »Ekki ætla eg mér nú alla æfi að vera bókhaldari*. Heima sátu þau jafnan út af fyrir sig f ein- hverju stofuhorninu. Og oft sást, þegar hún stóð upp, að hún hafði grátið. Hún þurfti heldur ekk- ert til; eitt orð, eða breyting á málrómnum var nóg. — Honum fanst það elskulegt, kysti burtu tárin og sagði, að hún mætti sín mikils þegar hún brosti, en þegar hún gréti væri hún almáttug. Um þessar mundir skrifaði hann móður sinni bréf, fult af fögnuði og löngun eftir að geta sett bú. »Hvað lítið sem það væri, verður það að höll, þegar hún á þar heimac. »Ó. mantma*, sagði hann seinast, »þú verður að vera með f að taka þátt í hamingju minni, þú, sem eg má alt þakka, þú skalt sjá litla fuglsungann minn og elska hana. Mér hitnar um hjartað, þegar eg hugsa til ykkar beggja búandi saman«. Karín skrifaði honum langt bréf. Blaðið gat ekki rútnað einn þúsundasta hluta þess sem hún hugsaði, vonaði og óskaði. Nú stóð hún syni sín- um nær en nokkru sinni áður. »Komdu fljótt með fuglsungann þinn, mig langar til að sjá ykkur bæði«, sagði hún. Nú kom llf f störf gömlu konunnar. Hver eyrtr sem henni áskotnaðisr varð í huga hennar að húsbúnaði og búsáhöldum, handa svolitlu far- sælu heimili, sem hún ætti Ifka eins og ofurlftinn skerf í. (Framh.),

x

Kvennablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.