Kvennablaðið - 28.01.1902, Blaðsíða 6

Kvennablaðið - 28.01.1902, Blaðsíða 6
KVENNABLAÐIÐ. gaf sig svo mikið að hinni ungu frú, sem honum fanst bæði elskuverð, skynsöm og falleg. Þegar þjónninn fylti glösin eftir steikina með freyðandi kampavíni, og var svO farinn fram aftur eftir bend- ingu húsbóndans, tók hann glasið sitt, stóð upp og sagði: »Vinir mínir, því það má eg víst kalla ykk- ur, þótt við skiljum nú bráðlega að þessu sinni; eg hefði viljað tala við ykkur nokkur orð, og sný eg mér þá fyrst og fremst til þín, Haraldur, sem eg hefi séð og þekt frá því þú varst ofur- líti'.l hnokki. Mér þótti því undir eins vænt um þig, drengur minn, og á þessum liðnu árurn hefi eg lært að meta gildi þitt jafnt og að virða þig. Eg vissi fyrir frain, að eg mundi nú, eftir tveggja ára burtveru, sjá að útgjöld og tekjur stæðu heima við það sem átti að vera. Fyrir þig hefir heið- arleg vinna jafnan verið gleði, og því hafa 'störf þín ætíð verið vel gerð, og borið góðan ávöxt. Þó finst mér að í þetta skifti hafi þau verið enn þá ávaxtameiri, og borið enn þá meiri ágóða en að undanförnu. Já, það er nú svo, að alt vinst létt, þegar maður er ánægður og sæ!l, það hefi eg komist að raun um, Haraldur. Þess vegna þakka eg frú Elsu þann mikla afgang, og sný mér nú í öðru lagi til hennar, og þakka henni af öllu hjarta fyrir, að hún hefir gert vin minn Harald farsælan. En enginn himinn er ætíð heiður, sjóndeildarhringur ykkar mun einnig fyrr eða slðar verða skýjum hulinn, og þá ríður á að láta ekki hugfallast, heldur láta þá sól, sem kallast kærleikurinn, rjúfa skýin, eða að minsta kosti gylla þau. Ykkar skál, börnin mín!« Þegar allir vóru seztir aftur, tók verksmiðju- eigandinn dálítið hylki upp úr vasa sínum, sem hann fékk Elsu, og bað hana að þiggja það eins og lítinn vott um virðingu þá og vináttu, sem hann bæri til hinnar ungu konu Haráldar. Þegar þau höfðu drukkið kaffið, og Elsa og Cecilia voru einar 1 salnum meðan herrarnir réyktu vindlana sína úti á svölunum, þá notaði Elsa tækifærið til að opna hylkið. I þvívardýr- mætt gullarmband, alsett ekta perlum og gim- steinum, og við lásinn á því var festur lítill miði sem var skrifað á þessi orð: Að tala er siltur, en að þegja er gull. Sku ldadagar nir. (Þýtt). (Framh.). a g n v a r t Antoni hinu megin við borð- ið sat fölleit lagleg stúlka, með Ijós- gult hrokkið hár. Hún var lítil, grann- vaxin og útlimasmá, og leit veiklu- lega út. Þegar hann leit upp frá diskinum sínum, þá mætti hann hennar augum, en hún leit þá undir eins niður, og fögrum roða brá um kinnar henni, setn gerði hana fallega. Hún var þögul og svar- aði því, sem yrt var á hana lágt, með eins at- kvæðis orði. Anton kallaði hana í huga sínum »fuglsungann«, frá því hann sá hana fyrst. Frá þeim degi hann kom í kostsöluhúsið, og leigði þar dýrasta herbergið, sem hafði nýlega losnað, þá hafði hann lag á að láta aðra halda, að hann væri mjög gáfaður, og ætti glæsilega framtíð fyrir höndum. Þar voru bæði karlar og konur langtum mentaðri og fróðari en hann, en hann hafði lag á því, að nota sér það sem hann vissi, og það sem hann ekki vissi, hjálpaði hans góði skilningur honum til að bjarga sér fram úr eða með því, að geta sér til og láta svo ekkert bera á vankunnáttunni, afþví hann var skilnings- góður. Hann var glaðvær, án þess að vera hávaða- samur, og fann upp á ýmsu til skemtunar. Einu sinni bauð hann mötunautum sínum til morgun- verðar í lystigarðsfélaginu, og bráðlega varð hann svo allra eftirlætisgoð. »Fuglsunginn« horfði á hann í laumi. Hún roðnaði enn meir þegar hann yrti á hana, og varð þá svo ráðalaus að henni vöknaði um augu. »Hún er heimsk og leiðinleg«, hugsaði hann með sér, og sneri sér aftur að leikkonu, sem var gagnólík henni, dökkeygð og ljómandi vel eygð, með allra bezta munn fyrir neðan nefið. En við hvern sem hann talaði þá fanst hon- um þó að tvö feimin blá augu fylgdu hverri hans hreyfingu, og stundum þagnaði hann í miðju kafi tii að reyna, að sjá tillitin úr þeim. Elín hét hún, og hafði komið til borgarinn- ar ti! þess að kenna músik. Hún hafði enn þá fengið fáa nemendur, og átti bágt með að borga með sér mánaðarlega. Hún lét sér líka nægja lélegt bakherbergi, og brodéraði fyrir borgun, hverja stund, sem hún gat mist. Hvort sem Anton kom inn eða fór út, þá sá hann hana ætíð beygða yfir vinnu sína inni við gluggann 1 stofunni, sero fólkið sat ætlð (.

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.