Kvennablaðið - 31.03.1902, Blaðsíða 5

Kvennablaðið - 31.03.1902, Blaðsíða 5
KVENNABLAÐIÐ- svo fyrir útlit sitt. Hann hafði fengið á sig glæsi- mannabrag í Parfs, og brátt varð hann boðinn og velkominn hjá helzta embættisfólkinu í borg- inni. Hontim var munaðargirnd og nautnarfýsn meðfædd, en hann var of hygginn til að fara nokkru sinni frarn yfir þau takmörk, sem góðu hófi gengdi, eða gátu veikt heilsu hans, og of metorðagjarn til þess að gleyma störfum sfnttm vegna skemtana. Hann þoldi þær líka vel, og þótt hann hefði vakað meiri hluta nætur, þá varð hann eins og nýsleginn túskildingur, þegar hann hafði sofið t—2 tíma og baðað sig úr köldu vatni. Allar eldri dömur dáðust að honum og vildu fegnar fá hann fyrir tengdason. Hann gaf engri verulega nteira undir fótinn enn annari, en lét hverja dömu sem hann talaði við geta haldið, að einmitt hana metti hann mest, — en trúlofun- arhringttrinn hans var geymdur innan í silkipapp- fr neðst niðri á kistubotni. Hvað lengi sem hann lifði þá mundi hann þó aldrei giftast Elínu. Annað mál var að svfkja hana. Til þess hafði hann hvorki vilja né kjark. En þá fékk hann einu sinni ábyrgðarbréf og í því hringinn sém hann hafði sett á fingur henn- ar svo glaður, að jafnsæll varð hann aldrei fyr eða síðar. Nú fanst honum hann sjá hana eins og hún var fyrst er þau kyntust, svo veimiltftuleg og munaðarlaus, og þá komu hans beztu tilfinningar í Ijós. Svo óeigingjarna ást mundi hann aldrei eignast hér eftir. — Og hinn kaldi heimsmað- ur beygði höfuð sitt og grét af því að hans ást var kólnuð og gat aldrei framar lifnað við aftur, og yfir Elínu, sem hann hafði mist og hann vildi ekki vinna aftur. »Eg veit að þú ber ekki lengur hringinn minn, og að nú er svo komið að eg get ekki gert þér nema einn greiða,—þann að gefa þig lausan. Eg er ekki svo ístöðulítil sem þti held- ur. Ef til vill skilur þú það nú. Þú skalt ekk- ert ásaka sjálfan þig eða halda að mér verði nú lífið of þungbært. Þaðviiegekki—einnigþinna vegna. Mannlegar tilfinningar og mannlegar hugsan- ir breytast eins og veður í lofti. Eg veit að þú getur ekki að því gert þótt tilfinningar þínargagn- vart mér séu ekki eins og áður. Þú hefir elskað mig, og því skal eg aldrei gleyma. Mitt slðasta orð til þfn nú og til minn- ar dauðastundar skal vera þökk fyrir alt«. Þetta var þyngsta stundin sem Anton hafði lifað og hún tók með sér nokkuð af ffnustu og beztu tilfinningum hsns. * * Karenu hafði lengi grunað að ást sonarhenn- ar til Elínar væri farin að kólna. En þó komu heitrofin henni svo óvart eins og þrumuveður. Hún hafði gert sér svo fagrar vonir og fram- tíðar hugsjónir um sambúð þeirra, og »fuglsung- inn« hafði orðið henni hjartfólginn lfka. Þau skrifuðu henni bæði. Bréf hans var undarlegt sambland af sorg, sjálfs ásökunum og gleði, sem gægðist upp úr öllu saman yfir frelsi sínu. Hennar bréf afsakaði hann, en ásakaði hana sjálfa, og alstaðar skein í gegnum það djúp inni- leg sorg, þótt hún reyndi að breiða yfir hana. Svar Karenar til sonar hennar var ekki mjúkt. Hún fór með hann eins og dreng, sem hún refsaði. »Eg er hrædd um þú fljúgir of hátt, og kær- ir þig ekki um hvað þú treður undir fótuni á leiðinni. Það er enginn blessunarvegur. Að stela hjörtum og fleygja þeim svo burtu er verra \erk enn alt annað. En nú ert þú of gamall til að standa mér reikning af gjöiðum þfnum, en aldrei verður þú of gamall til að standa guði reikning á þeim. Mundu eftir því«. Elínu skrifaðu hún stuttlega: »Mér er farið að þykja væntumþig, af þvf eg hefi hugsað svo mikið um þig, og nú vil eg fá að sjá þig. Hér er nú allt í sumarblóma. Komdu hingað, þú hressist af því bæði á sál og likama. Eg sendi þér ferðapeninga, og vona þútakirþað ekki illa upp. Eg er ólærð kona, og ekki eins fín og eg vildi vera gagnvart þér. En máske við skiljum hver aðra samt ef við tölum saman«. Litla herbergið sem Anton átti einu sinni að fá var nú fágað upp;röndóttti gluggatjöldin vóru hengd tipp og glitofna ábreiðan breidd á rúmið, dúkur á borðið og blómstur sett 1 gluggana og vas- ana á borðinu. Hólm tók á móti henni á næstu járnbraut- arstöðvum og ók henni heim til sögunarmylnunn- ar og þaðan fylgdi hann henni upp að Skógþorpi, því Karen hafði sagt að hún gæti ekki hitt hana fyrst hjá ókunnugum. Þær grétu báðar þegar þær hittust fyrst, en svo urðu þær eins og móðir og dóttir. Karenu fanst það indælt að finna litlu mjúku hendurn- ar leggjast um hálsinn á sér, eða Ijóshærða höf- uðið litla hallast upp að brjósti sér til að leita þar ráða og hjálpar. »Hún er lík blómi sem stendur í kjallara og vantar bæði sól og loft«, hugsaði hún með sér. Hún sem sjálf var svo einbeitt og þrekmikil gat ekki skilið f svona miklu tápleysi og við-

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.