Kvennablaðið - 30.08.1902, Qupperneq 4

Kvennablaðið - 30.08.1902, Qupperneq 4
6o KVE NNABLAÐIÐ. ið upp að Skógþorpinu til að fá að heyra sinn hluta af nýungunum. »Hann hefir vakið máls á friðun skóganna, og talar svo fagurt um það, eins og hann hefði aldrei á æfi sinni höggvið fingurlanga spýtu«. Hún hló beiskan stuttan hlátur, og benti með hendinni alt um kring. »Manstu hvernig hér var umhorfs fyrir nokkr- um árum ? Grænt og fagurt hvar sem litið var«. »Það hefir breyzt í peninga Karen«. Peninga I Já, hver maður á að breyta eftir kenningu sinni. »Það er ekki hann einn, sem hefir haft gott af því. Ekki þarf annað en líta á verkamanna- bústaðina, og minnast svo hvernig þeir litu út fyr- ir tuttugu og fimm árum«. »Það, að verkamönnunum líður betur, er llka það eina, sem sættir mig við allar breytingamar, en að skógurinn er nærri því horfinn — það get eg aldrei sætt mig við«. Fyrir utan kotið var alt breytt orðið, en inni var alt, sem verið hafði, nema heill hópur af ljós- myndum í einföldum umgerðum stóðu alt í kring um biblíuna og sálmabókina á dragkistunni. Hér voru myndir af syni hennar frá því hann var 15 ára, 25 ára og 40 ára gamall. Af kon- unni hans — »fríherraynjunni«, þegar hún var brúð- ur og ung móðir. Af Önnu og Magnúsi, sem litlum börnum og í fermingarfötunum. I efstu dragkistuskúífunni lágu bréfin hans sonar hennar 1 röð eftir aldri, og nýársbréfin, sem sonar börnin höfðu verið skylduð til að skrifa ömmu sinni, fyrst eftir að þau fórn að draga til stafs. »Það var mikill pappír, stórir stafir og lítið efni, en altaf jafn velkomið. A síðari árum höfðu bréfin frá bömunum hætt að koma, því þegar þau fóru sjálf að hugsa, þá sögðust þau ekkert hafa til að segja þessari föðurmóður, sem þau höfðu aldrei séð. Seinasta bréf Antons lá efst, og gerði móð- ur hans áhyggjufulla. »Eg skil ekki því hann er altaf að klifa á þessu«, sagði hún og skaut skúffunni svo harka- lega inn, eins og hún hefði tekið óbreytanlega ákvörðun«. »Nú kem eg í alvöru aftur að þessu sama efni, sem eg hefi svo oft minst á við þig móðir mín«, skrifaði hann. »Því lætur þú mig ekki leggja peningana þína í eitthvert fyrirtæki, en tjóðrar þá heldur í banka, þar sem þú fær svo sem enga vexti af þeim? Eg gef þértíu—já alt upp að tuttugu prócent. Þú ættir að vera orðin hafin upp yfir gamla hleypidóma nú, — þú sem ert svo hyggin í öllu öðru. Fólk sem eg hvorki þekki, eða kæri mig hið minsta um, hefir með því, að trúa mér fyrir eig- um sínum, margfaldað þær, og það er eðlilegt að eg vilji þó fyrst og fremst sjá um þína hagsmuni. þú getur af meðfylgjandi dæmum séð hvað gróða vonin er mikil, og áhættan lítil . . .«. Hún svaraði með sama pósti: „ Þú hefir alveg rétt að mæla, — því trúi eg fylli- lega — og það er auðvitað að þú lítur á gróðafyrir- tæki, eins og annað, í stórum stíl. En eg, sem altaf í öll þessi ár hefi haft sömu smáverzlunina, og smá- verzlunaraðferðina, og aldrei komið lengra út í heim- inn en að Bæjarfossi, eg sé málefni og hlutina í smáum stíl, og held mér fast við gamla lagið. Ef þú værir ekki sonur minn, þá skyldi eg, ef til vill, trúa þér fyrir mínum litlu sparipeningum, — en nú geri eg það ekki. ,Menn eiga, sem þeir geta að gæta sín við því, að komast í viðskiftasamband við nákomnustu vandamenn sína', sagði hann faðir minn sálugi, og hans orð eru konungs orð fyrir mig, þótt hann hafi nú bráðum legið fimmtíu ár í gröfi- inni sinni". * * * Karenu fanst Bæjarfoss næstum eins og ó- kunngur staður, svo ólíkt var þar alt því, sem hún sá það þegar hún var nýgift, og sá það í fyrsta sinni. Stangagjárnshamarinn hafði þagnað, ofnarnir hætt að brenna, og valsaverkið verið jafnað við jörðina eins og glóðar ofnarnir. Svolítið ryðgað járnarusl, ogfáeinarhaugrúst- ir, voru það eina, sem minti á hvar járnverksmiðj- an hafði verið forðum. Nú fanst engin kolaeimur lengur. Vegurinn var allur gulhvítur af tréspónum. Fossinn var nú orðinn vel beizlaður flutnings- hestur, sem bar á sínum breiðu herðum auðæfi skógarins niður til sjávar, þar, sem timbur flekar og trjáviðarhaugar huldu oft mikinn hluta al sjáf- arfletinum. Skógurinn var högginn alt í kring um strend- ur vatnanna, einkum á vetrum, þegar trjáviðn- um var ekið út á ísinn, og hann svo látinn liggja þar þangað til hlánaði, og aðrir fossar og vötn fluttu hann svo með sér fram til sjávar. Það, sem staðnæmdist við Bæjarfoss, hafði sér- stakt merki, og var látið fara inn í timburkvíamar. Víst var þar líf og hreyfing og fjör á ferðum, starfsemi og velgengni. En skógurinn, en skógurinn! Karenu var þraut að sjá hann gisna. Heil

x

Kvennablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.