Kvennablaðið - 30.08.1902, Side 5
KVENNABLAÐIÐ.
61
stór svæði alveg höggvin ofan að rótum. Enginn
hugsaði um að vernda nýgræðinginn eða að trén
gæti vaxið aftur. Landslagið varð alt öðruvísi,
hrjóstrugt og kalt, alveg ólíkt grænu vermandi
kápunni, sem fyrrum lá yfir hraunásunum.
Það sveið henni sárast inst inn við hjarta-
ræturnar, og því gat hún aldrei vanist.
Sögunarmylnan gekk jafnt og þétt. Sagim-
ar blikuðu og borðahrúgurnar hækkuðu. Tréefn-
isverksmiðja sleikti upp það, sem eftir var skilið.
I hana fóru grenihríslurna rog nýgræðingurinn, til
þess að bitast í sundur og athýðast, flytjast inn í
slípingarvélina, merjast milli steinanna, koma svo
út aftur eins og vellingur og vera svo bráðum til
búið papírsefni.
Það var stutt og laggott alt saman.
Karen hafði einu sinni séð það, og fengið
nóg af.
Einmitt þar, sem fossinn steyptist í vatnið,
þar lágu járnbrautarstöðvarnar, sem trjávarningur-
inn var sendur frá, út um heiminn.
Frá Skógþorpi sá hún eimlestina koma guf-
andi langt í burtu, nálgast með sundlandi hraða,
steypast svo áfram ofan með vatninu, svo reykur-
inn sýndist eins og Ijósleit bylgjandi ræma, sem
bar við dökkleitar hæðir og ása, sem bergmáluðu
vagnahljóðið þúsund falt.
Svo gall við gufublástur. — hvellur og glað-
vær. Eins og þegar póstarnir fyrrum boðuðu að
nú kæmu bréf og boð frá fjarlægum vinum —
eða þeir kæmu sjálfir.
Heimurinn var opinn. Engin fjarlægð var
lengur til.
Þessi gufublástur gat af sér þrá — og lauk
upp fyrir ýmsum möguleikum.
Brúin yfir fossin var ný járnbrú — það síðasta,
sem smíðað var í gömlu járnverksmiðjunni.
Þar sem bæjarhornið var áður, stóð nú hnarr-
reist goodtemplarahús, og með allri steinlögðu
götunni voru snotur verkmannahús — öll með
svo litlum garði í kring. (Framh.).
MÁNALJÓÐ.
Eftir
Christina Lagerlöf.
Er máninn gægist um gluggann inn
og glitblæjum vefur heiminn,
þá stilli ég gýjustrenginn minn
og stari hugsandi’ í geiminn:
Hve gott átt þú yfir loft að Ifða,
svo langt frá heiminum stóra, víða
og — að eins sjá!
A afglöp horfirðu, eymd og kvöl
og óiíku kjörin manna,
og bæði elskenda kvíða og kvöl
og kærleikans friðinn sanna.
og þú sér tárin af hvörmum hrökkva,
en heim til þín kemst ei sorgin dökkva
— það er of hátt!
Þig harkið þreytir, og það ég skil,
þú þreytist alt af að blína,
og hverfur annara halla til
um himinbrautina þína.
En frjáls þú hingað ert heim að lfta
og hjúpa foldina’ í ljósið hvít.a,
og vitja vor.
Æ, elsku máni minn, upp til þín
mér óska’ ég svo llfskjör batni, —
hér mundu sárfáir sakna mín,
það sér ekki högg á vatni.
Mig langar upp til þín hátt til hæða
þar hætta sárin mín djúpu’ að blæða
og þorna tár.
Gudm. Gudmundsson.
—
Norræni kvennafundurinn
í Kristjaníu.
INS og getið var um hér f blaðinu
í vetur, var haldinn norrænn kvenna-
fundur í Kristjaníu, sem stóð yfir
frá 3,—7. júlf s. 1. Til þessa fundar höfðu
norskar konur, eða nefnd af norskum kon-
um í Kristjaníu boðað. Boðnar voru konur
frá öllum Norðurlöndum og Finnlandi, íslandi
og Færeyjum. Því miður kom engin íslenzk
kona á fundinn, og ekki heldur færeysk, en frá
öllum hinum 4 löndum voru fjöldi kvenna.
En þessi stóri fundur, eða öllu heldur þetta
kvennaþing, sem taldi um 500 fulltrúa, var
ekki heldur sett á laggirnar alveg fyrirhafn-
arlaust, og án alls undirbúnings. Ótal kvenna-
nefndir hafa um það fjallað, og nú að fund-
inum afstöðnum ber öllum saman um að und-
irbúningurinn, fundurinn og hátíðaholdin hafi