Kvennablaðið - 30.08.1902, Síða 6

Kvennablaðið - 30.08.1902, Síða 6
Ó2 KVENNABLAÐIÐ. tekist framúrskarandi vel, og veitt öllum, sem tóku þátt í fundinum, ómetanlega ánægju og gagn. Þrjár nefndir má telja helztar við þenna undirbúning og fundarhald. Starfsnefndin, sem í voru 6 konur (Arbejdskomiteen) hefir nú nærri því í heilt ár verið önnum kaf- in að skrifa til ýmsra landa, og bjóða bæði kvennafélögum og einstökum konum að taka þátt í fundinum. Einnig að útvega eða sjá um, að vissar konur héldu ræður um ýms efni. Þó gátu þær, sem vildu, fengið að tala, en helzt áttu þær að láta vita um það, um leið og þær létu vita, að þær tækju þátt í fundinum, og sendu sitt 5 króna tillag. Svo var önnur nefnd, sem allmikið hafði líka að starfa; það var sú nefnd, sem kom öllum gestunum fyrir, og sá um, að þeir væru teknir heim á góð heimili. Þriðja nefndin var hátíðarnefndin, sem sá um útbúning allan og veizluhöld, á milli þess að fundur stóð yfir og mál voru rædd. Henni bjálpuðu ýmsar aðrar konur, sem á- huga höfðu á fundarhaldinu, og að allt gæti orðið sem sómasamlegast og ánægjulegast. Yfir öllum þessum nefndum stóð stjórn, kosin í fyrstu til að koma hugmynd þessari í framkvæmd. Merkilegt hefir það þótt, að alt þetta fyrirtæki skyldi ganga jafn-ánægjulega öllum málsaðilum, án þess að hafa fengið nokkra peningahjálp, hvorki frá því opinbera eða ein- stökum mönnum. Sálin í öllu þessu fyrirtæki og fram- kvæmdum, og sú sem bæði hélt því saman og sá um, að alt gengi sem bezt, var ráð- gjafafrúin Qvam. Þegar fundarkonurnar, sem ætluðu að verða, höfðu skrifað að þær tækju þátt í fund- inum, þá var þeim sent snoturt boðsbréf eða spjaldbréf, sem benti þeim á, hvar þær ættu að vera meðan þær dveldu á fundinum. Járn- brautafélögin lækkuðu fargjaldið um V* og sporvagnafélögin fluttu þær borgunarlaust, nema þau, sem kostuð voru af opinberu fé. Fundurinn var haldinn í hátíðasal há- skólans, og var það þakkað að svo gott hús- næði fékst, áhrifum fundarstjórnarinnar, og þá líklega einkum ráðgjafafrúar Qvam. 3. júlí söfnuðust allar fundarkonurnar, um 500 að tölu, saman í þenna stóra sal, allan skreyttum með blómstrum og flöggum, og var þá hvert sæti upptekið, bæði uppi á áhorfendapöllunam og niðri í salnum, af fólki sem vildi bæði sjá og heyra til. Fyrst voru sungin hátíðaljóð, ort við þetta tækifæri. Svo setti frú Qvam fundinn, og bauð allar fundarkonur hjartanlega velkomn- ar. Síðan var tekið til óspiltra málanna. Þessi mál voru á dagskrá fundarins: 1. Innlend „kvennaráð" sem stæðu í lambandi, eða væru deildir í hinu mikla alþjóða kvenna- ráði" sem hefir fyrir einkennisorð: Breytið við aðra, eins og þér viljið láta breyta við yður. 2. kvenlæknar, 3. kven'ögregla, 4. bók- menntir. Eftir Alex Kjelland: um Friðrikku Bremer-félagið, um dönsk verksmiðjulög frá 1901, um áhrif kvenna, um þjóðfélagslög danskra kvenna, um atkvæðisrétt svenskra kvenna, um uppeldi kvenna til að standa í stöðu sinni f þjóðfélaginu og um laun kenslu- kvenna. Ennfremur var rætt um „húslega" mentun kvenna, „notaða lífíærafræði" og um uppeldislegt afl söngsins. Einnig var talað um margt, sem norskt félag sem heitir „Hjem- menes Vel" hefir gert, og ákveðið að mynda norskt „kvennaráð". Holst Jensen, prestur í Kristjaníu hafði ort kveðju fyrir norska blaðið Húsmóðirina, sem lesin var upp á fundinum. Það var velkomn- unarkveðja til allra systranna, og einnig „dætr- anna" frá fjarlægu eyjunni norður í hafinu, sem búist var við, að kæmu líka. Ýmsir helztu menn héldu fundarkonun- um stórveizlur, og allskonar skemtiferðir voru gerðar fyrir þær. Yfirhöfuð er allstaðar að heyra almenna ánægju yfir þessu fundarhaldi og kynningu milli frændþjóðanna. Hvenær ætli vér íslenzku konurnar get- um mannazt svo, að vér tökum þátt í slík- um fundarhöldum? Oss veitti þó sannarlega ekki af að fara að gægjast ofurlítið út um umheiminn, og fara að skilja hvað satt það er, að heimskt er heima alið barn. Sönn menntun fæst ekki af einum saman bókalestri, heldur þarf henni að berast lífsafl hins lifanda

x

Kvennablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.