Kvennablaðið - 28.03.1903, Blaðsíða 2

Kvennablaðið - 28.03.1903, Blaðsíða 2
i8 KVENNABLAÐIÐ. til að ráðgast um, hvernig skyldi stemma stigu fyrir þessum ófögnuði. Einnig var haldinn annar fundur í Frankfurt A. M. í sama til- gangi. En menn eru komnir að raun um, að þeir geta ekkert gert, enn sem komið er í þessu efni, til þess að koma í veg fyrir þessa svívirðilegu atvinnu, af því svo slæg- lega er farið í kring um öll lög. í franska blaðinn „Matin", stendur ekki alls fyrir löngu nákvæm skýrsla um rannsókn lögreglustjór- ans Lépune’s og umsjónarmanns Badin’s í París, í kaffisöluhósi í Montmartré þar í borg- inni. Þar mætir miðaldra maður fyrir lögreglu- réttinum. Hann var vel klæddur, með gull- hringa á fingrum og demantsnál í slifsinu; hann lagði fram skilríki fyrir því, að hann væri borgari bæjarins, hefði kjörgengi og at- kvæðisrétt, borgaði húsaleigu, stæði í skilum við bankann, væri i dýraverndunarfélagi o. fl. Eftir skipun lögreglustjórans var nú leitað á honum og fundust þá kynstrin öll af brjefum allstaðar að úr heiminum. Maður þessi þyk- ist vera kaffi-agent, og sýnist hafa viðskifti við menn hvervetna á jarðarhnettinum. Frá Kalkútta fær hann þakklætisbréf fyrir ágæt- isvörur sínar. Seinasta sendingin hafi bara verið oflíti). Ekki nema tveir sekkir. Hann verði svo fljótt, sem unnt sé, að senda meira af alveg nýju kaffi, sem allra yngstu og svo miklu sem unt sé! Frá New-York er kvart- að yfir lélegum varningi. Verzlun, sem sé að byrja, geti sér ekki orðstýr með slíku kaffi ! Það standi á sama, hvað það kosti; en sjálfsagt verði hann að útvega kaffið. Og þeir vilji það ekki, nema glænýtt! Sum bréf- in segja frá, að sendingar hafi verið sendar. Frá Hollandi er getið um svo dýrmæta send- ingu, að tvo menn þurfti til að fylgjast með henni, af því sá, sem sendi þorði ekki að trúa járnbrautinni fyrir henni. Og agentinum er nákvæmlega skýrt frá stund og stað þegar sendingin kon>i. Slík bréf eru mörg, frá Jap- an, Transwaal o. s. frv. í tvær kl.stundir hefur lögreglustjórinn nóg með að yfirheyra fjölda manna á öllum aldri, ýmist vel eða illa klædda, en alla með troðfullar peningapyngjur og flesta með skýr- teinum um, að þeir séu atkvæðisbærir borg- arar. Sumir látast selja vín ístórkaupum, aðrir eru kolasölumenn, sumir verzla með mjöl, sumir eru umboðsmenn fyrir stór erlend verzl- unarfélög, t d. gummiverzlun í Kongoríkinu í Afrfku! En athugavert er það, að flestir eiga þeir einhverja eign eða huseign í And- resy; það er lítið þorp skamt frá París, gagnvart eyju, sem er í ánni Signu. Frétta- ritara „Matin’s" sýndist þetta tortryggilegt, og brá sér þangað til að grenzlast betur eftir þessu. Hér snuðrar hann nú upp, að þar hafi um nokkur ár haldið til heill óaldar- flokkur af „verzlunarmönnum". Sumir búi í skrautlegum húsum og njóti fullkomins álits samborgara sinna, annaðhvort af því, að þeir þekkja ekki þessa atvinnugrein, eða þeir hafa nógu mikinn hagnað af henni til þess að þegja. Hóteleigendurnir eru í sambandi við óaldarflokkinn og eyjan er algerlega á þeirra valdi. Á sumrin halda þeir sig þar hundr- uðum saman. Óaldarflokkur þessi hefir reglubundna stjórn og ætlunarverk. Sumir eru umsjónar- menn, sumir ferðalangar, sumir sjá um alla reikninga og sumir eru umboðsmenn í öllum heimsins áttum. Þeir, sem veiða ungu stúlk- urnar halda til á götunum í París, fyrir frarn- an stóru verzlunarhúsin, spítalana, vistaráðn- ingarskrifstofurnar, pósthúsin o. s. frv. Og þeir nota allt, telpur frá 14—15 áta og alt upp að 45 ára aldri. Auðvitað rugla þeir ekki vesalings veiddu stúlkunum saman. Þeir aðgreina þær eftir fegurð, aldri, sakleysi og fáfræði; þær sem gintar hafa verið með fögrum ioforðum um glæsilega og heiðarlega framtíð eru fengnar konum í hendur, sem eiga að gylla alt fyrir þeim, þegar vonirnar bregðast. Oftast er þessum „veiddu" stúlkum boð- ið fyrst til skemmtunar „út á landið" áður en fara skal af stað. Þá er farið með þær til Andresy og þeim komið fyrir á hóteli, sem á við stöðu þeirra. Skynsömustu stúlkurnar eru látnar fara út á þann hluta eyjunnar, sem ekki er tengdur við meginlandið með brú. Og þeim tekst sjaldan að komast burtu, nema með tvo fylgdarsveina aftan í sér.

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.