Kvennablaðið - 28.03.1903, Blaðsíða 7

Kvennablaðið - 28.03.1903, Blaðsíða 7
KVENNABLAÐIÐ. geta með jafnmikilli vissu dæmt um aldur þessara málverka, sem listaverkanna frá hinni grísku fornöld. Enda eru dýrin sjálf áreið- anlegasta vissan um aldur málverkanna. Formið og niðurskipunin á þessum mál- verkum er mjög ófullkomið og byrjandalegt. En þau sýna allmikla hæfiieika til þess, að gera myndirnar eða dýr þau, sem þær sýna, eðlilegar, og eins og lifandi fyrir augum á- horfendanna. Sömu fornfræðingarnir, sem fundu þessi málverk, fundu í öðrum helli í sömu sveit málverk af 14 mammútdýrum og mörgum fleiri dýrum. Mammutdýrin voru auðþekt á víg- tönnunum. Nú er mönnum kunnugt um, hvað langt er síðan að mammútdýrin liðu undir lok. Og með þessum fundi hefur brugðið ljósi yfir menningu hinna elztu þjóða Evrópu, sem nokkuð þekkist til, sem sýnir að fyrir þetta tímabil hljóta að hafa liðið langir tímar, sem engar sögur fara af, áður en mennirnir kom- ust þó svo langt í menningunni. A þeim tíma, sem þessir menu hafa lifað og starfað suður í Frakklandi, voru Norðurlönd þakin ísbreiðu og skriðjöklum, og óbyggileg öllum mannlegum verum. Bending. Það væri mjög heppilegt, að hinar háttvirtu húsmæður vildu spyrja eptir vörum þeim, sem j auglýstar eru í Kvbl., ef þær á annað borð brúka ! nokkuð af þeim vörutegundum. Sérstaklega má telja víst, að H. Steensens margarínið og export- kaffið muni fást í mörgum verzlunum, og líklegt j að kaupmenn flytji lfka sjókólaði þetta, svo hús- i mæðrunum verður hægt, að reyna sjálfar þessar 13 vörur. Maltestrakten er viðurkent gott lyf, sem læknar hér ráðleggja oft. B. B. Kvbl. 1903. 1. tbl. innih.: Þorbjörg Sveins- dóttir ljósmóðir. Sjónleikar. Skuldadagarnir frh. Heysuða. Morgunböð. Augl. 2. tbl. innih.: Reykjavík í krók og kring (með mynd). Giftingarfræði. Hnífur og gaffall. Sjónleikar. Skuldadagarnir. Augl. 3. tbl. innih.: Kvæði. Kvennasala. Skulda- dagarnir. Hnífur og gaffall. Elztu málverk heims- ins. Bending. Augl. Til kaupenda Barnablaðsins. Fyrra hefti Barnablaðsins verður sent út um land með maípóstunum. Nýir kaupendur að KVENNABLAÐINU 1903 geta fengið fjóra síðustu árgangana til ársloka 1902 fyrir eina krónu hvern, en alla til samans á þrjár krónur og senda sér með sumarferðunum, ef þeir hafa þá borgað blaðið að fullu. • n n rm i ■ • 1 • • • • • • • 1 •(• • • ••••■■<•••• FINESTE SKANDINAVISK EXPORT KAFFE-SUBROGAT. F HJORTH & Co. Kjöbenhavn. KONUNGL. HIRÐ-VERKSMIÐJA. BRÆÐURNIR CLOETTA mæla með sfnum viðurkendu Sjókölaðe tegundum sem eingöngu eru búnar tll úr fínasta Kakaó, Sykri og Yanille. Ennfremur Kakaópúlver af beztu tegund. Ágætir vitnisburðir frá efnafræðisrannsóknarstofum.

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.