Kvennablaðið - 28.03.1903, Blaðsíða 3

Kvennablaðið - 28.03.1903, Blaðsíða 3
19 _____________________________KVENNAB Svo eru þær fluttar 2—3 í einu, fram hjá Le Havre eða Cherbourg til Portsmuth, og þar er safnað saman heilum hjörðum af man-skepnum og sendar þaðan í allar attir. Einni konu hefir tekizt að sleppa burtu fyrir „prófið". Önnur komst ekki hja því, en af því hún hótaði að kæra fyrir dómstól- unum, þá er haldið, að henni hafi verið drekt í Signu. Það hefir aldrei orðið uppvist, og Signa geymir á þessu svæði inörg leynd- armál. Allir þessir aumingjar eru klæddir í skrautlegan búning frá hvirfli til ilja, og gömlu fötin þeirra bundin í böggla með steini innan f og sökt svo í ána. Upp frá þessu eru þær á annara valdi. Skuldin fyrir fatn- aðinn er reiknuð tífalt hærri en vera ber, og hún verður að gjaldast einungis með þeirri „vinnu", sem þeim er fyrirlögð. Og þessi skuld vex ár frá ári, hvar sem þær eru, með- an þær lifa. Ekkert getur bjargað þeim, þær verða andlega og líkamlega spiltar, og eng- in lög geta verndað þær, eða náð sér niðri á þessum hvítu mansölumönnum. „Matin“ kemur með fjöldamörg dæmi um þessa voðalegu verzlun, sem framin sé hver- vetna í nagrenninu við París. Hvernig eiga ungu stúlkurnar að gæta sín, þegar „veiði- mennirnir" eru þeir menn, sem sýnast vera viðkunnanlegustu og heiðarlegustu mennirnir? Þar í grendinni úti á landinu býr ung- ur, fínn, alþekktur maður, sem á fallega »villu«, hesta og vagna. Hann lifir af því, að senda „vinstúlku" sína, sem er jafnlagleg, skraut- búin og fín eins og hann, til stóru verzlun arhúsanna í París, til að ginna stúlkurnar burtu með loforðum um framúrskarandi há Iann í verzlunarhúsum í New-York, San P'ranc- isko og Chicago. Þær eru sendar á fyrsta farrými, þetta er svo sem bezta varan, og þeim fylgir fínn „herra", sem hefir verið send- ur frá Ameríku að sækja þær. Hann flytur þær líka til verzlunarhúsa —en hvílíkrar verzl- unar I Það er orðið uppvíst, að þessi verzlun á sér stað í hverju einasta landi Norðurálf- unnar, nema hér á landi hefir það aldrei orð- ið uppvíst. En það eru ekki mörg ár síðan, LAÐIÐ. að kvennmaður einn kom hingað frá Amer- í íku, sem mörgum þótti fara alltortryggilega að Hún sýndist hafa nóga peninga og hafði þó farið þangað fátæk og verið þar örstutt- an tíma. Hún létzt ekki eggja neinn mann til Ameríkuferðar, en þegar hún fór, þá fór hún aðsögn með áttastúlkur með sér, sem sagt var, að hún hefði lánað fargjald að meiru eða minna leyti. Vel getur verið, ao ekkert hafi verið athugavert við þessa stúlku, en menn geta ekki varist því, að verða tortryggir, þeg- ar menn heyra og lesa um þessar aðfarir ann- arstaðar Vér viljum þvf alvarlega ráðleggja íslenzk- um stúlkum, að hugsa sig v e 1 um og ráðg- ast við þekt og áreiðanlegt fólk, áður en þær tækju glæsilegum kostaboðum, sem þeim kynni að bjóðast f útlöndum, og ekkert síð- ur, þótt það væru íslendingar, sem væru milligöngumenn. Skuldadagarnir. Kramh. G þvl kem eg líklega einhvern tfma af. Það ríður meira á að sjá um, að ekki verði öllu stolið burtu. Garður- inn er fullur af fólki. Eg rakst á tvo stráka, sem laumuðust burtu með konjaks- flösku". „Eg hefði vel unt greyjunum þeirrar gleði, að fá að halda henni", varð Magnúsi að orði. „Eg líka“, sagði faðir hans. „Jú, ala upp þjófnað og drykkjuskap! Karl- son er að verða drykkjumaður, einungis af þvi, að ekkert eftirlit er með vínföngunum". „Eftirlit, sagði bankastjórinn hlæjandi. Það er bara eintómt orð". „Eg kom núna til að fá þessa peninga, sem eg talaði um við þig, Anton". „Þú, sem fékst 300 kr. í fyrradag. Það er eins og að fleygja þeim í brunn". „Það sýnist mér nú líka". „Þér duga líklega 50 krónur. „Það er ekki vert að tala um minna en 100 krónur. Eg er hrædd um að þú farir bráðum ekki að eiga mikið hægra með peninga en pabbi átti". Orð hennar hittu viðkvæmustu tilfinningar

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.