Kvennablaðið - 16.06.1903, Blaðsíða 2

Kvennablaðið - 16.06.1903, Blaðsíða 2
42 KVENNABLAÐIÐ. um bæjarins, og því, að liggja við bakdyrn- ar á „Hótel ísland", eða beint inn að brenni- vínsknæpunni. Upp frá Aðalstræti liggur Grjótaþorpið, sem kallað er. Þar var fyrrum bærinn „Reykja- vík“,bygður, beint á móti gamla kirkjugarð- inum eins og venja var til, að bæjardyr sneru á móti sáluhliði á kirkjugörðum. Hvort þar hefur verið Reykjavík, bær Ingólfs Arnarsonar, vita menn ekki með vissu, en trúlegt telja sumir það, enda hafa þar og fundist ekki alls fyrir löngu gamlar rústir, eða hús-undirstaða, og jafnvel eitthvað fleira, þegar grafið var fyrir kjallara að húsi þar uppi í þorpinu and- spænis bæjarfógetagarðinum, sem nú er. Upp úr Grjótaþorpinu og upp um það, liggja ýmsar smágötur, flestar frá austri til vesturs. Merkust og lengst af þeim er Tún- gatan, eða Landakotsstígurinn gamli. Hún er syðst og er eins og áframhald af Kirkju- stræti, og liggur á milli lútersku dómkirkj- unnar og katólsku kristniboðskirkjunnar, sem menn skyldu þó ætla, að ekki keptu eftir neinu sérstöku sambandi sín á milli. En ann- ars er nú búið að leggja þessa götu alveg vestur úr túnum og alla leið vestur á Kapla- skjólsveg. — Hinar smágöturnar eru Grjóta- gata, Brattagata og Fischerssund upp hjá Fischersbúð og Glasgowrústunum, en Mjó- stræti liggur eftir miðju þorpinu frá suðri til norðurs, fram hjá hinu víðfræga „Vinaminni" og norður að rústunum af gömlu Glasgow- prentsmiðjunni. Frá Geirsbúð tekur Vesturgata við og gengur í norð-vestur. Hún er löng og ligg- ur alla leið útað „Seljunum*. Nokkuru aust- ar skiftist hún og liggur þá Bræðraborgar- - stígur þar suð-vestur af henni, og suð-vestur úr honum Kaplaskjólsvegurinn suð-vestur und- ir Skerjafjörð og þaðan fram á Seltjarnarnes. En skamt fyrir vestan Bræðraborgarstíginn liggur einnig annar végur í suð-vestur út frá Vesturgötunni. Það er Framnesvegurinn, sem liggur vestur hjá Bráðræði og vestur fyrir Granda og fram á Nesið. Nokkru norðar en Vesturgatan og nær sjónum, liggur Nýlendugata frá austri til vest- urs. Ut frá þessum götutn liggja ýmsar stutt- ar þvergötur ofan að sjónum, svo sem Brunn- stígur, Bakkastígur o. fl. Ýmsar götur liggja og á milli Bræðraborgarstígs og Framnesveg- ar, svo sem Brekkugata, Holtsgata, Sellands- stígur o. s. frv. Ýmsar fleiri götur kunna að vera um bæinn, sem vér ekki þekkjum til, enda fjölg- ar þeim óðum og lengjast þær sem til eru. Þannig er síðan að þessar greinar byrjuðu búið að leggja Hverfisgötu áfram að Klapp- arstíg, og er ákveðið, að halda henni áfram yfir um Arnarhólstúnið og ofan að Kalkoíns- veginum. V. Sírœtagerðin og rennur. Menn munu nú sjá af því, sem hér er að ofan sagt, að ekki vanti bæinn stræta- fjölda og gatnatölu. En hvernig eru öll þessi stræti, götur og stígar ? Eru þau steinlögð með „klóökum" eða lokræsum niðri í jörðunni til að taka við öllum óhreinindum frá húsun- um? Eða eru það venjulegir upphleyptir vegir, með opnum saurrennum báðu megin við f Strætin, göturnar og stígarnir eru upp- hlaðnir vegir, eða „lagðir" vegir, og þarsem bezt er með opnum rennum, en víðast hvar með alls engum rennum, og verður þá alt regnvatn, skólp o. fl. að seitlast og síga of- an í göturnar sjálfar eða standa á þeim þang- að til það þornar upp. Utþensla bæjarins í allar áttir veldur því, að ókleyft þykir að steinleggja göturnar, og jafnvel búa til nýti- legar rennur. Allir hafa heyrt getið um „gullrennuna" frægu, sem kostaði þúsundir króna. Sama má segja um göturnar, að þar er gullið borið ofan í, þvf þar sést aldrei árangur af, og þó stöðugt sé keyrt ofaníburði í þær fyrir ærna peninga, þá eru þær þó jafn-ófærar eptir sem áður. Enda kveða bæj- armenn: „Eau de Cologne er óþarft að kaupa. það ilmar úr rennunum hvar sem þú fer. í gusti er afbragð um götur að hlaupa, því gullsandur fýkur í augun á þér".

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.