Kvennablaðið - 16.06.1903, Blaðsíða 6

Kvennablaðið - 16.06.1903, Blaðsíða 6
46 KVENNABLAÐIÐ. Flestir hugsa, að þeir eigi enn þá langan tíma ólifaðan, og arfleiðsluskrá geti þeir ætíð gert seinna. En hver getur ábyrgst hverjum einum að þessi seinni tími kominokkumtíma? Allirvitahvaða óþægindi hefur oft leitt af því, að engin arfleiðslu- skrá var til, þegar dauðann bar að hendi, hvað það hefur oft haft sorglegar afleiðingar fyrir fram- tíð og velferð þeirra, sem missa þar verndara sinn, og hafa þó eftil vill, ekki lagalegan rétt til arfs eftir hann. Arfleiðsluskrá, sem gerð er á síðustu augna- blikum lífsins, getur oft líka verið á margan hátt viðsjárverð, og haft alvarlegar afleiðingar. Það er svo lfklegt að dauðveik manneskja geti ekki hugsað eins ljóst í öllum greinum, og athugað alt út í yztu æsar, eins og meðan hún var heil heilsu, og hafði alla hæfileika sína óskerta. Slík ráðstöfun, stíluð og skrifuð á banasæng- inni, hefir lika í för með sér líkamlega og and- lega áreynslu og geðshræringar fyrir sjúklinginn. Óttinn við dauðann, og vissan um að brátt sé alt úti, og lífið á enda runnið, fær einskonar staðfest- ingu með arfleiðslnskránni. Þær æsandi geðs- hræringar og hugsanir, sem af því leiða, veikja enn þá meira heilsu sjúklingsins. Og öllum vanda- mönnum og heimilisfólki sem viðstatt er, hlýtur að falla illa að sjá húsbóndann, húsmóðurina, eða náfrændur og vini, sem fyrir skömmu voru með þeim heilir á húfi og í fullu fjöri, hugsa nú ein- göngu um arfleiðslu, og síðustu ráðstafanir eigna sinna með dauðann sjálfsagðan fyrir augunum, þegar heimilisfólkið sjálft hefir ekki hugann á öðru en því, að lina þjáningar sjúklingsins, og ef mögu- legt væri, að veita honum bata, heilsu og líf aftur. Nei, arflleiðsluskrár, og allar slíkar ráðstafanir eiga að gerast meðan maðurinn er heill heilsu og í fullu fjöri. En sjálfsagðast og mest áríðandi er það þó fyrir þá, sem ekki eiga beina lífserfingja, sem löglegt tilkall hafa til arfs. Hvort sem held- ur er, að engin böm séu til að erfa, eða þó eink- um ef um óskilgetin böm er að ræða, sem faðir- inn hefir ætlað arfinn, eða uppeldisfé, þá er áríð- andi og sjálfsögð skylda, að ráðstafa því á bind- andi og löglegan hátt, svo það bætist ekki ofan á missi þeirra og sorg að standa allslausir á ber- svæði Kfsins, og sjá muni þá, sem þeir hafa lagt rækt við og ást vegna eigandans, lenda í vanda- lausra höndum á uppboðinu, og oft fyrir lítið verð. Það er bein og alvarleg skylda, að „ráðstafa húsi sínu“ og efnum þegar svo á stendur, hvort sem efnin hafa verið mikil eða lítil. Eldhússbálkur. Eggjakrem. l/3 pt. af óflóaðri mjólk, ofurlftill biti af vaniliustöng, 3 matskeiðar af steyttum melis, 3 egg og 3 teskeiðar af kartöflumjöli er hrært saman í skaftpotti yfir góðum eldi, þangað til það fer að gerast. Þá er skaftpotturinn tekinn af eld- inum og stöðugt hrært í, þangað til þetta er orðið svo kalt, að það verður sett fallega upp á fat eða 1 skál. Kartöflumjölið hrærist fyrst út ( litlu af vatni, svo það fari ekki í kekki. Þetta krem má bæði bera á borð með ýmsu, og láta það á milli laga í kökur. Kálfsbringa, fylt með péturselju (persille). Taka skal 4 pd. bringu af alikálfi, og þvo hana með dúk, sem undinn hefur verið úr heitu vatni; herðablaðsparturinn og rifin, sem fylgja oft stórri bringu, eru skorin úr, og kjötið þvegið þangað til það verður heitt, (bein og úrgangur eru svo soðin vel 1 litlu af vatni, og soðinu bætt á steik- ina). Svo eru 3 stór knippi af péturselju skoluð, söxuð gróft og brúnað dálítið með 4 matskeiðum af smjöri (80 gr.). Nú er salti stráð á kjötið og því nudd- að inn í það, og péturseljusmjörið lagt ofan á bring- una, sem svo er vafin saman utan um það, og saumuð saman eins og pylsa. Þetta er svo látið í skúffuna í bakaraofninuin, eða í pott yfir hægan eld, og látið steikjast svona og soðna í 2 kl.st. Við og við er litlu af soðinu af beinunum bætt á kjötið, og sósan, sem kemur af því ausin yfir stykkið. Seinast er bætt í sósuna 3 matskeiðum af góðum, þykkum rjóma. Þegar steikin er tilbúin, þá er hún tekin upp úr, og saumgarnið dregið vandlega úr. Bringan er svo skorin í þunnar sneiðar með beittum hníf, og þær lagðar fallega hver við sárið á annari á steikarfatið. Steikarsósan er sigtuð og tekið ofan af henni, og er svo borin á borð með, í sósuskál Hænsnapostelk. Þessa posteik má búa til úr hænu, sem farin er að eldast Þegar búið er að

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.