Kvennablaðið - 01.09.1903, Blaðsíða 1

Kvennablaðið - 01.09.1903, Blaðsíða 1
Kvennablaðið kost- ar i kr. 50 au. inn- anlands, erlendis 3 kr. (60 centsvestan- hafs). r/ verðsins borgist fyrirfr»m,en 2/3 fyrir 15. jlilí. frjmttftfil&bt})* Uppsögn ikrírlef bundin við ára- mót, ógild nenia komin sé til út- gef. fyrir 1. okt. og kaupandí hati borgað að fullu. 9. ár. Reykjavík, I. september 1903. Æ 9. Frá landi Zaranna. Eftir Miss M. Rohrweger. (Handa Kvbl.). 'F eg ætti að segja yður hvað af því sem eg hefi séð, hefði haft mest áhrif á mig á æfi minni, þá mundi eg fullyrða, að það, sem eg hefði séð og reynt í Rússlandi, mundi í sam- anburði við alt annað, mega teljast áhrifamest. Það er sem þar bregði fyrir ljómandi lit- myndum af ímyndunarafli Austurlandanna, sem með sínum djúpu dultrúarsiðum vekja hjá oss alt önnur skapbrigði, en eg hefi van- ist í öðrum löndum. Þetta var laugardagskvöldið fyrir páska f höfuðborg Rússaveldis. Ef hér skyldi vera einhver, sem aldrei hefði lesið eða heyrt talað um hina uiiklu þýðingu þessa kvölds fyrir alJa rétttrúaða Rússa, þá vil eg bara segja þeim, að engir, sem ekki hafa verið í Rússlandi um þetta leyti, jafnvel þótt þeir hafi lesið um það mjög áreiðanlegar og áhrifamiklar lýsingar, sem til eru í bókum og dagblöðum, geta þó mögu- lega skilið hin undrunarverðu áhrif þessarar vorhátíðar, sem hrífur menn af öllum stéttum nærri því takmarkalaust með sér, og vekur til lífs hinar sterkustu geðshræringar og tilfinningar, eins og þeim fylgdi hitaveiki. Eg hefi ákvarðað, að sjá hátíðarhaldið í heild sinni, til þess að þekkja sem bezt öli tildrög og ástæður, að eins með rússneskum vini til samfylgdar. Mér finnst framkvæmd þessarar fyrirætlunar eigi svo vel við hin ekta slavnesku skapbrigði þessa helga kvölds. Þegar við förum á stað kl. 10 um kvöld- ið, þá úa og grúa allar hinar breiðu götur borgarinnar af fólki, einkum skrautlegasta strætið, hin nafnfræga „Nevski Prospekt",og okkur sýnist nærri því ómögulegt, að ryðja okkur áfram gegnum hinn ótölulega fólks- grúa. Ferðinni er heitið af öllum f nánd við hina voldugu dómkirkju, eða helzt að tröppunum inn að hliðinu, til þtss að geta séð hina. breytilegu og skrautlegu viðburði kvöldsins. Löngu áður en við komumst að tak- markinu, eru risavaxnir kyndlar logandi a dóinkirkjuþakinu á öllum fjórum hliðum þess. Þessi eldbíl sýnast kasta ljóma sínum yfir alla borgina. Þegar við komum þangað, sem við hugð- um vera bezt að sjá alt, þá er þar alt örð- ið fult af mannfjöldanum. Þó getum við með herkjum ruðst með hnúum og hnefum gegn um mannþyrpinguna og útvegað okkur örlft- inn blett til að hvíla okkur á skamt frá kirkju- dyrunum. Að troðast inn í kirkjuna, til þess að sjá hvað þar gerist er ekki hugsandi. Til þess hefði þurft inngöngumiða, sem við höfð- um ekki útvegað okkur. En útlendingi, sem aldrei hefir séð þetta fyrri, þarf ekki að leiðast á götunum, úti fyrir kirkjudyrunum á páskanóttina. Tveimur herrum getur enginn þjónað, og ef menn eru króaðir inni f kirkj- unni, þá missa menn af að sjá það, sem fram fer allstaðar úti fyrir. Kvöldið er nú dýrðlegt. Reglulegt vor- loft svífur í kringum oss, og stjörnurnar tindra þúsundum saman. Allir, sem ekki hafa kom- ist fyrir á tröppunum eða einhversstaðar þar í nánd, ganga stöðugt aftur á bak og áfram kringum kirkjuna, eða fyrir framan dyrnar á henni. Þrátt fyrir allan mannfjöldann, sem þar er saman kominn, ríkir þó eftirtektarverð kyrð yfir öllu. Það er lotning Rússanna fyr- ir þessu helga kvöldi og þess hrffandi minn- ingum.

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.