Kvennablaðið - 01.09.1903, Page 4

Kvennablaðið - 01.09.1903, Page 4
68 KVENNABLAÐIÐ. »Þær eru víst h!aðnar?« , »Nei . . . víst ekki!«. Hún þreif aðra skammbyssuna. »Láttu hana vera«, kallaði hann og hélt um handlegginn á henni. »En þegar hún er ekki hlaðin«. »Það gæti setið eitt skot eftir í henni. Það er ljótt að sjá slíkan hlut í lítilli, fínni hendi« Hún beygði sig yfir vopnin og sagði»En hvað þær eru allar greiptarl Alt, sem þú átt, pabbi, er af beztu tegund, — eins og þú sjálfur*. Hún strauk hlaupin á skammbyssunum með að- dáun. »Það eru hættuleg leikföng«, sagði hann og tók hlýju rósrauðu hendurnar hennar utan af þeim«. »Leikföng«, sagði hún titrandi og lét kass- ann aftur. »Þegar maður sér slíkan hlut, þá fer maður að hugsa um glæpi, svívirðingu og brost- in hjörtu*. »Um sorgir líka, barnið mitt, sem geta end- að á einu augnabliki«. »Til þess að kastast á annara hjörtu«. — Hún tók kassann af borðinu. »Hvað ætlar þú að gera?« »Pabba finnst víst, að eg sé heldur barna- leg, en eg hefi fengið slíkan geig i mig. Eg get ekki farið héðan, ekki hugsað til að sofna, ef þú hefir þær uppi. Þú hefir drukkið of mikið — berðu ekki á móti því« — sagði hún glettnis- lega. »Þvert á móti, eg hefi viðurkennt það«. »Annaðhvort læsir þú þær niður eða eg fer með þær«. »Þú heldur þó víst ekki-------«, spurði hann og var sem á glóðum. Hún hikaði snöggvast við, vegna áhrifanna af hinum óvissa, dimma efa, sem hún hafði fund- ið til síðustu stundirnar. — En svo braust minn- ingin fram um alla ást hennar og traust á hon- um frá því hún mundi fyrst eftir sér. »Og það getur þú spurt mig um«, svaraði hún af hrærðu hjarta. »Gerðu með þær hvað sem þú vilt«, svar- aði hann — vermdur af innileika hennar. Hún setti kassann aftur frá sér. »Þarna hefir þú þær, sagði hún og lauk honum upp. — Sjáðu þær nú, þú mátt gjarna hafa þær pabbi«. Aldrei hafði betur komið í ljós, hvað hún var ástúðleg, stolt, barnsleg og trúnaðarrík við föður sinn. Hann faðmaði hana að sér- »Ó, ef einhver leyfði sér að skerða nokkurt hár á þínu höíði!« hvískraði hann með tárin í aug- unum. Svo slepti hann henni svo ákaft, eins og hann hefði brent sig á henni. »Það slóst eitthvað í rúðuna*. Hann gekk fram að glugganum, sem var hálfopinn, og þeg- ar hann sneri sér frá henni, þá var andlit hans öskugrátt, »Hvað er það ?« spurði hún. Köld og dimm rakaslæða, sem liggur yfir vatninu og öllu saman«. »Eg sá hana koma. — Það er svo skugga- legt«. »Farðu nú að háttal«, sagði hann í eftir- rekstrarróm. »Og þú lfka«. »Rétt að segja undir eins — Það er rangt af mér, að halda þér svona lengi vakandi«. »Eg er ekkert syfjuð«. »Já, þá er eg það svo miklu meira«, svar- aði hann geispandi. Góða nótt, telpa mín. Sofðu nú vel«. Hann ýtti henni út um dyrnar fram f andyr- ið og lokaði þeim svo. Síðan stóð hann stund- arkorn og hlustaði eftir hinu hverfandi fótataki hennar. (Framh.). Um htirðingu ungbarna. Eftir dr. M. H. II. ÖRUNDIÐ verður fyrst og fremst að fá að starfa óhindrað, og því má ekki tálma til lengdar áhrifum lofts- ins. Ungbarnið getur hér kent móð- ur sinni hvað hún á að gera, með því að eðlis- kröfur þess koma þvf til að sparka öllu utan af sér, sem er því óþægilegt. Vöggubarnið leitast við af öllum mætti, að losa sig úr fjötrunum, og sparkar og berst um með höndum og fótum. Því er ver og miður, að það verður oftast nær að lúta fyr- ir ofureflinu, þar sem móðirin eða barnfóstr- an er. Þær óttast að barnið kvefist, og það veikist af ofkælingu, þegar það sparki öllu ofan af sér, og svo er það reyrt og vafið, og dúðað vandlega. Engin hætta er þó, að barnið ofkælist, þótt það sé létt klætt, og laust í vöggu eða rumi sínu, ef enginn súg- ur er í herberginu og hitinn er ekki minni en 140 R. Þegar barnið eldist þá ofkælist

x

Kvennablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.