Kvennablaðið - 13.09.1905, Síða 1

Kvennablaðið - 13.09.1905, Síða 1
Kvennablaðið kost- ar ] kr. 60 au. iön- anlanda, erlendis 2 kr.GO [cent vestan- bafs) 1/g v^rðsins borgist fyrfram, en *7a fyrir 16. júli. Upp8ogn skrifleg bundin við &ra- mót, ógild nema komin sé til út- gei. fyrir 1. okt. og kaupandi hafl borgað að fullu. II. ár. Reykjavik, 13. september 19 05. M 9. Hvernig á að koma i veg fyrir útbreiðslu berklaveiki á heimilunum.? Eftir Hj. Tidström lækni við brjóstveikisspitaia „Þjóðfé)agsins“ i Stokkhólmi. (Framh.). Hvar á sjúklingurinn nú að hrækja ef hann er ekki nálægt neinum hrákadalli? Bezt væri að hann bæri jafnan á sér vasa-hrákaflösku, sem hann þarf ekki að nota nema í viðlögum. Mörgum finst þetta vera fjarstæð hugsjón, af þvi ómögulegt só að fá sjúklingana til að nota flösku. En það er víst að þeir sjúklingar, sem nú þykir skömm að því, að bera bláu flösk- una í vasanum, myndu ekki vekja aðra eins hræðslu við sig hjáþeim, sem þeir væru sam- an við, eins og nú á sér stað, ef menn vissu að þeir notuðu hana. Það væri ótvíræð sönn- un fýrir því, að sjúklingurinn vissi að hann gæti útbreitt sóttnæmi, og að hann gerði hvað hann gæti til að koma í veg fyrlr það. Að hrækja i bréf, tuskur og hvað annað sem fyrir fellur, til þess að brenna það á eftir, er óhentugt. Og sjúkl. gefur mönnum með því eins mikla vitneskju um ástand sitt, og þó hann hefði flöskuna í vasanum, sem mjög hægt er að halda hreinni. Sjúkl. venst líka fljótt við að nota hana laglega, svo lítið beri á. Jafn ilt er líka að hrækja í vasaklútinn sinn, Uema i vandræðum. Reyndar fyllist vasa- hlútur berklasjúkl. daglega af bakteríum, þegar hann heldur honum fyrir munninum, er hann hóstar. En það er í augum uppi, að sjúkl. ?eta ekki varast að íá hráka á höndurnar, ef vasaklúturinn er votur af honum, og svo geta hakteríurnar borist af þeim í fötin, á húsgögn °- s. frv. Auðvitað er líka sjúkl. sjálfum hezt að renna ekki hrákanum niður, því há getur hann fengið berklana líka inn í harniana. Yér verðum að játa að mjög erfitt er að segja fyrir hvar hrækja skuli þar, sem enginn hrákadallur er í nánd, og engin flaska í vas- anum. Þetta hvetur til þess, að áherzla sé iögð á, að nógu margir hrákadallar séu i öllum híbýium, stigum, göngum, verksmiðj- um, verzlunarhúsum, og öllum opinberum byggingum. Það er okki nóg að auglýsa með feitu letri: „Hrœlcið eklci á gólfið“. Sjáið iíka um að hrákadallur sé við hendina! Óhætt er að heila hrákunum uppi í sveit- unum, út í haugana, eða einhverstaðar þar, sem ekki er hætt við að bakteríurnar berist bráðlega burtu. Annars deyja þær brátt, ef sól og ijós leika stöðugt um þær. Þó er bezt og fyrir- hafnarminst, einkum uppi í sveitunum að hella jafnan úr hrákadalli sjúklingsins í gamlan pott, sem að eins er hafður til þess, með feldu loki á. Svo má bregða honum yfir eld einu sinni í viku, og láta alt sjóða í 10 mínútur. Bezt er að hafa sóda saman við, því hann ieysir hrákana sundir og flýtir dauða bakter- iannanna. Þetta sýnist ef til vill í fyrsta áliti fyrir- hafnarmikið, og erfltt að fá íramgengt. En víðast mun það vera hægt, að missa gamlan pott til þessa, og það er tilvinnandi til að gera menn óhulta fyrir hrákum sjúkl. Hrákadallar skulu jafnan hreinsast með sjóðandi vatni: Sá sem hreinsar hrákaílát, verður að við- hafa hina mestu varkárni og þrifnað og þvo sér síðast vandlega um höndurnar. Varist að hösta, hlæja, hnerra eöa tala rétt framan í aðra. Því hjá sjúklingum eru vatns- ýrunnar, sem þannig skyrpast út, fullar af sóttkveykjum. Haldið því vasaklútnum, eða ef hann er enginn, þá í vandræðum yðar heldur hendinni fyrir munninn, en þá þarf auðvitað að skifta oft um klút, og þvo sér um höndur, svo að

x

Kvennablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.