Kvennablaðið - 13.09.1905, Síða 5

Kvennablaðið - 13.09.1905, Síða 5
KVENNABLAÐIÐ. 69 stórt herbergi með gluggum á tvo vegi, og bað mig að láta nú sem eg væri hcima lijá mér. Par var lika sannarlega heimalegt. Pað fyrsta sem eg sá, er eg kom inn, var ferðakbffortið mitt, sem eg liafði sent áður í veg fyrir mig austur til Sviþjóðar, og frk. Wærn hafði þá hugulsemi að nálgast. Herbergið var stórt. Hvitur þostulinsofn var þar að sænskum sið í einu horninu og náði iipp undir loft. Pað sldðalogaði á viðarbútunum í honum, og gerði það herbergið hlýtt og vinalegt. Yiir rúminu var stönguð stoppuð ljósleit slikiábreiða. Hús- gögnin voru samstæð og lögð með finu fléttuðu strái, bæði þvottaborð, fataskápur, kommóða, skrifborð, stofuborð og stólar. Litlu síðar kom húsmóðirin inn að sækja mig, og leiddi liún mig þá fyrst í gegnum ákaiiega stóran sal inn í bókaherbergið, sem var jafn- stórt, og búið sem dagstofa. Par samkynti hún mig 2 öðrum frænkum sínum en þeirri sem út kom og 2—3 öðrum gestum, sem hún hafði ef- laust boðið minna vegna. Paðan gengum við svo allar inn í borðsalinn, sem einnig var mjög stór. Svíar hafa venjulega ákaflega stór lier- bergi og oftast mjög smckkleg húsgögn. Inni í borðsalnum var alt bjart og uppljóm- að. Alls konar matur heitur og kaldur á borð- inu. I Svíþjóð er kaldi maturinn fyrst étinn, og fylgja honum lausir smádiskar og lítil hnífa- pör, sem viða eru lálin á boröið í hrúgu, aí því þá eta menn liingað ogþangaðum herberg- ið, sumir standandi og sumir sitjandi, el'tir þvi sem fyrir fellur. Of'tast eru það fremur karl- mennirnir sem standa, því þeir eflirláta kven- fólkinu sætin. En hér gátu allir setið. Við vorum ekki mörg, og matsalurinn og borðið var stórt. Ilér át eg í fyrsta sinni nýjan krabba (hunímer) og varð eg að fá tilsögn í hvernig eg skyldi ganga mér að mat við liann. Eins og eg gat uni áðan stendur ibúðarhúsið á lítilli eyju. Eg held að frk. Wærn eigi hana og húsið. Hún er uppalin á herragarði þar andspænis, sem heitir Baldursnes, og er alkunn- ugt bæði fyrir náttúrufegurð og fagra umgengni, úti og inni. Faðir hennar var rikisþingsmaður og forseti i einhverju mikilsverðu vísindafélagi i Stokkhólmi. Pessi eign liafði gengið lengi að erfðum og eg heyrði allstaðar annálað í Sviþjóð þá gestrisni sem þar hefði verið. Peir sem þang- að höfðu komið höfðu aldrei verið spurðir hve- nær þeir færu aftur. Peir hefðu vcrið velkomn- ir meðan þeir hefðu viljað vera. Frú Wærn misti mann sinn snemma, en bjó sjálf á eigninni lengi, og liafði þessa dóttur sina lijá sér, sem veitti öllu hinu stóra heimili forstöðu í veik- indum móður sinnar. Pegar hún dó, nú fyrir 3—4 árum, þá seldu þau systkin herragarðinn, og frk. Wærn keypti sér þessa litlu jörð. Par liefir hún 2 kýr, 1—2 liesta, liænsni og endur, og þótt hún hefði ekki þurft að búa, þá kann hún ekki við að geta ekki sem fyrri tekið á móti frændum og vinum í sumarleyfina. Til dæmis um byggingarnar og gestrisnina i Bald- ursnesi fyr, skal eg geta þess, að frk. Wærn sagði mér að hún myndi eltir, að á eínu sumri hefðu verið þar í einu 24 ungar frænkur hennar saman komnar, auk frændanna og foreldra þeirra. —Af þessu geta menn hugsað sér húsa- kynnin og aðra rausn á slíkum herragörðum. Vatnið, sem umkringir Billingsforsheitir »Lax- sjöen«. Eftir þvi ganga gufubátar. niður til Gautaborgar. En milli »Laxsjöens« og annara vatna eru skurðir gerðir, sem bátarnir ganga eftir. Peir eru svo mjóir að stiga má af bátstokkn- um ofan á bakkann, þegar vatnið er svo lágt í þeim að borðstokkurinn er mátulega hár. Allstaðarþar, sem mishæðir verða fyrir skurðunum, eru gerðar »slúsur«, það eru einskonar tröppur, sem lokur eru settar á milli, fyrir aftan og framan skipið, og vatninu svo hleyptinn í tröppuna, eðaútúr henni eftir þvi livort skipið á að fara hana upp eða ofan. Tvær slíkar »shisur« eru í skurðin- um við Billingsfors, og þótti mér gaman að skoða þær, því það var i fyrsta sinn, sem eg sá þann útbúning. Landslagið er þar ljómandí fagurt, einkum frá húsinu á eyjunni. »Laxsjöen« er þar beint á móti og reyndar alt um kring, en Baldursncs, sem stendur hærra, undir skógivöxnum ásum beint á móti. En að norðanverðu er hár ás skógivaxinn. sem liggur undir Billingsfors. Frk. Wærn gekk með mér þangað upp. Utsjónin þaðan af ásnum var ljómandi falleg. Hún sagði Billingsfors eiga skóginn svo langt sem eg sá þar í kring. Viðurinn, einkum ungviðið er haft í pappirsefni, sem svo er selt til Englands. Pað- an selja menn svo pappirinn fullgerður í allar áttir. — — Frk. Wærn hefir tekið bókasafn föður sins í sinn arfliluta, enda er luin óvanalega gáfuð og mentuð kona. Eg hefi aldrei séð nokkurt prívat bókasafn neitt í líkingu við það, og þó hafði lnin gefið Gautaborgar bókasafni 8—10 stóra kassa l'ulla með bækur. Hún helir líka á yngri árum ferðast mikið, og nú styttir hún sér stundir á vetrum við bækur sínar, þegar allir sumar- gestirnir eru horfnir heim til sín. Bókahcr- bergið sjálft var sjálfsagt 14—15 ál. á lengd og 8—10 ál. á breidd. Undir loftið hygg eg liafi verið o: 5 ái. Par var alsett bókaskápum alt í kring, frá gólli til lofts, nema þar sem glugg- arnir og ofninn var. Pó voru líka tveir stórir bókaskápar milli glugganna upp i loft, og sneru bökum saman, cn stóðu fram á gólíið. Inni í salnum, sem var fult eins stór, var lika að mig

x

Kvennablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.