Kvennablaðið - 30.01.1906, Síða 2
2
'KVENNARLAÐIÐ
veraíákafa að segja blaðamanni að skrifa
um sérstakt mál og skamma vissa menn.
Þegar svo blaðamaðurinn eðlilega sagði
honum, að gera þetta sjálfur* fyrst það
væri hans áhugamál og honum svo vel
kunnugt, þá kvaðst liinn ekki vilja gera
það, því með því skrifaði hann ókeypis í
blaðið, og hjálpaði honum. Blaðamenn
væru skyldir að skril'a um alt, — »og gera
allra skoðanir um Jeið að sínum eigin skoð-
unum, þótl þær væru gagnólíkar«, sagði
hinn. — Auðvitað! hvernig á blaðamaður-
inn að tala máli þeirra, sem liafa gagn-
ólíkar skoðanir? Það verða þcir sjálfir að
gera.
Þess vegna verða konurnar sjálfár að
tala fyrir málum sínum. Vel má vera, að
ýmsar þeirra séu t. d. Kvbl. ósamdóma um
ýms mál. Þá verða þær að sý'na það
svart á livílu. Ef Kvbl. heldur fram öðr-
um skoðiinum í kvenréltindamálum, menta-
málum, barnauppeldi o. s. frv., en fjöldi
kvenna lieíir, þá er skaðlegt, að allar hin-
ar þegi; þær verða að andæfa því og rök-
styðja mótmælin. Kvbl. álítur sig ekki
óskeikult. Það vill fegið fá að sjá skoð-
anir kvenna yfir höfuð á ýmsum almenn-
um áhugamálum þeirra og okkar allra.
Eg vona, að það sé ekki almenn ástæða fyr-
irþögn kvenna í Kvbl.,að þærvilji ekki skrifa
neitt »af því það auðgi ritstýruna«, eins og
ein útsölukona, sem er blaðinu velviljuð,
heíir sagt, að stæði i vegi fyrir útbreiðslu þess
í bennar sveit. Við veslings blaðamennirnir
höfum þá ekki leyfi til að auðgast af atvinnu
okkar, blaðamenskunni, svo við getum haft
sómasamlega ofan af fyrir okkur og fjöl-
skyldum okkar, eins og aðrir menn. Við
eigum líklega að »syngja af sulti« eins
og Sigurður Breiðfjörð, og deyja úr hungri
eins og hann. Við yrðum eflaust sjálfstæð-
ust í dauðateygjum vesaldómsins.----
Nei, því fer betur, að eg er sannfærð
um, að fáir hugsa svona. Hvervetna er
verkamaðurinn verður launanna, og islenzk
alþýða liefir oft sýnt, að hún kann að meta
blöð, þótt konurnar hugsi enn þá, að þeim
fari betur að þegja og lilusta á aðra, en
að ganga opinberlega fram og gefa tillög-
ur um, livað gera skuli þeim sjálfum og
þjóðinni til framfara.
En þér megið ekki lengur draga yður
í hlé. Þér eruð meira enn helmingur þess-
arar fámennu þjöðar og hún þolir elcki, að
helmingurinn skorist undan að taka opin-
beran þátt í framfara baráttunni.
Vissulega leggja margar af yður fram
góðan skerf með atorku og dugnaði í margs
konar lífsstöðu, og það er mikið betra en
óþörf mælgi. En ekki dygði samt, að allir
baukuðu sjer og steinþegðu. Þá j'rði sam-
vinnan lítil, »Orðin eru þó til alls fyrst«,
og með þeim má oft vekja aðra til nýrra
framkvæmda.
Takið því höndum saman, vinnið sam-
an og talið saman um hvernig þið getið
unnið til mestrar nytsemdar! Konur eru
vgnjulega hagsýnar. Þær sem þann kost
hafa verða að koma með tillögur sínar
opinberlega fram. Grafið ekki pund yðvart
í jörðu!
V irmustofur handa börnum.
i.
Þegar vér, sem erum farin að eldast,
lítum um öxl aftur í liðna timann, og
berum hann svo saman við nútímann, þá
sjáum vér að gagngerðar breytingar eru
orðnar á hugsunarhæltinum og allri lífs-
skoðun manna. En sérstaklega kemur mun-
urinn fram í barnauppeldinu, og grund-
vallarskoðunum þeim, sem þar er farið eftir.
Áður þótti alt fullgott banda börnun-
um, ogeftir því var víðast breytt; nú þykir
ekkert nógu gott handa þeim og þeirri
kenningu er leilast við að framfylgja sem
allra lengst. Á heimilunum og í skólunum,
hvervetna, eru það börnin, sem borin eru
mest fyrir brjóstinu. í öllum siðuðum
löndum er mjög mikið gert fyrir þau.
Skólahúsin eru bygð með því aðalaugna-
miði að þau séu sem björtust, loftbezt,
hentust og heilsusamlegust fyrir börnin.
Ekkert er til sparað, leikvellir og leikstof-
ur og leikáliöld, vanta ekki, auk heldur
annað.