Kvennablaðið - 09.09.1906, Qupperneq 2

Kvennablaðið - 09.09.1906, Qupperneq 2
66 KVENNABLAÐIÐ. og lcökur o. s. frv. Föstudaginn vorum við boðnar til miðdegisverðar úti í Maríulyst, fyrir utan Helsingjaeyri, og flutti sérstök eim- lest oss, með niðursettu verði. Og á laug- ardagskvöldið II. ágúst hélt landskosninga- félag danskra kvenna okkur skilnaðarveizlu á Skydebanen. Var þar fyrst sungið, spilað og lesin upp kvæði, svo dönsuðu börn ýmsa norræna þjóðdansa. Þá var gengið til borðs, sem skreytt var á allan hátt, bæði með blóm- um og flestra þjóða fánum. Síðan héldu danskar konur ógrynni af löngum ræðum, en milli þess var leikið á horn þjóðlög allra þeirra landa, sem áttu fulltrúa á fundinum, þar á meðal íslands: „Þið þekkið fold með blíðri brá", og stóðu allir upp meðan lögin voru leikin. Síðan kallaði forstöðukona lands- kosninga-félags kvenna fram hvert land, sem hafði fulltrúa, til að halda ræður, sem auð- vitað hljóðuðu allar um, að þakka fyrir sig, og höfðu þær flestar ræðurnar skrifaðar við hendina. Eg hafði ekki hugsað, að aðrir yrðu kallaðir fram en reglulegir fulltrúar. En svo var ísland kallað fram, og stóð eg þá upp og þakkað í nafni sjálfrar mín, en sér í lagi þakkaði eg í nafni íslenzkra kvenna og í nafni Islands fyrir alla þá sæmd, sem bæði danskar konur, og allur stórfundurinn, og einkum forstöðukonan, Chapmann Catt, hefði sýnt okkur, með því að taka mig þannig með sem reglulegan fulltrúa, þótt við hvorki hefðum heima neitt kosningaréttarfé- lag, eða eg hefði verið kosin heiman að til fulltrúa. Eg vissi, að það var ísland og hin íslenzka þjóð, sem fundurinn hefði viljað heiðra á þcnnan hátt, en ekki eg persónulega, og þess meira virði væri mjer það. Eg var í skautbúningi og tóku allir hon- ’um vel, og létu, sem sér findist mikið um hann. Eg var fegin að hafa hann, innan um allar þessar afarskrautbúnu konur. En óþægi- legt er þó, að standa þannig sem sýningar- munur, heilt kvöld, bæði fyrir veislugestun- um og þjónunum, sem glápa á mann. Veizlunni lauk kl. 1V2 um nóttina, en ekk- ert vín var þar á borðum. Bæði á sunnud. og í dag hafa þá verið haldnir fundir hjá mrs. Chapmann. En nú er þá loks öllu lok- ið og allir fara að hverfa heim. Eg á að heilsa íslandi frá finskum og norskum konum. Eg tók upp hjá mjer að flytja finskum konum kveðju og hamingjuósk islenzkra kvenna, og vona, að þær séu því samþykkar. Bríet Bjarnhéðinsdóttir. --- ^ » —------- Kvenfélög á Islandi. Fyrirlestnrfrú Bríetnr Bjarnhéðinsdóttur á nlþjóðnkvenmifumlÍHiim í Knu]>inannaliöfn 7.—11. ág'úst. (Pýðing.). Þau eru tiltölulega ung, íslenzku kvenfé- lögin. Aðeins þrjú þeirra eru komin af bernskuskeiði. Elzt þeirra er Thorvaldsensfélagið, stofn- að 1874. Er það því búið að ná föstu skipu- lagi. Það lætur sér sérstaklega ant um heim- ilisiðnaðinn og hefur sett á fót sölubúð, hon- um til eflingar, án þess að fá nokkurn opin- beran styrk. Því hefur viljað það tii, að það hefir frá fyrstu haft ötula forstöðukonu, þar sem er landlæknisfrú Þórunn Jónassen. Nú á það hús í miðhluta Reykjavíkurbæjar, þar sem það hefir sölubúð sína. Arið sem leið seldi það vörur fyrir hér um bil 20 þús. krón- ur. Félagskonur annast sjálfar um útsöluna ókeypis, svo að félagið fær þó nokkrar tekj- ur, þótt sölulaunin séu ekki nema 10 af hundr- aði hverju. í vetur sem leið, var samþykt á fjelags- fundi að stofna sjóð af tekjuafganginum við útsöluna, efla hann smámsaman, og þegar nægilegt fé væri fengið, að koma upp upp- eldisstofnun fyrir börn. Þá kemur næst Lslenzha kvenfélagið, stofnað 1895 af Þorhjörgu Sveinsdóttur. Það var fjölmennt félag. I Reykjavík einni voru þannig í byrjun félagskonur nokkur hundruð að tölu. Auk þess átti að stofna undirdeildir víðsvegar um landið og áttu þær allar að hafa sama aðalmarkmið eins og Reykjavíkur-

x

Kvennablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.