Kvennablaðið - 27.11.1906, Blaðsíða 1

Kvennablaðið - 27.11.1906, Blaðsíða 1
Kvennablaáiðkost- ar 1 kr. 50 an. inn- anlands, erlendis 2 kr.60 [centvestan- hafs) */ 3 v^rðsins borgÍBt fyrfram, en 2/3 fyrir 15. júli. típpsogn skriáeg bundin við ára- mót, ógild nema komin sé til út- get. fyrir 1. okt. og kaupandi hafl borgað að fullu. 12. ár. Reykjavík, 27. nóv. 1906. M II. Nútíðarmál kvenna. Því hefir oft verið hreyft 1 Kvennablaðinu, að íslenzka kvenfólkið ætti að vera áhugameira 1 öll- um efnum en það er. Það ætti alt að eiga ein- hver áhugamál, sem það vildi vinna fyrir, og ef þyrfti með — berjast fyrir. En hingað til hafa á- hugamálin sýnst bæði vera fá og smá, að minnsta kosti hjá flestum konum. Á síðustu árum hafa þó stöku félög verið stofnuð til að vinna að ýmsum nauðsynlegum mannúðarfyrirtækjum. En rnjög hafa það verið tiltölulega fáar konur, sem lagt hafa þar veruleg- an áhuga fram. Kvennablaðið ætti að vera nokkurkonar sam- einingarband og talfæri milli kvenna, þar sem þær gætu ráðgast hver við aðra um áhugamál sín og skoðanir, og borið fram ýmsar mismunandi til- lögur til framfara í ýmsar áttir og tekið saraan höndum, til að vinna að sameiginlegum framför- um kvenna í öllum efnum. En lítið bryddir á slíkum félagskap eða áhuga. Það er alveg undantekning, ef nokkur einasta kona fæst til að tala opinberlega í blaðinu um nokkurn skapaðau hlut. Annaðhvort er áhuginn enginn á neinu, engin þrá til að breyta neinu, eða framkvæma neitt, eða konur hafa ekki rænu á því, nenna því ekki, vilja það ekki. — Allstaðar annarstaðar í heiminum eru konur komnar svo langt, að margar þeirra eru farnar að finna sárt til þroskaleysis þeirra og áhugaleysis. Þær eru farnar að starfa einbeittlega að því að safna sér saman í fylkingu um sameiginleg mál sín. Þær krefjast þess að fá að taka þáttl áhuga- málum þjóðanna. Þær segja: „Vér erum annar helmingur þjóðarinnar, vér erum þjóðfélagsborg- arar, höfum að mestu leyti sömu skyldum að gegna og karlmennirnir, vér erum mikið meira en þeir: Vér erum mæður og fóstrur æskulýðsins, Vér krefjumst því fullra mannréttinda og þjóðfé- lags-réttinda. Vér viljum fá leyfi til að vinna fyrir börn vor, fósturjörðina og sjálfa oss á hvern þann hátt, sem hæfileikar vorir leyfa. Vér viljum taka þátt í öllum yðar áhugamálum sem jafningjar og félagar yðar. Réttið oss hendina, sem vinir og bræður og þér munuð ekki iðrast þess“. Öll kvennablöð erlendis fylgja þessum kröfum að meira eða minna leyti. Sum þeirra flytja ekk- ert annað. En — hverir eru þeir sem rita slíkt? Eru það að eins ritstjórarnir? Nei — það eru að mestu leyti konurnar sjálfar. Þar koma áhuga- mál þeirra greinilegast fram, og þar berast þau á milli manna, verða rædd og samþykt eða þeim verð- ur mótmælt. Blöðin eru nokkurskonar þing, þar sem öll mál eiga að ræðast af hverjum sem vill. — En hjá oss hér á ísiandi, vilja konurnar ennþá ekki eiga nein mál á því þingi, þær vilja láta leggja alt upp í hendurnar á sér fyrirhafnarlaust. Kvennablaðið getur hvorki né má, sitja af- skiftalaust hjá, þegar systur vorar úti í heiminum eru risnar á fætur, til að berjast fyrir framförum og réttindum sínum. Sú hreyfing er svo sterk og hefur svo djúpar rætur, að hún er ef til vill einmitt merkasta hreyfing þjóðanna um þessar ar mundir. Menn eru löngu hættir að hlæja að ákafanum og öfgunum, sem þær eru líka vaxnar frá, þótt þær í fyrstu yrðu að nota það til að vekja eftirtekt á málefnum sínum. Nú eru þær virtar, almenningsálitið er víða algerlega með þeim, og stjórnmálamennirnir eru farnir að taka tillit til þeirra. Ymsar konur álíta, að Kvbl. ætti að halda fast við slna upphaflegu stefnuskrá: heimilin, en ekki fara út i þessa sálma. En Kvbl. viil heldur ekki afrækja þau mál, sem lúta að því að bæta þau. Það vill einmitt víkka verksvið kvenna og sjóndeildarhring þeirra. Það vill vekja konur til þekkingar og umhugsunar um manngildi sitt og hæfileika og fá þær til að nota þá alla. Konur segja að okkur varði eingöngu um heimilin. En hvað mörg mál eru þá ekki, sem koma heimilun- umvið? Kemur heimilunum og konunum ekki við, hvernig skólarnir eru, sem börnin þeirra ganga i? Eða kemur þeim ekki við, hvaða kennarar fjalla þar um? Kemur þeim ekki við, hvort dætrum þeirra sé gert létt eða erfitt fyrir að komust áfram og geta unnið fyrir sér eins og drengirnir, án þess að vera upp á þaó komn- ar að gifta sig? Kemur þeim ekki við, að þótt

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.