Kvennablaðið - 27.11.1906, Blaðsíða 2

Kvennablaðið - 27.11.1906, Blaðsíða 2
82 KVENNABLAÐIÐ. dæturnar hafi lært söniu atvinnugrein eða iðnað og piltar, eða tekio embættispróf með jafn-góðri einkunn, þá hafi þær engan rétt til að fá em- bætti eða geta notað sér námið? Og þótt um at- vinnu eða iðn væri að ræða, þá yrði þeim borg- að mikið minni laun fyrir sömu verkin ? Kemur ekki konu drykkjuinannsius við, hvort vínsala og vínaðflutningur er leyfður eða ekki? Kemur ekki konum við híbýli og heilsufar barna sinna og heimilisfólksins, svo þær ættu að geta haft ein- hvern áhuga fyrir heilbrigðismálunum, svo sem spítalastofnunum, læknaskipun, sóttvörnum o. fl? Og kemur konunum ekki við, að þótt þær standi sjálfar fyrir stóru búi og gjaldi öll gjöld og skatta til almenningsþarfa, þá hafi þær ekki rétt til að velja þá menn, sem eiga að ákveða þessi gjöld, og verði að gera sér að góðu, þótt það séu rnenn, sem þær að engu leyti bera nokkuð traust til, eða álíta hæfa til þess. Og þótt þær viti, að þeir berjist gegn ýmsu, sem þær állta alveg nauðsynlegt? Meðan við konurnar höfum elcki pólitiskan atkvæðisrétt, þá taka karlmenn ekki neitt tillit til hvað við segjum í þeim efnum. Þeir hlusta ef til vill snöggvast á það, en ypta svo öxlum og álíta það sem annað barnahjal. Það gera þeir ef til vill oft líka við ýmsa menn, sem engin deili vita á þessum málum, menn, sem margar konur standa framar í öllu tilliti. En þeir þora ekki að láta þá sjá það opinberlega, af því þeir þurfa atkvæða þeirra með. Það verður ekki fyrri en konurnar hafa fengið jöfn réttindi og^ karlmenn, þegar þeir þurfa á fylgi þeirra að halda, og fara að ganga sínar pólitisku biðilsferðir til þeirra, til að ná í at- kvæði kvenna — þá fara þeir að hætta að brosa að skoðunum þeirra. Þá verða þeir annaðhvort að fallast á þær eða hrekja þær með rökum. Þá fyrst fara konurnar að læra að hugsa. Um alt þetta ættu konurnar hér á landi að hugsa, og vinna að. Vér eigum ekki að hleypa oss út í flokkapólitík, vér eigum að eins að taka höndum saman til að fá sérmálum vorum fram- gengt. Vér eigum að verða viðurkendar sem annar partur þjóðarinnar. Því verðum vér að fá sem flesta með oss, en helst engan á móti oss. Þingmenn vorir margir hverir og ráðgjafinn eru hlyntir jafnrétti kvenna. Innan skams er búist við, að stjórnarskráin verði tekin fyrir til umræðu og breytinga. Látum oss því smíða meðan járn- ið er heitt og nota nú tækifærið. Til þess að konur íái pólitiskan atkvæðisrétt þarf stjórnar- skrárbreytingu. Vér eigum að koma því máli inn á þingið fyrir þann tíma. — Allra helst strax í sumar. Til þess þurfum vér að taka hönduni saman, mynda smádeildir af kosningaréttarfélagi kvenna, sem öll standi í innbyrðis sambandi og gera alt til þess að fá þingmenn til að fylgja fram málum vorum. Sjálfsagt væri að senda út áskor- un til þingsins. sem allra flestar konur skrifuðu undir um, að það tæki þetta mál á dagskrá þeg ar stjórnarskráin yrði rædd næst. Ef nógu marg- ar undirskriftir kvenna fengjust, þá er enginn efi á, að þingið og stjórnin mundi sinna þessu máli. Okkar núverandi stjórn hefir einmitt sjálfrið- ið á vaðið með það, því pólitiskur atkvæðisréttur kvenna, var eitt af nýmælunum í io manna frum- varpinu 1901, og er auðvitað, að ráðgjafinn og þeir þingmenn, sem voru fiytjendur þess mundu verða með. þessu rnáli nú. Þegar þar bætast svo við allir þeir úr hinum flokknum, semjafnan hafa fylgt jafnrétti kvenna fram, þá má telja víst, að kosningarréttarmálið mundi verða samþykt af þinginu. Öll þessi mál og ýms fleiri, sem konum og heimilunum kemur við vill Kvbl. styðja. Því mið- ur er það alt of lítið til þess að þau verði rædd nægilega í því, einkum af því að það er ekki svo fjölkeypt og vel borgað, að það geti slept auglýs- ingum, og væri þó konum innan handar að styrkja svo eitt blað, að það þyrfti ekki auglýsinga við. Eg hefi því hugsað mér næsta ár, að fjölga tölu- blöðum þess, án þess að hækka það í verði, ef konurnar sjálfar vilja styrkjaþað til þess, með þvl að fjölga kaupendum og sjá um skilvísa greiðslu á andvirðinu. I íælíur. Kvinderetsbevægelsen i Nord Amerika. Et efterladt Arbejde af Dagmar Hjört (födt Harbou.) Udgivet ved Niels Hjort. Gyldendals Boghandel. Nord- isk Forlag. Köbenhavn og Kristiania 1906. Bólc þessi, sem er gefin út eftir dauða frú Hjort af rnanni hennar, inniheldur öll helztu ágripin af sögu kvenréttindahreyfingarinnar í Norður-Ameriku. Efninu er auðvitað ekki eins skipulega niður raðað og ef frú Hjort hefði enzt til að gera það sjálf, af því að maður hennar var málinu of ókunnugur og því, hvernig hún hafði helzt ætlað að raða því niður. En bókin gefur ágætt yfirlit yfir alla kvenfrelsisbar- áttuna í Ameríku. Hún er vel skrifuð, og full

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.