Kvennablaðið - 27.11.1906, Blaðsíða 3

Kvennablaðið - 27.11.1906, Blaðsíða 3
KYENNABLAÐIÐ. 83 af dæmumog smáviðburðum, sem lýsa lyndis- einkunnum ýmsra helztu forvígiskvennanna mjög skýrt. Hún er orð í tíma talað; því einmitt nú, þegar konurnar hér á Norðurlöndum eru farnar að hefja sömu baráttuna, er það mjög þýðingarmikið að hafa greiðan aðgang að glöggum skýrslum, um uppruna þessarar hreyfingar og meðul þau, sem forvígiskonurnar í Ameríku notuðu, til að hrinda henni svo langt áleiðis, sem hún nú er komin. Vér viljum mæla hið bezta með þessari bók, því hún ætti sannarlega skilið að vera nokkurs konar hússpostilla á hverju heimili. Að minnsta kosti ætti hver kona, sem ann jafnrétti og framförum kvenna, að kynna sér hana. Hún væri einkar hentug til lesturs í skólum, einkum í kvennaskólum, til að gera ungum stúlkum ljóst hvað það væri, sem konurnar væru að berjast fyrir, og gera þeim ljósa þýðingu þessa máls. Það mundi koma í veg fyrir marga hleypidóma og skýra mál þetta útrúlega mikið fyrir nemendunum og þar af leiðandi fyrir al- þýðunni. »Danmark derude«. heitir dauskt tímarit, sem byrjaði að koma út í haust x. okt. Ritstjórar eru H. Green og H. Stein. Það á að taka til umræðu öll mál, sem eitthvað snerta verzlun eða hagsmuni Dana erl. Blaðið er sent Kvbl. til um- sagnar. Eftir Elsu Ek. (FrhJ. Um veturinn var fjölgunar von hjá Hedmans hjónunum. Agða var oft lasin, en Pétur kvað það ekkert vera, þegar alt væri af staðið þá breyttist það í eintóma ánægja og gleði. En Agða var hugsandi og alvarleg, þvert á móti þvi, sem maður henna'r var, sem ætíð var glaður og kátur, og bollalagði um hvaða einstakur dugnaðar strákur „drengurinn" þeirra skyldi verða. Hann skyldi ekki kreppast af neinum viðteknum venjum í uppeldinu, heldur skyldi það þroska alla hans góðu hæfileika. „En nú verð eg að segja af eða á hvort eg tek á rnóti miðdegisboðinu hjá borgmeistaran- um“, sagði hann einu sinni við borðið við konu sína. „Þóra Hall segir mér að konur séu líka boðn- ar þar", sagði Agða. „Svo". „Þá fer þú auðvitað ekki“, sagði Agda óþolin- móðlega, „fyrst þau hafa ekki boðið mér". „Já, en þú hefðir þó ekki vel getað farið hvort sem var", sagði Pétur og var mjög undr- andi á svipinn, „eins og nú stendur á fyrir þér". „En þau hefðu samt átt að bjóða mér, fyrst þau buðu þér", sagði hún. „En það hefði verið alveg sama sem að bola þér frá", sagði hann. „Ef þú fer, þá tek eg það svo“. Pétur ypti öxlum óþolinmóðlega, en þegar hann leit á Ögðu, þá vorkendi hann henni og sagði gamansamlega. „Nú jæja, fyrst þú þorir ekki að sleppa mér einum innan um þenna töfr- andi kvennahóp, þá skal eg senda afboð". „Svo gekk hann út og kysti hana að skilnaði með nokkrum góðlegum gamanyrðum, sem komu henni til að hlæja. En hláturinn var ekki hjartan- legur. Henni fannst hún ekki geta hlegið að at- hugaleysi Péturs og kæruleysi í hans ytri fram- komu gagnvart henni. Hann ætti jafnan að standa á verði fyrir að stöðu hennar yrði ekki misboðið. Hún gat ekki leyft honum að vera jafn áhyggju- lausum í þeim efnum og lögfega giftum eigin- rnanni, þótt skaplyndi hans hneigðist mest að því, og þótt hún hefði mjög vel getað umborið það ef hún hefði verið lögleg eiginkona hans. Nokkru síðar kom móðir hennar, og með henni einskonar breyting á heimilið. Pétur var ekki vanur að umgangast gamlar heldri konur, og átti því erfitt með að ná réttum tökum á því, hvernig hann skyldi haga sér sem tengdasonur hennar, um lengri tíma. En hann gerði virðing- arverðar tilruunir til þess. Og Agða brosti smátt með sjálfri sér af að sjá hvað honum vai þetta óeðlilegt. En aftur á móti féll Jienni illa að sjá hvað móðir hennar, sem annars var svo frjáls- mannnleg, gat stundum orðið feimulega vand- ræðaleg. Það var auðséð að henni fannst alt af samband þeirru Péturs og Ögðu hálí ólögmætt. „Hvað hafið þið gert til þess að tryggja fram- tíð barnsins?" spurði hún Ögðu einu sinni. „Barnsins?" át Agða eftir. „Já, til þess að tryggja stöðu þess. Hún gæti orðið mjög óviss ef annaðhvort ykkar Péturs dæi. En ef svona hjónaböna eru þinglesin þá er réttur bæði barnsins og konunnar nokkurnveginn trygður". „Auðvitað", svaraði Agða og varð dálltið heit og áköf í rómnum, eins og hún hafði áður átt vanda til. „Það er gott ráð, en við Pétur höfum viljað vefa alveg óháð öllum lögum í okkar hjónabandi, og ekki einu sinni nota okkur af þessum lögum. En við höfum með arfleiðsluskrá okkar gert alt sem unt er til að ^ryggja stöðu barnsins". Frh.

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.