Kvennablaðið - 18.12.1906, Blaðsíða 1

Kvennablaðið - 18.12.1906, Blaðsíða 1
KvennablaðiðkoBt- ar 1 kr. 60 au. inn- anlands, erlendis 2 kr.60 [cent vestan- hafs) */3 verðsinB borgiat fyrfram, en a/s fyrir 16. júli. Uppsögn skriflcg bundin við ára- mót, ógild nema komiu bó til út- get. fyrir 1. okt. og kaupandi hafl borgað að fullu. 12. ár. Reykjavík, 18. des. 1906, M 12. Eftir Elsu Ek. (Frli.J. En þótt Agða gerði sig svona hugrakka, þá var samt mestalt hennar gamla hugrekki á förum. Með sjálfri sér var hún hrædd um, að barnið mundi með tímanum gjalda þessa ólögmæta sam- bands, og ekki hata kraft, fremur en hún, til að taka þvl með fullkominni rósemi, þrátt fyrir allan sannfæringarákafa hennar. En áhyggjur móðurinnar og ömmunnar urðu óþarfar í þessu tilliti, því barnið var svo veik- burða og lasið að það dó skömmu eftir fæðinguna. Agða frlskaðist seint og var lengi mjög lasin, svo fékk hún gigthitasótt og lá lengi í henni. Og þegar hún frískaðist loksins, þávarmaður hennar svo hræddur við ýms eftirköst, sem íylgja þeirri veiki venjulega, að hann vildi hún ferðaðist til einhvers heilsubótarstaðar yfir veturinn. Það varð úr að hún fylgdist heim með móður sinni til Uppsala. En þar veiktist hún attur, og kom svo ekki heim fyr enn í júnf. Þá hafði Pétur fengið leyfi frá embættinu um tíma, svo þau gætu fylgst að til heilsubótarhælis, upp i hárjöll- unum í Noregi. „Kæri Pétur, á þenna hátt veiztu varla af að þú átt konu", sagði hún. „Mér finnst heil eilífð síðan eg gekk um mitt hér heima. Ætli þér hafi nú fundist þú vera hálft svo einmana og mér fannst eg vera. Pétur faðmaði hana og fullyrti, að hann hefði saknað hennar. En hann var ekki neitt sérlega ánægjulegur þegar hann sagði það. „Lotta hefir þó líklega hugsað alminnilega um læknirinn meðan eg var í burtu", sagði Agða þegar vinnukonan kom með súpuna. „Hann hefir áreiðanlega lagt af‘‘. „O, sei, sei, nei. Vfst ekki“, sagði læknirinn. „Eg hefi reynt það eftir því sem eg hefi haft vit á“. „Og maturinn hefir verið óaðfinnanlegur". „Nei, Lotta lætur engan svelta eða líða illa, það veit eg bezt síðan eg var sjúk. En þú þarft hvíld“, sagði hún við mann sinn. „Já, eg þarf að hvíla mig dálítið, og hrista af mér smábæjarleiðindin", sagð hann. Þau voru svo saman einn mánuð í Noregi. En þá skipaði læknirinn við heilsuhælið Ögðu að vera þar í tvo mánuði til. Og þótt hún mælti á móti, þá varð hún að láta undan. „Eg verð hér lfklega hinn ákveðna tfma“, skrif- aði hún nokkuru síðar til Péturs, „þvf eg sé að mér batnar heilsan daglega, svo eg verð líklega að vera þolinmóð, svo eg geti kornið vel frísk heim til þín“. En veðrið var svo kalt og ilt síðasta tímann, að heimþráin varð of sterk hjá Ögðu og hún lagði af stað 14 dögum fyr en ákveðið var. Hún ætlaði að koma Pétri á óvart. Það voru mikil vonbrygði fyrir hana, að Pétur var í læknisferð úti á landinu þegar hún kom heim. En það var samt hreinasta ánægja að vera heima, og finna að hún væri vel frísk og að alt gætt nú farið að ganga með sfnu venjulega lagi. Ó, hvað það er indælt að vera aftur heima! Agða settist þreytt niður f hægindastól og varð um leið litið á Lottu, vinnukonuna. — En hvað gengur að Lottu? Ögðu varð bilt við. — Hún Lotta, sem var svo væn og dugleg! Var hún nú búin að kasta sér ofan í ógæfuna! Hún reyndi að láta sem ekkert væri, en gat það ekki. „Nei, Lotta“, sagði hún svo alt í einu, og tárin komu fram í augun á henni. „En hvað mér leiðist þettal Ætlar Lotta að gifta sig?“ „Gifta mig?“ sagði Lotta og roðnaði. Nei, svo heppin er eg nú ekki\< »En hvernig gat Lotta þá?“ spurði Agða á- hyggjufull. »Er hann þá giftur?" »Ó, hvorki giftur eða ógiftur", svaraði Lotta önuglega. Það var eitthvað í rómnum, sem vakti athygli Ögðu. Hún svaraði engu, en beið eftir skýring- unni. Ó, nei, eg má víst hypja mig héðan, sýnist mér«, kveinaði Lotta. Agða leit á hana undrandi án þess að skilja neitt. „Því frúin vill víst ekki hafa mig hét lengur!" Lotta gæti vel komið aftur þegar alt er af- staðið", sagði Agða. Faðirinn gefur líklega með barninu". „Já, það kemur alt niður á lækninum, skal eg segja frúnni, því frúin má gjarnan fá að vita hvernig maðurinn hennar er.“ Agða sat þar alveg forviða og án þess að vita

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.