Kvennablaðið - 18.12.1906, Blaðsíða 3

Kvennablaðið - 18.12.1906, Blaðsíða 3
KVENNABLAÐIÐ. „Já, því gleyma menn þúsundum saman". »Það er svo, jæja«, sagði hún hálfstamandi. En eg hélt þú berðist fyrir, að ranglætið gagn- vart óskilgetnum börnum væri afnumið og áð þú álitir, að það ætti ekki að vera til nein afhraks- stétt af óskilgetnum börnum. Atti það ekki að fylgj- ast að: að skerpa ábyrgðartilfinningu foreldra við óskilgetin börn, um leið og hjónabandið breyttist og það yrði frjálst." »Það var og er framvegis skoðun mín", sagði, Pétur „þótt eg, eins og margir fleiri, hafi vikið af þeim vegi, sem eg vildi ganga, og hafi svikið þau heit, sem eg ætlaði mér að efna, Kom- andi kynslóðirnar verða sterkari og færari til að ná þessu takmarki, sem við lögðum, og vísuðum þeim veginn til,þóttvið megnuðum ekki að ganga hann óaðfinnanlega«. „Máske"; Agða reyndi að jafna sig, „Þú get- ur náttúrlega áætlað tímann, bæði fyrir þínar eft- irfarandi kenningar og aðrar fyrirætlanir þínar, sem þér þóknast. Eg verð aldrei móðir neinna barna at þinni kynslóð, sem verður eftirlátið að vinna sér það þrek í raun og veru, sem feður þeirra eignuðust aldrei, nemaísínum fögruræðum." »Þótt þú getir ekki fyrirgefið neitt af því illa, sem eg hefi gert þér, þá ættir þú þó að reyna með dálitlu hófi að líta á einlægan og veikan vilja«, sagði Pétur frá sér numinn af sorg og gremju. „Eg skal þrátt fyrir alt, sanna þér, hvað mín elska til þín er einlæg." „En mín þá“, svaraði Agða. „Mér finst hún hafi orðið að ösku og reyk — og án ástar beggja hlutaðeigenda má hjónahandið ekki eiga sér stað. Það var líka ein af þínum fyrri kenningum." Pétur varð alveg ráðalaus af örvæntingu. „Mér flnst eins og alt hafi hrunið í kringum mig“, hélt Agða áfram. „Eg held mér hefði veitt hægra að halda mér á floti, ef og hefði verið frá- skilin kona. En eins og það er nú, þá finst mér vera svo jafnt ákomið með mér og — Lottu.— An nokkurra réttinda, hvorki til eins eða annars, til þín eða þessa heimilis". „Agða", sagði Pétur biðjandi- Allir, sem elska, treysta jafn efalaust drengskap og trygð þess, sem þeir elska, sagði Agða. Og ef þessir eiginleikar ertt svona fágætir, þá — þá verða þeir, sem hafa reynt það og dæmt — með öðrum orðum — þá verður þjóðfélagið að reyna að vernda þann hlutaðeigandann, sem mest á í hættunni, og vegna þessarar þungu byrði, sein náttúran hefir lagt á hana, verður fyrir svo voða- legu skakkafalli, eins og konan verður í samband- inu við manninn. „Ef lögleg gifting gæti sætt þig betur við stöðu þfna, þá er eg fús til að ganga að því«, sagði Pétur- »Nei. Eg tala að eins frá almennu sjónar- 9i miði. Eg vildi ekki giftast, nema eg giftist til að skilja undir eins aftur." „Getur þú ekkert mýkt þig? Þótt eg hafi brotið móti þér, þá elska eg þig þó heitt og ó- umbreytanlega. Var þfn ást svo veik og lítil, að þú getir ekki einusinni hugsað þér að fyrirgefa eina hrösun. »Ein hrösun ábyrgðarlauss manns, sem leitar að hálfvegis afsökun, af því konan sé ekki heima og hann hafi verið drukkinn. Hvað ætli eg hefði til að styðja mig við hjá þér? Næsta sinni gætir þú borið þessu sama ábyrgðarleysi þínu við móti mér. — Hvernig þorir þú að tala um kœrleika við mig,“ „Hvernig gat svo veik og hverfandi tilfinning eins og þessi tilfinning þín hefir verið, kallast kœt- leikur", sagði hann. »Hvort sem eg elska þig eða ekki, þá get eg ekki breytt öðruvísi en eg geri: Eg þekki til fulls, erfiðleikana við að búa 1 frjálsu hjónabandi. Þó skyldi eg hafa gert það, ef eg hefði getað gert það með djarflegum svip, og án þess að þurfa að skammast mín. »En fyrst að þ'ín trygð hefir brugðist, þá hefi eg ekki lengur neitt traustakkeri. Þvf frjáls sam- búð stendur og fellur með trúskapnum. Við verð- um að eins varnaðardæmi f þessu máli, sem við ætluðum að verða lýsandi fyrirmynd«, sagði hún beisklega. »En gættu vel að þvf, að staða þín verður hálfu erfiðari ef þú skilur við mig", sagði hann. „Það kemur ekkert málinu við", svaraði hún. „En hvernig ætlar þú þá að fara að framveg- is“, svaraði Pétur. „Til aö byrja með, fæ eg víst hæli heima hjá mömmu", sagði hún kuldalega. „Eg fer héðan á morgun og svo verður alt að ganga eins og það vill“. »Hafðu þó ofurlitla meðaumkun með mér, Agða“, sagði Pétur í örvæntingu. Hann bað hana og dýrkaði, en hún stóð þög- ul og tilfinningarlaus. Hún var eins og hún vær alveg dofin, einungis ein tilfinning vakti fyrir henni: að hún yrði að komast burtu svo fljótt sem unt væri. Orðin trusu á vörum Péturs við þessa steingjörfingsró hennar. Það var eins og hvorki orð eða nokkur meining kæmist yfir það hyldýpi, sem hafði opnast milli hans og konunnar, sem hann elskaði með allri þeirri ást sem honum var ásköpuð, Loksins þagnaði hann líka. A þessu augnabliki vareitthvað það f augnaráði P., sem líktist neyðarópi sálar, sem óttast að missa lífsskilyrði sinna beztu eiginleika. EnAgðaheyrði einungis óm hinnar huglaustt og ódrengilegu af- sökunar og útskýringa Péturs, í fyrsta ráðaleys- inu- Hún fann að eins að alt hafði hrunið í mola, í kringum hana sjálfa. En hún sá ekki, hvílík áhrif hún hafði með þessu á aðra sál. — Daginn eftir flutti hún heim.

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.