Kvennablaðið - 18.12.1906, Blaðsíða 6

Kvennablaðið - 18.12.1906, Blaðsíða 6
94 KVENNABLAÐIÐ. kvæðisrétt. Nú þegar, Parlamentið var opnað í haust, þá fór á sömu leið. Konur höfðu loforð 2/a þingsins í neðri málstofunni að fylgja þeirra máli. En þegar þær héldu þeir væri hættir við það, þá tóku þær fram í ræður og þóttu það spell svo mikil, að þær voru settar í fangelsi. Ein af -þeim var Dora Montefiore. Þær gátu sloppið ef þær vildu borga hver um sig go kr. sekt. En það vildu þær ekki, af því með þessu móti vekja þær eftirtekt á málinu og fá fleiri til að aðhyllast það. Signora Prófessor Teresa Labriola. Þessi unga kona er prófessor við háskólann í Róm. Þegar hún kom fram á ræðupallinn í sumar á stórfundinum, til að lesa upp skýrslu sína um kvennréttindafélögin á ítallu, sem hún var fulltrúi fyrir, þá sögðu allir blaðamennirnir, sem sátu neðanundir pallinum. »Hvað vill þetta barn fara að tala um kvennréttindin! Þegar henni var sagt þetta, brosti hún og kvaðst ekki vera neitt sér- legt barn; hún væri nú 31 árs gömul. Hún var eiginlega eítirlætisbarn áhorfendanna, svo ram. suðræn, sem hún var: kolsvart hár og augu, grönn og fín, fjörleg og gáfuleg. Frú Louise Norlund er kennarakona við einn af alþýðuskólunum, og forstöðukona 1 »Dansk Valgretsforbund". Hún var hreykin yfir því, að hún væri eina konan, sem væri í einu sósíalista- félagi í Höfn og talaði þar á fundum og væru þar þó 300 meðlimir. Frú Petersen-Dan hefir teiknað uppkast af félagsmerki fyrir hið »International« kosningar- réttarfélag. 1904 hafði það boðið þeim lönd- unt, sem tóku þátt í fél. að keppa um teikningu fyrir sameiginlegt félagsmerki, og varð hún hlut- skörpust. Merkið sýnir réttlætisgyðjuna með metaskál í höndunum, og á merkinu stendur: »Kosningarréttur". Frk. Elína Hnnscn er forstoðukona fyrir hús- stjórnarskóla í Höfn. Hún var gjaldkeri mót- tökunefndarinnar í Höln, sem sá um veru og skemtanir handa fundarkonunum. En hún var lfka túlkur ■% ið fundinn og leysti þann starfa framúrskarandi vel af hendi, því á kveldfund- unum átti að snúa öllum ræðunum á dönsku, og fylgdist hún svo með, að jafnskjótt og ræðukona var hætt ræðunni, þá stóð hún upp og las hátt og snjalt upp alt aðalinutak hennar á dönsku, hvort sem ræðan var á ensku þyzku eða frönsku. Litunarjurtir. Krapp-jurtin {ntbia tmclorium) á heima í Aust- urlöndum, en er ræktuð sunnan til í Evrópu. Ræturnar eru rauðar og í þeim litunarefnin alis- arin og parpurm. Úr þessum rótum er gert gul rautt duft, sem hættir við að hlaupa í harða köggla, og fæst þar f verzlunum. Ef duftið dregur að sér raka úr loftinu, þá verður það brúnrautt og þyng- ist líka við það og skemmist. Oft er það svikið og blandað berki og leir. Menn verða því að taka það besta sem fáanlegt er til þess að ná hreinum, rauðum lit. Ternambúk-tréð (baesalpina brasilieusis) vex í Brasilíu og er viður þess rauður og í honum rautt litunarefni, sem heitir brasilin. Viðurinn er rifinn með raspi og svarfið selt, en nái loft til þess, þá missir það smátt og smátt litunarefnið. Coclieuille (coceus acti) er trjálús, sem lifir á ýmsum kaktusjurtum 1 Mexiko, Mið-Ameríku og kringum Miðjarðarhafið. I henni er rautt litunar- efni, sem carmin heitir. Þessar trjálýs eru smáar, og þegar þær eru þroskaðar eru þær silfurgráar, rauðbrúnar, eða jafnvel alveg svartar. Þær dökk- ustu ertt beztar. Þegar þær eru steyttar eða mal- aðar, verður mélið rakt, og ættu þær ætíð að kaup- ast ósteyttar. Gulspónn (iíka nefndur gultrá, gult Brasilíu- tré og Cuhu tré) er hinn guli kjarnviður af litun- ar-Morberjatrénu (Morus tinctoria), sem vex í Suð- ur-Ameríku og Vesturheims-eyjum. Hann flyzt í verzluninni raspaður eða höggvinn niður og er mest notaður til að blanda með honum aðra liti. Leggja skal hann í bleyti áður hann er notaður, og er best að hafa raspsvarfið í ljereftspoka, því það er þægilegra, en að sía það frá á eftir, þegar búið er að sjóða litinn. Gurkomeio heitir þurkaður rótarstöngull af af jurt (barcuma longa), sem vex 1 Suður- og Aust- ur-Asíu. Hann er gulur og í honum gult litunar- efni, sem circumin heitir. Úr þessum rótarstöngli er gert dttft og er mest notað til að blanda með því liti. ALFA 1ÁRGARI1 ætti hver kaupmaður að liafa. Útgefandi: Bríet Bjarnhéðinsdóttir. Prentsm. Gulenberg.

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.