Kvennablaðið - 18.12.1906, Blaðsíða 2

Kvennablaðið - 18.12.1906, Blaðsíða 2
90 KYBNN A.BLAÐIÐ. við hvað hún átti. „Hvað á Lotta við?“ sagði hún. „Eg á við, að það er læknirinn, sem verður að borga meðgjöfina með barninu, því það er hann og enginn annar, sem á það. Nokkrum tímum seinna, kom Pétur heim. Þá sat Agða inni í salnum náföl og óhreyfanleg eins og myndastytta. Hann gekk til hennar með kvfðablendnum svip. En þegar hann leit framan í hana, þá sá hann að hún vissi alt. „Þú kemur og gerir manni bilt við“, reyndi hann að segja gamansamlega, til að vita hvort úti væri um alt, „Já, eg kem og geri ykkur bilt við", svaraði hún og stóð upp. En um leið og hún stóð upp og leit framan í Pétur og ógæfu þá, sem henni var borin að höndum, þá urðu geðshræringarnar og veikindin henni yfirsterkari svo hún féll í óvit. Pétur bar hana inni í rúmið hennar. En það leið langur tími áður en hún fékk meðvitundina. Þegar hún raknaði við. þá var hún svo rtlgluð og veik, að hún sýndist ekki muna neitt af því, sem íyrir hafði borið. Um kveldið gaf Pétur henni inn svefnduft og féll hún þá f djúpan svefn og svaf alla nóttina. Þegar hún vaknaði næsta dag, þá var Lotta farin úr húsinu. Agða lá stundarkorn og reyndi að hugsa sig um. Svo klæddi hún sig fljótlega. Þegar hún var alklædd, þá kom Pétur og gægðist hljóðlega inn. „Hvernig líður þér?“ sagðí hann hálfhikandi. „Þú hefðir ekki átt að fara á fætur 1 dag.“ „Það gengur ekkert að mér“, sagði hún og gekk um leið inn í hin herbergin. „Eg er alveg örvita af sorg yfir þessu", sagði Pétur. »Þú verður að fyrirgefa mér, Agðal Kon- an hlýtur að geta fyrirgefið.“ Agða stóð stíf og köld og opnaði varirnar eins og hún ætlaði að segja eitthvað. En hún gat engu orði komið upp. „Eg var svo einmana hérna. Og við höfum öll okkar bresti. Og svo kom þetta fyrir á einni óhappastund". Agða ansaði honum engu. »Hefðir þú komið viku seinna, eins og ráð- gert var, þá hefði hún verið komin burtu«, sagðf Pétur hikandi. „Eg hafði reynt að fá hana til að fara fyrri, en hún var svo þrálynd og vitlaus". „Það var henni varla láandi", svaraði Agða. Hún furðaði sig á því, að hún findi enga sorg, heldur væri svona róleg og köld. „Hún var ein af þeim stúlkum, sem eru fyrir- fram ákvarðaðar til hrösunarinnar — með ein- hverjum", tautaði Pétur. „Það hefði þó átt að vera talsverður ábyrgð- arhluti og samvizkubyrði fyrir þann, sem hjálpaði henni til að uppfylla þessi örlög sín«, sagði Agða harðlega og spottandi. »Það var eins mikið henni að kenna eins og mér«, svaraði Pétur. „Hún varað minnsta kosti ódrukkin. — En nú fór hún héðan í mprgun". „Já, það getur skeð, að það hafi verið henni til áfellis, að hún var ódrukkin", át Agða á eftir, eins og hálfhugsandl. Pétur þagnaði. Hann vissi ekki hvað hann átti að gera af sér, þegar hún tók þessu með þvf- líkum kulda. „Minna vegna hefðir þú ekki þurft að reka hana út«, sagði Agða eins og hún vaknaði af svefni. „Eg gef henni auðvitað mitt sæti eftir," Pétur varð orðlaus af sorg og reiði. „Hún á nú meiri kröfu til þfn en ég“, bætti Agða við. »Eg hélt þú mintist þess að við höfum bund- ist heitum, sem við álitum vera jafn-bindandi og þó þau hefðu verið gerð frammi fyrir altarinu", sagði Pétur loðmæltur. „Heit, sem þú hefir rofið“, sa'gði Agða. »Eg hefi brotið gegn þeirri trygð, sem eg var þér skyldur. En eg hefi ekki brotið móti kær- leikanum til þín eða að hann hafi minkað, það get eg staðfest með eiði", sagði hann með ákefð. „Mörgum af þeim heitum, sem unnin eru frammi fyrir altarinu er líka misboðið. En þau eru ekki rofin fyrir það.“ „En þess konar heit, sem við gáfum hvert öðru, verða að haldast þrefalt heilagri en þau, sem unnin eru fyrir framan altarið. Hvað hefi eg nú lengur að styðja mig við? Hvorki heiður, kærleika eða trúnað, hvorki lög eða réttindi." „Réttindi hefirðu til að styðja þig við.“ „Hvaða réttindi? Þeirrar fyrstu?" sagði hún fyrirlitlega". „Kallaðu þau hvaða nafni sem þú vilt“, svar- aði hann örvæntingarfullur. „En þótt eg hafi hrasað og brotið á móti þér, þá leysir það þig ekki frá heitum þfnum og skyldum við mig.« „Ekki það? Okkar samband er frjálst." „Ekki á þann hátt", mótmælti hann. „En barnið?" sagði Agða, eins og henni kæmi það fyrst nú f hug. Hvað ætlar þú að gera við það?« »Það skal auðvitað verða séð um það«, sagði hann. „En nafn, heimili og faðir? Vilt þú gefa því erfðarétt me,ð þeim börnum, sem þú viðurkennir arfgeng?" »Eg skal uppfylla uppeldisskyldur mínar við það. Og svo skulum við reyna að gleyma tilveru þess«, sagði hann, eins og hann vildi gera hana rólega. »Geta menn gleymt tilveru þess, sem rnenn hafa gefið lífið? sagði hún í háðslegum spyrjandi rómi.

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.