Kvennablaðið - 28.02.1907, Blaðsíða 1

Kvennablaðið - 28.02.1907, Blaðsíða 1
Kvennablaðiðkoat- ar 1 kr. 60 au. inn- anlands, erlendis 2 kr.60 [cent vestan- hafs) */> vorðsins borgist fyrfram, en */» fyrir 15. júli. imtnalUabii). Uppsogn skrífleg bundin við ára- mót, ógild nema komin sé til út- gel. fyrir 1. okt. og kaupandi hafl borgað að fullu. 13. ár. Hann Guðm. Friðjönsson í dómarasætinu. Guðmundur Friðjónsson hefur skrifað nokkra greinarkafla í ísafold um áhyggjur sínar við- víkjandi íslenzku þjóðinni, siðferði hennar og framtíð. Nokkur hluti annars kaflans í 9. tbl. Isa- foldar, snertir íslenzkt kvenfólk svo mjög, að ekki verður hjá því komist, að drepa á hann hér. Eftir nokkrar skáldlegar lýsingar á því, hverjar séu mestu menningarþjóðirnar, kemst hann að þeirri niðurstöðu, að það séu þær þjóðir, „þar sem karlmennirnir meta kven- fólkið, og kvenfólkið heldur fast á sœmd sinni“. Forfeður vora á „gullöldinni" segir hann hafa staðið svo hátt, að konur þeirra og dæt- ur hafi lagt tii „annan og þriðja hvern þátt í örlagavef þjóðarinnar og sögunnar“. Og að konurnar hafi þá verið mjög vand- ar að virðingu sinni, tekur hann konu Króka- Refs sem dæmi, af því hún vildi ekki taka ástarhótum hirðmanns Haralds konungs Sig- urðssonar fram hjá manni sínum. Hann segir enn vera til heiðarlegar kon- ur hér á landi, sem hvervetna ávinni sér virðingu. „En hinar eru of margar, sárgræti- lega og svívirðilega margar“. Nú farist þeim ekki eins vel, þegar útlendingurinn flangsi til þeirra, eins og konu Króka-Refs. „Nú tíökast þau breiðu spjótin, að ís- lenzka stúlkan og konan liggur fallin fyrir útlendingnum, ef hann kemur við hana með flötum lófau. — — „Þannig erþjóðin stödd: Forkólfar þjóðmálanna taka ofan höfuð sitt í konungsgarði. — Og ofrnikill hluti kvenna vorra verzlar með sœmd sína eins og duggara- bandssokka,----Onnurhver stúlka í landinu lastur útlendinginn fleka sig, þegar því er að M 2. skifta og þarf til þess meðaldurg og annan verri hjð, en alls ekki betri mennu. Þessu tii sönnunar tekur hann svo það dæmi, að stúlka (líklega þingeyzk, eftir því sem skilst á greininni) hafi farið norður með strandferðabát, og samrekt skipstjóra á leið- inni. „Hún hafi verið væn og vel gefin", og mjög ófeimin yfir þessu háttalagi. Lausaleikskrakka, sem fæðist í fiskiver- unum, teíur hann aðra sönnunina. — 81íkur er mergurinn málsins, að því er íslenzku kvennþjóðina snertir hjá Guðmundi. Til þess að geta kveðið upp slíkan dóm, yfir allri íslenzku kvenþjóðinni, þarf meira en fáein dæmi af handahófi tekin, af ósiðsöm- um stúlkum. Þar sem „önnur hver“ íslenzk stúlka er talin vændiskona, þá nægja slík sönnun- argögn lítið. Svo ódrengilegar og ærumeiðandi ásak- anir og sleggjndómar, gera hvorki þjóðinni gagn, né höfundinn góðfrægan. „Sæmdmannaer fleiri enein". Þaðersitt- hvað að vera góðfrægur og að vera frægur að strákskap og illkvitni. Það er ekki nóg að þvo sér upp úr sínu eigin keitukeri, til þess að verða róttmætur dómari, sem að ósekju getur kveðið upp sakfellingardóm yfir miklum hluta þjóð- arinnar, en gera sig svo sjálfan sekan í sömu viilunni og menningarleysinu. Þvi ef það er menningarvottur karlmanna, að meta kvenfólkið, og ef með þessu orði er átt við að virða það, en ekki að dæma eða verð- leggja, þá er menning Guðm. Friðjónssonar ekki djúp. Ennþá eru margar Króka-Refs-konur til. Ennþá eru þær konur miklu flestar, sem hvorki falla fyrir útlendum né innlendum „með- aldurg, né öðrum betri mönnum, þótt því só að skifta". Það sannar ekkert, þótt hinar séu of marg- Reykjavík, 28. febrúar 1907.

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.