Kvennablaðið - 28.02.1907, Blaðsíða 2

Kvennablaðið - 28.02.1907, Blaðsíða 2
10 KVENN ABL AÐIÐ. ar, sem breyta öðruvísi. Það er gamla sagan : að hvorki menn né konur séu svo góðir, sem þeir ættu að vera. Þótt ekki væri nema ein kona eða maður, sem öðruvísi breyttu, þá væri það of mikið. En slikt verður ekki lagað á þann hátt, að setja alla kvenþjóð íslands í gapastokkinn frammi fyrir löndum og lýðum. Því miður eru hér á Islandi sem annar- staðar til konur, sem ekki meta sæmd sína sem skyldi. En þær verða ekki dregnar upp úr glöt- uninni með því, að flestum heiðarlegum konum sé skipað sæti á sama bekk. Miklu fremur. munu þær þá þakka guði, að þær séu „ekki ' verri en aðrar". Fyrir nokkrum árum, varaði einn af vor- um helztu læknum opinberlega í blöðunum við innflutningi hættulegs sjúkdóms, sem stafaði frá útlendingum (eða þeim mönnum, sem í útlöndum hafa verið). Það var nauð- synlcg viðvörun og gerð á þann hátt, sem samboðin var heiðarlegum og samvizkusöm- um manni. Með því var enginn brennimerkt- ur, en þar voru þó færðar þær sannanir, sem ekki urðu véfengdar. Menning íslenzku kvenþjóðarinnar liggur að miklu leyti á valdi karlmannanna, bæði í þessu sem öðrum efnum. Ef karlmennirnir sjálfir virða konurnar, og setja þeim eðlilegt verksvið, þá munu konurnar líka læra að virða sig og sæmd sína. Látið þér konurn- ar fá víðtæka og holla mentun, veitið þeim sömu mannréttindi og borgaraieg réttindi og karlmönnum, alið þær upp til þess að vinna fyrir sér á hvern þann heiðarlegan hátt, sem hæfileikar þeirra leyfa, gjaldið þeim sömu laun fyrir störf þeirra og karlmönnunum, og kennið þeim að keppa við að leysa þau jafn- vel af bendi, innrætið þeim frá æsku ábyrgð- artilfinningu og tílfinningu fyrir því, að þær séu þjóðfélagsborgarar, eins og karlmennirnir, — en ekkert leikfang þeirra — og þá mun- uð þér sjá, að konurnar virða bæði sæmd sína og þjóðarinnar í heild sinni. Hingað til hafa karlmenn sjálfir kent konum, að þær ættu að vera leikfang þeirra. Er þá furða, þótt ávextir slíkrar kenningar hafi verið rotnir? Ef nokkuð er synd á móti heilögum anda, þá er það það, að taka frá mönnum ábyrgðartilfinninguna og skyldutil- finninguna. Þær tilfinningar hafa karlmenn jafnan deyft eða deytt hjá konunum. Þœr hafa aðeins átt að vera til þeirra vegna, en ekki vegna sjálfra sín. Þær hafa haft leyfi til að töra, en ekki til að lifa sjálfstæðu, and- legu lífi. Þeirra skoðanir á málum hafa aldr- ei verið teknar til greina. Þeirra einasti við- urkendi réttur hefir verið að þola og líða, en ekki að stríða og sigra. Og svo fáið þér karlmennirnir konurnar, eins og þér sjálfir hafið skapað þær, þar sem bóndadóttirin er, sem samrekkir skipstjóranum á strandbátn- um, og virinustúlkan, sem verður þunguð í verinu. Því eruð þér þá ekki ánægður með að kenningar yðar beri stöku sinnum eðli- lega ávexti? Merkileg tilraun. Lundúnablaðið „The Daily Express" langaði til að sannfæra heiminn, og þó einkum og sér í lagi enska verkamenn um, að hægt væri að lifa, og meir að segja lifa góðu lífi fyrir miklu minna fé, en haldið væri. Daglegt fæði var svo ákveðið, að skyldi kosta 4 pens = 30 aura um daginn fyrir fullorðinn mann. Arangurinn af þessari tilraun varð alveg óvenjulegur, því nú kom í ljós, að hægt var að spara að miklum man ýmsa útgjaldaliði. Fyrst varð að finna menn, sem nota átti við tilraunirnar. Meðal hinna mörgu atvinnulausu manna í Lundúnum síðastliðinn vetur, var skó- smiður, steinsmiður og skrifstofuþjónn, sem voru fúsir til að láta reyna þetta við sig. Fyrirliði einn úr sáluhjálparhernnm slóst líka í félag með þeim. Auk þess var þar ætíð blaðamaður við allar mál- tíðir, en ekki jafnan sá sami. Þessir menn voru allir frá 25—38 ára gamlir, og skósmiðurinn hafði ilt „bronkitis" þegar byrjað var. Þessum fjórum mönnum var komið fyrir á fá- tækrahæli nokkru, og urðu þeir að heita því, að fara ekkert út fyrir lóð hælisins og tilheyrandi spítala. Þetta fanst þeim óþægilegasta fyrirskipunín. Ein af „systrunum" sagði þeim til með hvernig matvör- urnar ættu að notast. Þessir fjórir menn voru sína vikuna-hver í eldhúsinu. Allan daginn voru þeir við vinnu, sem einkum var aðgerðir við spítalabyggingarnar, garðvinna o. fl. Aila þessa þrjá mánuði hafði yfirlæknirinn á spítalanum umsjón yfir þeim. Hann var ákafur

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.