Kvennablaðið - 28.02.1907, Blaðsíða 6

Kvennablaðið - 28.02.1907, Blaðsíða 6
14 KVENNABLAÐIÐ. kringlur. — Yzta brúnin á kraganum er hekluð af þrem umferðum af föstum lykkjum, eins og sést á myndinni af kraganum, og sést þar greini- lega, hvernig laufin eru. Einnig má hekla svona stjörnur til að leggja með kjóla og kjóltreyjur, hvort sem villheldur lausar, eða i samanhangandi ræmu með tveim blöðum á milli, og heklaða laufabrún báðu- megin utan með, eins og er á ofanverðri myndinni neðst á blaðsíðu hér á undan. Utan úr heimi. ITiiiiilaiicl. Par halda konurnar ekki kyrru fyrir i vetur, þótt þær hafi fengið kosn- ingarrétt og kjörgengi til þingsins. Parerueig- inlega tveir stjórnmálaflokkar: »Svenska Folk- partiet« og »Ungfinnska-partiet«. Báðir flokk- arnir vilja koma konum að til þingsetu. Konurnar úr svenska alþýðuflokknum í Helsingfors héldu fund snemma í haust, og á- kváðu 3 konur sem þingkvennaefni: Helenu Westermark, rithöfund, Dagmar Neovius, kenslu- konu og Annie Furuhjelm, ritstýru »Nútíðar«. A þessum fundi var ákveðið að halda próf- kosningarfund 30. des. 1906, og voru 20 konur kosnar í nefnd, til að koma a fót reglulegum kosningarfélögum til að kjósa einhverja af þess- umkonum,ogmæla hvervetnu fram með peim. Undirbúningskosningarfundurinn fyrir Hels- ngfors-umdæmi var svo haldinn, eins og til stóð, og fékk Helena Westermark flest atkvæði, eða 1,231. Eftir er nú að vita, hvernig fer, peg- ar kosningarnur hafa farið fram fyrir alvöru. Konurnar í Helsingfors í »Ungfinska« flokkn- um, héldu líka fund fyrst í des. og var þar lögð fram skrá yfir mál þau, er þær viídu fylgja: Löglegt fyrirkomulag í landinu, framfarir og jafnt réttlæti við alla. Sömuleiðis var á dag- skránni: að verja stjórnarfarslegt sjálfstæði Finnlands, og efla alþýðumenninguna og fram- farir,,á lagalegum grundvelli i landinu. Aþessum fundi var meðal annars líka rætt um réttindi lausaleiksbarna. Fundurinn sam- þykti, að þeim bæri að fá nafn og erfðarétt eft- ir föðurinn. —- Akveðið var, að giftingaraldur kvenna skyldi ekki vera lægri en 17 ár. Islensk frímerki. eru keypt hæzta verði, eða tekin í skiftum fyrir svensk frímerki. Verðlisti sendist ókeypis. Vi< 1:11' Lindberg, Hernösand. Svíþjóð. ,Bazar‘ Thorvatðsensfélagsins tekur í umboðssölu allskonar ísl. iðnað, einkum heimilisiðnað, svo sem: ullar- vinnu, hannyrðir, silfursmíðar, útskorna muni, gamla og nýja, skinn, einkum sútuð skinn og tóuskinn, svipur, tóbaks- bauka, aska, spæni o. s. frv. Eigandi ákveður sjálfur verðið, (óvar- legt er að setja það hærra en svo, að lík- indi séu til að hluturinn seljist). Sölu- laun 10°/o. Muni má senda til einhverrar af oss undirskrifuðum. Guðrún Árnason, Ingibjörg Johnsen, Katrin Magnússon, Maria Ámundason, Ásta Pálína Porkelsson, Ragnheiður Guðmundsdóttir, Pórunn Jónassen. Ijeilbrigíi er hamingjai Eg hefi i mörg ár þjáðst af andköf- um, og leitað árangurslaust læknishjálp- arviðþeim. En eftir það að eghefi nú í síðastliðin 3 ár hrúkað daglega Kína- lífs-elixír Waldemar Petersens, þá hefir mér hér um bil batnað þessi sjúkdómur. Holeby, 11. septemher 1906. Kona N. P. Helvigs skósmiðs. Dagmar Helvig f. Jakobsen. ALFA MAMARiNE ætti hver kaupmaður að hnfa. Taugaviðkvæmni og magakvef. Þrátt fyrir stöðuga læknishjálp heíir mér ekki batnað, en aftur fékk jeg heilsuna við að brúka Elixírinn. Sandvík. Eiríkur Runólfsson.

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.