Kvennablaðið - 28.02.1907, Blaðsíða 4

Kvennablaðið - 28.02.1907, Blaðsíða 4
12 KVENNABLAÐIÐ. sínum inn í stofuna þeirra, settist. þar óboðinn ofan á fína hægindastólinn með sirzishlífinni og sagði stuttlega: „Hér er eg þá kominn aftur, móðursystir mín«. — Ekki nokkurt afsökunarorð eða útskýring því hann hefði komið aftur. alveg eins og hann áliti sjálfsagt að vera hér til dauðadags. Þær urðu öldungis forviða! En þegar mesta undrunin var farin að réna, þá buðu þær hann hálfhikandi velkominn, spurðu hvernig honum hefði liðið, og hvernig hann hefði getað leitað þær uppi. Hann kvaðst hafa verið í Chicago, sig hefði langað heim, því hefði hann komið heim til Svíþjóðar Hann hefði komið fótgangandi frá Gautaborg til Bóráss. þar hefði hann hitt Ola gamla, sem hetði hvatt hann til að halda áfram til Litlaskógar. Aleiga sín væri í töskunni, sem hann bæri á öxlinni, þar væru tvær flúnelsskyrtur, tvennir sokkar, tvær tóbakspípur, og stór sjó- mannshnífur. Og upp úr vasa sfnum tók hann skinnpung með 7 krónum og 8c aurum, þetta væri aleigan. Aumingja móðursystir hans leit órólega á Betty, og hún aftur á aumingjann hann Janna, og svo aftur á móður sína. Hún vissi varla hvort hún átti að hlægja eða vera alvarleg. „Auminginn! Við verðum fyrst að fá hon- um einhver hrein föt að klæðast í, og eitthvað að éta. Hann er alveg glorhungraður og hvik- nakinn að sjá. Eg skal sjá um herbergi handa þér, og eitthvað heitt að borða. Eða hvað Janni?« „Þakka kærlega fyrir boðið", sagði Janni og leit á þær báðar með alt öðru augnaráði, en hann hafði gert fyr meir. Augun voru blátt áfram ertn- islega hrekkjaleg, og brosið, sem breiddist yfir stórskorna andlitið hans var mjög dularfult. Frú Bogren, móðursystur hans, grarndist það mjög. »Þú hefðir gjarnan getaðlátið okkur vita eitt- hvað um þig Janni, sagði hún vingjarnlega. Eg veit varla hvar eg á nú að koma þér niður þegar þú kemur svona óvænt«. »Eg hafði engin skriffæri í töskunni minni«, sagði Janni afsakandi, og ef systir vill ekki taka tnig, þá verð eg líklega að hafa mig aftur á stað“. sagði hann og stundi við. „Hvað ætlar þú nú að takast á hendur?« spurði móðirsystir hans. »Það veit eg ekki“, sagði hann og klóraði sér í höfðinu mjög áhyggjulega. „Veit það ekki! — Hefi ekki hugsað um það! — „Já, það er dálaglega svarað af 28 ára karl- manni — Veit það ekki — eg vil fá að heyra þig segja þetta aftur!" fnæsti móðursystir hans. Janni þagði. Hann var orðinn niðurlútur og mjög ráðalaus og örvæntingarfullur að sjá, þar sem hann starði þunglyndislega fram íyrir sig. Betty stóð kyr og starði á hsnn. »Vertu nú góður, Janni, og kærðu þig ekki um, hvað mamma segir; hún vill þér þó að minsta kosti vel, og þú ert velkominn til okkar, eins og þú ert“, sagði Betty, og lagði höndina vingjarn- lega upp á öxlina á Janna. Þá var sem leiftri brygði fyrir í stálbláu augunum hans, en áður en hann fengi svarað nokkru, sagði móðursystir hans: „Heyrðu Janni, eg hefði fegin vtljað gera eitt- hvað fyrir þig, einkum vegna hennar móður þinnar heitinnar, þvl hún var ágætiskona, vinnusöm og áreiðanleg. En eg er ekki auðug, og þú hefir enga heimild til að setjast hérna að. Heyrir þú það? Heyrirðu hvað eg segi?« bætti hún við óg hækk- aði málróminn. „Já, móðursystir mín“, sagði hann og leit upp. „Þú segist gjarna vilja gera eitthvað fyrir mig vegna hennar móður minnai". „Það sagði eg ekki, — eg sagði, að eg vildi það, en gæti það ekki", leiðrétti móðursystir hans áköf. „Maðurinn minn lét mér ekki mikið eftir sig“. „Eftirlét hann mér nokkuð"? spurði Janni ein- feldnislega. „Þér! — þér! — ertu frávita?" æpti móðursystir hans. „Þér, sem fórst eins illa að og þú gerðir, straukst í burtu og------« „Já, en nú er eg líka kominn aftur«, • kallaði Janni upp hróðugur, stóð upp af stólnum og hristi sig eins og votur loðhundur. Og þegar móðursystir hans sneri sér undan mjög gröm, þá fór hann að sverja og sárt við leggja, að hann skyldi aldrei nokkurntíma oftar strjúka burtu, og baka frændfólki síuu með því enn þá meiri sorg og áhyggjur en áður. Og svo settist hann þar að. Betty var eins vingjarnleg og áður, stjanaði við hann og sá um hann, svo hann varð brátt sem heimamaður. Það sást brátt. að hvað sem hann hafði haft fyrir stafni þarna yfir í Ameríku, þá hafði hann lært að vera iðinn og gera gagn. Enn þá hafði hann sömu löngunina til að taka alla hluti í sundur, en nú setti hann alt saman aftur, svo það varð sem nýtt. Hann byrjaði mðð saumavélina henn- ar Bétty, svo lagaði hann línkeflingarvélina, og brunnvinduna og leiddi vatnið frá brunninum inn í húsið, Karenu gömlu til mikillar ánægju, Eftir þetta var hann eftirlætisgoð hennar, og hægri hönd Betty í matjurtagarðinum og blómsturgarðinum, svo móðursystir hans vildi ekki heyra þessar 7,80 nefndar á nafn, þegar hann vildi fara að borga þær í fæðispeninga eftir vikuna. (Frh.).

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.