Kvennablaðið - 28.02.1907, Blaðsíða 3

Kvennablaðið - 28.02.1907, Blaðsíða 3
KVENNABLAÐIÐ. 11 jurtafæðumaður, og því alveg jafn ant um þessa til- raun eins og „The Daily Express", þótt það væri ekki einungis af þjóðmegunarlegum ástæðum. „Því til þessað fá ódýrt fæði verður að lifa á jurtafæðu", (Varla þó á íslandi) sagði hann. Auðvitað urðu mennirnir að neita sér um tó- bak og vínanda, ef fæðið átti að fást fyrir 30 aura, enda var það nauðsynlegt vegna tilraunarinnar, því hægt hefði verið að halda, að tóbaksnautn og vín- anda hefði deyft sultartilfinninguna. Þeir héldu líka heit sitt um það, að fá sér engan aukamat þá þrjá mánuði, sem þessi tilraun stóð. Hér er skýrslan yfir matinn, eins og hann kostaði í Lundúnum: Morgunverður: Hafragrautur . . . . 1 pd. 15 aurar. Hveitigrjónakökur . . a1/*— 17 — Sykur . ............6 gr. 2 — Plöntufeiti.........60 — 6 — miðdagsverður: Baunir..............lJ/2— 20 — Brauðbýtingur . . 2 "ít brauð 20 — Plöntufeiti.........60 gr. 6 — Sykur...............60 — 2 — Rúsínur.............2>/J ® 11 — Eftirmatur: Brauð........................11 — Berjahlaup...................11 — Kakao........................ 7 — Kvöldverður: Risgrjón............1 */* ® 11 — Laukur..............1 ® 11 — Plöntufeiti.........60 gr. 6 — Samtals á dag 1 kr. 56 aurar. Nú hefði mátt ætla, að eftir 3 mánuði mundu þessir 4 menn flýta sér til næsta matsölustaðar til þess að fá sér hina safamestu kjötsteik, sem unt væri að fá. En það varð alt annað ofan á. Þeir voru svo ákafir við að ljúka af að stinga upp og jafna garðbleltinn sinn, að þeir vildu heldur léttan miðdagsmat og fengu sér að eins brauð og ost. Kjötlöngunin var ekki ríkari en það. Allir höfðu þeir lézt fyrsta mánuðinn, en farið svo að þyngjast, og verið þyngri seinast, en þegar þeir byrjuðu til- raunina. Allir voru þeir miklu hraustlegri, og fanst þeir vera miklu færari til vinnu en áður. Og allir voru þeir ásáttir um, að fyrir engan mun hefðu þeir viljað verða af þessari tilraun, þótt þeim hefði stundum leiðst dálítið i „gamla hælinu". Allar upplýsingar og forskriftir um matinn o. fl. eru nú gefnar út í bók á ensku sem heitir: „How to live on four pence a day". Publiched by C. Arthur Pearson, Henriette Street, London C. W. „Janni aumingi". Eftir Cecilia Milow. (Frh.). „Uss, ekki skuluð þið vera hrædd um hann Janna eða bera kvlðboga fyrir honum, sagði hann einusinni. Hann er, svei mér, kominn til hans sonar míns í. Ameríku". Móðurbróðir Bogren þóttist verða öskuvondur og lét á sér heyra, að vanþakklæti eru þau laun, sem heimurinn býður, og frændur eru frændum verstir. — Þó var hann i hjarta sínu ánægður yfir þvíað hafa orðið alveg af með þenna ógæfu- fugl á svona góðan hátt. Konan hans, sem hafði á sinn hátt verið ant um þetta eina systurbarn sitt, andvarpaði með köflum og sagði: »Ojæja, hvemig skyldi „Janna aumingja" líða í Ameríku«? Og þegar Betty sagði það sama, þá sagði OIi gamli, að Janni mundi víst smíða sína eigin lukku þarna yfir í gullland- inu, fyrst hann hefði aldrei fengið að reyna það hér heima. * . * * Tíu ár eru liðln. Bogren móðurbróðir hefir safnast til feðra sinna og verksmiðjan er komin i eigu annars. Ekkja hans er flutt frá Bórási óg hefir keypt sér fallega dálitla villu 1 grend við Litla- skóg. Þar býr hún með dóttur sinni, sem nú er tvftug, og hinni dyggu Karenu, vinnukonu sinni. Hún og Betty sjá um búskapinn og heimilið, garðinn, fjósið, grísastíuna og hæsnahúsið, svo að það er mesta fyrirmynd. Betty er ekki fríð. En hún hefir góð og gáfu- leg augu, fallegan litarhátt og tennur. og mikið og fallegt gullbjart hár. Hún er sviphrein og við- mótið þýtt, ,hún er alvarleg, með viðkunnanleg augu, dálítið glettnisleg, og spékoppa í kinnum. Hún er há og beinvaxin, og aldrei iðjulaus. Hún óf og vann fötin handa sér og móður sinni, og falleg léreft og dúka, sem hún selur líka. Öll föt á heimilinu saumar hún, auk heldur fötin handa Karenu gömlu. Hún var líka eftirlætis- barn allra 1 nágrenninu. Þannig líður tíminn fyrir þeim tilbreytingalítið, nerna þegar þær hafa stöku sinnum smá kaffiboð hjá sér til að hressa sig upp. En einn rigningardag, rétt fyrir miðsumarið, vita þær ekki fyr enn »Janni aumingi« kemur þeim alveg að óvörum, án þessað hafa gert þeim aðvart með því að skrifa eða senda þeim símskeyti, alveg gegnvotur og óhreinn upp á höfuð, eins og reglulegur umrenningur. Hann hafði ekki fyrir að berja að dyrnm, heldur labbaði sig í hægðum

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.