Kvennablaðið - 20.01.1910, Blaðsíða 2

Kvennablaðið - 20.01.1910, Blaðsíða 2
2 KVENNABLAÐIÐ. kvenna gagnvart karlmonnunum, tók »Framsókn« að sér, sem þíer stofnuðu frú Sigríður þorsteinsdóttir og fröken Ingibjörg dóttir hennar á Seyðisfirði. Það virtist svo sem þessi tvö kvennablöð bættu hvort ann- að upp. Margar góðar vekjandi greinar komu í »Framsókn« á fyrstu árum hennar. En hún náði aldrei tökum á hugum og hjörtum islenzku kvenþjóðarinnar. íslenzka kvenþjóðin var enn ekki nægilega þroskuð fyrir þessar hugsjónir. Ekki getur það talist íslenzkum kon- um til sæmdar, að þær létu þetta eina kvenréttindablað sitt þurfa að deyja út. Því í raun og veru var þeim ekki eins mikil þörf á neinu eins og málgagni, sem berðist öfluglega fyrir i'éttindum þeirra, sem væri sá hljómsterki lúður, sem vekti þær af margra alda svefni og dáðleysi. Þótt svo illa tækist til, að íslenzkar konur þektu ekki hvað til þeirra friðar heyrði um þær mundir, er »Framsókn« hóf göngu sína, þá er mikil breyting orðin nú á í þeim efnum. Tíðari samgöngur við umheiminn og áhrif þau, sem þaðan berast, gera það Ijóst, að n ú getum vér ekki verið án slíks blaðs. Auðvitað er þvi svo farið enn sem fyr, að konur vilja lítið af mörk- um leggja til að halda því úti. En eins víst og það er, að þeim þykir léttara, skilj- anlegra og skemtilegra að lesa eldhúsbálka, góð ráð og reyfarasögur, heldur en um réttindi þeirra og skyldur, eða um hvernig þær geti náð því takmarki, að verða að öllu leyti jafningjar karlmanna: í mentun og þekkingu í í'éttarfarslegu tilliti, í iðnaði og embættum, i landsmálum og lands- stjórn, eins víst er það, að svo ríkt er þetta mál orðið lamið beinlínis og óbein- línis inn í meðvitund allra hugsandi kvenna, að nú geta þær með engu móti unað því að eiga ekkert slikt málgagn. Þar er þeirra einasta varnarþing enn sem komið er. Það mundu þær sjá, ef þetta eina blaá þeirra, sem nú er, gæfist upp. En nú eru erfiðir tímar fyrir blöðin. Flest stærri blöð vor eru að meira eða minna levti styrkt af einstökum mönnum eða pólitískum fiokkum. A sama hátt ætt- um vér konur að fara að. Oss nægir ekki lengur þetta litla mánaðarblað. Vér eigum svo mörg áhuga- og nauðsynjamál, sem verður að hreyfa og ræða í Kvennabl. Kvenréttindamálin verða að vera þar fyrst á borði. En þar þarf lika margt fleira að ræðast bæði til gagns og gamans. »Vér | verðum því að stækka blaðið, fjölga tölu- blöðunum. Allra helzt gera það að viku- i blaði, víðkeyptu, vel borguðu, sem konur | víðsvegar um landið rituðu í. Blaði, sem kæmist inn á hvert einasta heimili. Því miður hefi eg ekki ástæður til að ráðast í svo stórt fyrirtæki og kostnað lijálparlaust. En ef konurnar vilja eiga sterkan tals- mann fvrir sig, þá eiga þær að halda úti öflngu blaði. Það gera pólitísku flokk- arnir. Þeirra áhrifamestu vopn eru við- lesin blöö. Því kosta þeir ærnu fé til þeirra. j Hér er ekki nema um tvent að ræða: j Annaðhvort neyðist Kvennablaðið til að breyta um stefnu í einhverja arðvænlegri átt en þá, að berjast í óþakklæti fyrir rétt- indurn þeirra kvenna, sem ekki vilja neinu til þess verja, ellegar þér konur, verðið ! sjálfar að kosta einhverju til. Fáir munu | vilja árum saman verja eigum sínum og tíma til að vinna að hagsmunum þeirra, sem ekkert hirða um það sjálfir og ekkert vildu hjálpa til. Annaðhvort er að gera: Eiga blað, og styrkja það með ráðum og dáð, eða hafa ekkert blað. — Nú legg eg málið í yðar hendur. Viröingarfylst (Bríet (Bjarnhéðinsdóttir. Bæjarstjórnarkosningarnar. Þá er nú að því komið, að Reykjavíkur- konur safnist saman i annað sinn til þess - að kjósa í bæjarstjórn. í þetta sinn hefir þéim bætzt lalsverður liðsauki þar sem vinnukonurnar eru, sem eflir bæjarstjórn- arkosningarlögunum frá 1909 hafa nú einnig kosningarrétt, ef þær eru 25 ára

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.